Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Blaðsíða 36

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Blaðsíða 36
Stefán Hreiðarsson hlýðir á Ólöfu flytja ávarp. Oryrkjabandalag íslands færir Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins peningagjöf Greiningar- og ráðgjafarstöð rík- isins barst nýverið höfðingleg gjöf frá Öryrkjabandalagi íslands, þrjúhundruðþúsund krónur til kaupa á leiktækjum fyrir leikfangasafn stöðvarinnar. Tilefnið var 35 ára af- mæli Öryrkjabandalagsins í maí sl. Formaður bandalagsins, Ólöf Rík- arðsdóttir, afhenti gjöfina að viðstödd- um 300 þátttakendum á XI. vornám- skeiði Greiningarstöðvarinnar sem haldið var í Háskólabíói í júní. Grein- ingar- og ráðgjafarstöð ríkisins er tíu ára um þessar mundir. Meginhlutverk hennar er rannsókn og greining á fötl- uðum bömum, svo og ráðgjöf til for- eldra og þeirra sem annast þjálfun, kennslu og meðferð barnanna. Þar starfa 35 manns, flestir sérhæfðir í fötlunum bama. Leikfangasafn stöðv- arinnarerhluti af þjónustu hennar við ung, fötluð börn. Þangað leita for- eldrar með böm sín, fá lánuð valin leikföng, sem ætlað er að styðja við ýmsa þroskaþætti, og þiggja ráðgjöf. Sum þessara leikfanga era sérhæfð, t.d. ætluð blindum börnum. Heim- sóknir í safnið eru á annað þúsund á ári, enda sinnir það öllu höfuðborgar- svæðinu, og því ljóst að leikfanga- kosturinn þarf að vera öflugur og krefst sífelldrar endurnýjunar. Gjöf Öryrkjabandalagsins kemur því í einkar góðar þarfir. Stefán Hreið- arsson, forstöðumaður Greiningar- stöðvarinnar, gat þess í þakkarávarpi sínu að gjöf sem þessi væri stöðinni afar mikilvægur stuðningur, ekki ein- ungis vegna hins höfðinglega fjár- framlags, heldur ekki síður vegna þeirrar viðurkenningar og hvatningar sem í gjöfinni fælist. F.h. Greiningarstöðvar, Asgeir Sigurgestsson. Avarp Ólafar Ríkarðsdóttur: Forstöðumaður Stefán Hreiðarsson. Góðir ráðstefnugestir. rindi mitt hingað í dag er að færa Greiningar- og ráðgjafarstöð rík- isins fjárhæð að gjöf frá Öryrkja- bandalagi Islands. Tilefnið er 35 ára afmæli Öryrkjabandalagsins, sem var þann 5. maí síðast liðinn. Þegar stjórn bandalagsins ræddi hvernig minnast skyldi þessara tímamóta, var það ein- róma vilji hennar að verja ákveðinni fjárhæð til einhvers konar forvarna og þá var fyrst og fremst haft í huga eitt- hvað, sem kæmi börnum til góða. Greiningarstöðin varð fyrir valinu, þar sem við höfðum fengið vissu fyrir því að tilfinnanlegur skortur væri á ýms- um tækjum í leikfangasafn stöðvar- innar. Eg leyfi mér því fyrir hönd Öryrkjabandalagsins að afhenda for- stöðumanni, Stefáni Hreiðarssyni, ávísun að upphæð kr. 300 þúsund til kaupa á leikföngum og leiktækjum í leikfangasafn stöðvarinnar. Gjöfinni fylgja einlægar óskir frá stjórn Öryrkjabandalags íslands um áfram- haldandi gifturíkt starf. s Ar var alda Hingað kom kona ein, afar illa leikin af meini sínu, öryrki nú um alllanga hríð. Hennar nafn er Katrín Bílddal, hún býr hér í Hátúns- húsunum, hefur m.a. með góðum árangri fengist við myndlist. Katrín kom hingað að þessu sinni með ákveðið úrlausnarefni sem vonandi fæst á lausn nokkur. Henni var í huga þungt út af þeim spamaðaraðgerðum stjórnvalda sem m.a. höfðu hart á henni bitnað sem fleimm. Hún lét eftir allharðorða hugleiðingu sem hér fer á eftir. Þó er hugleiðing hennar aðeins sem veikt bergmál af öllum þeim óánægjuröddum sem inn til okkar berast og em oft harðorðari en Katrín er. Því miður er ævinlega ástæða rík fyrir óánægju og umkvörtun, enda búa lífeyrisþegar alltof margir við það að hafa fengið þá sérkennilegu sumar- gjöf að laun þeirra voru lækkuð veru- lega. Var ekki annars verið að guma og gorta af allsherjarbata með blóm í hvem varpa? Lífeyrisþegum eru öðm vísi blóm ætluð, sagði sárreiður öryrki eftir að launatekjur hans höfðu verið lækkaðar um tæp 10% eða um 8000 kr. En hugleiðing Katrínar fer hér á eftir: Ár var alda. Öll goð kunnu valda. Regin áttum á rökstólum. Er eigi satt eða hvað? Þingmenn nú valda ei þingstólum. Máttur og megin mjög eru vegin. Enginn er Reginn á rökstólum. Hvað gera þingmenn í þingsölum? Stjórnir til ama standa ei til frama. Raupa og rausa reyna að skattpína lýðinn. Er eigi satt eða hvað? Skera þeir niður, skömm er því miður, þorrinn er friður 36

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.