Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Blaðsíða 7
Það dimmir fyrir augunum
Halldór fékk ætíð bestu augnlækna
sem kostur var, en læknavísindin voru
ekki komin lengra að takast á við
glákuna. Árið 1961erHalldórorðinn
blindur á öðru auga og þá sendur til
Englands þar sem hirðlæknir prinsins
af Wales, “Mister Fyson” tekur við
honum.
Síðan er það um jólaleytið 1973,
að Halldór fær heiftarlegt höfuðkvef
og upp úr því svo miklar höfuðkvalir,
að álitið er að um heilablóðfall sé að
ræða. Hann er lagður inn á Borgar-
spítalann, liggur þar á milli jóla og
nýárs. Enginn augnlæknir er á vakt.
Á nýársdag hringir eiginkona
Halldórs í Guðmund Björnsson pró-
fessor, vin þeirra, þá orðin mjög óró-
leg yfir heilsufari Halldórs. Guð-
mundur bregður skjótt við, stelur
Halldóri af Borgarspítala, flyturhann
á augndeild Landakotsspítala og gerir
þar samdægurs augnaðgerð á honum.
Kvefbaktería hafði komist inn í augað
og grafið í öllu saman. Halldór segist
ávallt vera þakklátur Guðmundi fyrir
að fá að halda auganu. I fjörutíu daga
liggur Halldór á augndeild Landakots-
spítala, gengur síðan út þaðan í byrjun
árs 1974 - sem blindur maður.
Sjónblinda og víðsýni hugans
Ekkert var lárétt, ekkert lóðrétt
fyrstu dagana í skynjun hins nýblinda
manns. Halldór rataði ekki um íbúð-
ina og rak sig í alla hluti. Auðvitað
sótti á hann þunglyndi yfir miskunn-
arleysi lífsins. Svipað og hjá þeim
sem missa mátt í fótum, varð Halldór
að læra að lifa upp á nýtt. Stuðningur
frá Blindrafélaginu megnar að vekja
aftur lífsþrótt og blindraráðgjafinn,
Elínborg Lárusdóttir, kemur því til
leiðar að Halldór fer á endurhæfingar-
skóla fyrir nýblinda í Englandi.
- AÐ LÆRA AÐ VERA BLINDUR:
“Á 12 vikum lærði ég að vera
blindur maður - umgangast fötin mín
- raða peningaseðlum og fleira. Hvað
íslenska myntin væri einfaldari, ef 100
krónumar væru sexkantaðar eins og
breska 10 (50) pence myntin. ÍLon-
don hitti ég blindan lögfræðing, Sir
Duncan Watson í efri deild breska
þingsins sem útskýrði fyrir mér
hvernig blindir lögfræðingar ynnu.
Sir Watson varð síðar formaður
Heimssambands blindra. Hann
Halldór og Þorbjörg
kenndi mér að nota símann.”
Með símann sem hjálpartæki hefur
Halldór tekist á við fjölmörg verkefni.
Auk þess að vera lögfræðingur
Öryrkjabandalagsins, var hann for-
maður Blindrafélagsins í mörg ár,
síðar framkvæmdastjóri og enn eftir-
sóttur í stjómir ótal félagasamtaka.
Halldór kann umferðarreglur lífsins,
beitir lögfræðilegri hugsun til að
komast að rökréttri niðurstöðu.
- LANDSLAG HUGANS:
“Einar Magnússon landafræði-
kennari í M.R. kenndi okkur svo vel
að teikna heimsmyndina, að landa-
kort og höfuðáttir hafa greypst í hug-
ann.
Eitt sinn fórum við hjónin í rútu-
ferðalag til Þýskalands - hringsóluð-
um um Rínardal og Lúneborgarheiði.
Fararstjórinn leiddi farþegana upp í
útsýnisturn og spyr í gríni, hvort ein-
hver geti sagt sér í hvaða átt Kaup-
mannahöfn sé? Aðeins einn farþeg-
anna benti í nákvæmlega rétta átt -
íslenski blindinginn! Þetta þakka ég
landafræðikennslu Einars Magnús-
sonar.”
Halldór býr líka yfir nákvæmri
tímaskynjun. “Við skulum sitja til kl.
hálf fjögur,” segir hann við mig. Þeg-
ar klukkuna vantar 2 mínútur í hálf
þreifar hann á úrinu sínu. “Eg veit
líka alltaf hvar ég er staddur í bíl,”
segir hann. “Við keyrum oft til Akra-
ness, þar sem dóttir okkar býr. Konan
mín stillir alltaf mælinn á 0. Kíló-
metratalan segir mér, hvar við erum
stödd í Hvalfirðinum.”
með dætrum sínum.
- HEFUR SJÓNLEYSIÐ
BREYTT ÞÉR?
“Býst við að ég sé umburðarlynd-
ari, greini betur hismið frá kjarnan-
um. Fólk er alltof mikið að æsa sig
yfir smámunum. Núna þarf ég líka
að skipuleggja allt fyrirfram. Sjáandi
var ég alltaf að týna pennanum mín-
um, núna er hann alltaf á vísum stað.
Það er þó nokkuð snúið mál að vera
blindur. Samt má ekki horfa á okkur
í einhverjum dýrðarljóma. Við erum
ekkert klárari en aðrir, lærum bara að
nota hæfileikana betur.
Mér hefur alltaf reynst seiglan
happadrýgst. Að seiglast áfram með
vott af sanngirni, taka tillit til annarra
og forðast að setja fólk í vandræði.
Harka leiðir frekar til andmæla.
Yngri kynslóðin er ekki ánægð með
þetta viðhorf, finnst ég ekki sýna nóga
frekju gagnvart því opinbera. Því nú
er það frekjan sem tröllríður öllu í
þjóðfélaginu. Fjölmiðlaheimurinn
eins og skylmingar - allt lagt upp úr
því að svara fljótt og hugsunarlaust.
Núna legg ég meiri áherslu á að
hlusta. lnnan um hóp af fólki verð ég
að vera þögull til að fylgja þræðinum.
Af því að ég hef ekki sjóntengsl, verð
ég að einbeita mér að því að hlusta
vel.”
- HVERNIG SKYNJARÐU FÓLK?
“Ég byrja strax á að skapa mér
mynd af viðkomandi frá göngulagi og
handtaki. Mérfinnst óþægilegt að tala
við fólk án snertingar. Ég sakna
gömlu íslensku kveðjunnar. Föður-
bræður mínir heilsuðu alltaf með því
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
7