Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Blaðsíða 16

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Blaðsíða 16
HEIMSÓKNIN s Ibandalagi 22ja félaga er augljós- lega erfitt uin vik varðandi stöðugt og lifandi samband bandalags og fé- laga en þó skal fullyrt hér að það er ævinlega allnokkuð og það sem þar hjálpar til er m.a. það fyrirkomulag að hvert einasta félag á fulltrúa sinn í stjórn bandalagsins. Fréttabréfið reynir að birta reglulega fréttir frá félögunum m.a. með því að tíunda það helzta úr ritum og skýrslum þeirra og þykir sumum nóg um. Fyrir allnokkru var sá siður upp tekinn að formaður og framkvæmda- stjóri bandalagsins fóru í nokkuð formlegar heimsóknir til einstakra félaga til að fá þar af fregnir og rit- stjóri hefur þá fengið að fljóta með til þess svo að koma einhverju til skila inn í Fréttabréfið. Hér er um góðan sið og gagnlegan að tefla og vonandi að framhald verði á sem allra bezt. A síðsumardegi var nú haldið í eina slíka heimsókn og að þessu sinni til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra sem er með bæki- stöðvar sínar á Háa- leitisbraut 11-13. Það var fram- kvæmdastjóri félags- ins, Sigrún Benedikts- dóttir, sem tók á móti þríeykinu, bar okkur kveðju formannsins, Þóris Þorvarðar- sonar, sem því miður gat ekki verið með okkur, skenkti okkur kaffi, stikl- aði síðan á stóru um starf félagsins og sýndi okkur svo í lokin aðstöðu alla. Húsrýmið er vistlegt og vistarverur margar en ennþá meir um vert hversu við fundum andrúmsloft allt hlýlegt og vermandi viðmót allra þeirra er á okkar vegi urðu. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, sem stofnað var 1952 er eitt stofn- félaga Öryrkjabandalagsins, en frum- kvöðlar félagsins foreldrar bama sem fengið höfðu hina illvígu og afdrifa- ríku mænuveiki í faraldri þá á undan svo og læknar og annað áhugafólk um bætta þjónustu við fatlaða, sem þá var Sigrún Benediktsdóttir. allt önnur og ólíkt lakari en nú er. í raun lyfti félagið Grettistaki á sínum tíma varðandi meðferð og þjálfun fatl- aðra bama alveg sér í lagi. Jónína Guðmundsdóttir forstöðukona stöðv- arinnar hefur frá upphafi starfað, með hléum að vísu og enn er hún að með atorku sína og útsjónarsemi að ógleymdri allri lipurðinni, en síðar að starfsliði. Sigrún sagði að auðvitað þyrfti hugmyndafræði félaga eins og Styrktarfélagsins að vera í stöðugri endurskoðun, laga sig sem bezt að þörfum og kröfum hvers tíma, mæta þeirri þjónustuþörf sem mest er að- kallandi þá og þá, mæta nýjum að- stæðum, nýjum fötlunarhópum sem fyrst og bezt. I þessu sambandi minnti Sigrún á misþroska börnin sem nú væru í mikilli þörf fyrir iðjuþjálfun t.d. en biðlistinn væri langur, biðtími í þjálfun hálft ár jafnvel eftir meðferð sem brýn væri og bjargað gæti miklu, forðað mörgum harmleik í lífi þessara barna. En börnin eru tekin í próf 1-2 mánuðum eftir að þau komast á bið- lista og foreldrum og skólum þá veitt ráðgjöf. Fleiri iðjuþjálfa þyrfti til en ekki auðhlaupið að aukningu í samn- ingum við Tryggingastofnun ríkisins. I þessu sambandi barst talið að iðju- þjálfamenntuninni sem ennþá er erlendis og þeim vonum sem bundnar eru við iðjuþjálfanámsbraut við Háskóla íslands árið 1997, en Öryrkjabandalag íslands hefureinmitt mælt mjög eindregið með því fram- faraspori. Sigrún kvað nauðsyn til bera að auka sem fyrst og bezt þjónustuna við misþroska bömin án þess að þurfa úr annarri þjónustu að draga, enda væri húsnæði nægt, fleiri iðjuþjálfa þyrfti aðeins til. Hún taldi nauðsyn á góðu samstarfi við Foreldrafélag mis- þroska barna. Sigrún kom enn inn á hug- myndafræðina, þar sem aðalatriðið væri alltaf það, að hagur skjólstæðinganna væri hafður í fyrir- rúmi. Samhæfing og samstarf félaga væri mikil nauðsyn, sam- eina yrði kraftana til hagsbóta fyrir alla, gæta þess að dreifa ekki hvað þá sundra kröftunum. Sigrún kvað hina félagslegu starfsemi í föstum skorðum, en félagar væru í kringum 200 -15 manna fram- kvæmdaráð væri kjörið og svo aðal- stjórn félagsins að sjálfsögðu. Hún sagði Kvennadeild SLF ómetanlegt starf hafa unnið gegnum tíðina bæði varðandi æfingastöðina og starfið í Reykjadal, en nokkurt hlé væri á starfi deildarinnar nú. Hún sagði frá Félagi áhugafólks um Reykjadal, sem nýstofnað væri, þar sem fyrst og fremst væru foreldrar barna sem þar dveljast, en áhugafólk einnig. Hún sagði að nauðsynlegt væri að fá inn í félagið fólk sem notið hefði þjónustu í Reykjadal á liðinni tíð. Sigrún benti á hina gífurlegu þýð- ingu æfingastöðvarinnar með 24 þús- und meðferðir á síðasta ári, þar sem sjúkra- og iðjuþjálfun barna og ungl- 16

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.