Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Blaðsíða 38

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Blaðsíða 38
Sænskir fulltrúar í forgrunni. Þing Bandalags fatlaðra þing Bandalags fatlaðra á • Norðurlöndum - NHF - var haldið í Reykjavík dagana 29.-31. ágúst sl. Var það sótt af 85 full- trúum frá öllum Norðurlöndunum, en í bandalaginu munu vera um 116 þús- und félagar. Bandalagið var stofnað 1946 og er því 50 ára nú á þessu ári. Aðalþing þess hafa verið haldin á fjögurra ára fresti og formennskan hefur færzt á milli Norðurlandanna. Þannig var Jóhann Pétur Sveinsson kjörinn for- maður bandalagsins 1992, en við lát hans tók Valdimar Pétursson við for- mennsku. Fram kom að nú verður hér sú breyting á að aðalþingin verða haldin á tveggja ára fresti framvegis. Við hátíðlega setningarathöfn, sem Guð- mundur Magnússon stjórnaði, voru flutt fimm ávörp svo og tónlistar- atriði. Aherzla var lögð á það af ráðherra félagsmála og félagsmálastjóra Reykjavíkur sem og fulltrúum fatlaðs fólks, Guðríði Ólafsdóttur og Valdi- mar Péturssyni að verjaþyrfti velferð- ina og þar með tryggja hag fatlaðra sem bezt. Mjög var rætt um breyttar áherzlur og ný sjónarmið varðandi Evrópusamstarfið og sagði Guðríður m.a. að margar þjóðir Evrópusam- bandsins litu velferðarkerfi Norður- landa vonaraugum. Valdimar lagði m.a. á það áherzlu að í samþjappaðri veröld aukinna samskipta mætti ekki gleyma hinum persónulegu samskipt- um sem ævinlega væru jafndýrmæt. Páll Pétursson lagði áherzlu á að varð- veita yrði norræna velferðarkerfið og það öryggisnet sem það veitti hvað sem liði Evrópusamstarfinu. I máli Láru Björnsdóttur kom m.a. fram að Reykjavíkurborg væri þess fýsandi að yfirtaka málefni fatlaðra af ríkinu. s Aþinginu sjálfu var um það fjallað hversu undangenginn samdrátt- ur víða í efnahagslífi kæmi fljótt niður á fötluðum. Endurskoðun velferðar- kerfis víða á Norðurlöndum hefði þau áhrif haft að fatlaðir hefðu átt í vök að verjast. Eins fór mikil umræða fram um samstarfið um málefni fatl- aðra á sviði Evrópusambandsins og EES. Heliosáætlun ESB og þýðing hennar fyrir fatlaða var einnig rædd svo og var rætt um nýstofnaða ráð- gjafarnefnd samtaka fatlaðra, hlutverk hennar og framtíðarverkefni. Sömuleiðis fjallaði þingið einnig um áhrif þess að félagsmálanefnd Norðurlandaráðs hefði verið lögð nið- ur, en sú nefnd hefði fjallað um mál- efni fatlaðra. Hins vegar heldur NNH - norræna nefndin um málefni fatlaðra fram sínu starfi og um starfsemina þar var einnig rætt. Þingið mun hafa verið hið fjörug- asta og málefnalegasta. H.S. Már Viðar Másson: SERSTÖK LÁN TIL EINSTAKLTNGA MEÐ SÉRÞARFIR Fyrir mörgum árum ritaði ég grein í Sjálfsbjargarblaðið “Um sér- þarfalán til breytinga á húsnæði”. Nú er komin ný reglugerð sem tekur á þessum málum. Hún heitir reglugerð nr. 38/1996 um lánveitingar úr Bygg- ingasjóði ríkisins. Þar er m.a. fjallað um “Sérstök lán til einstaklinga með sérþarfir”. Már Viðar Másson. I 8. gr. segir m.a. að heimilt sé að veita fötluðum sem búa við skerta starfsorku eða eru hreyfihamlaðir sér- stök lán sem komi til viðbótar öðrum fasteignaveðlánum frá Bygginga- sjóði ríkisins þegar upplýst sé með fullnægjandi hætti að mati Húsnæð- isstofnunar að sérþarfir ofangreindra einstaklinga leiði til aukins kostnaðar við byggingu eða kaup á íbúð. Lán þessi má enn fremur veita til endur- bóta á íbúðarhúsnæði fatlaðra. I 9. gr. segir m.a. að fjárhæð láns megi nema allt að 80% af viðbótar- eða endurbótakostnaði, enda séu fram- kvæmdir nauðsynlegar að mati hús- næðismálastjórnar. Lánið er til 25 ára og ber 2% vexti. Þar að auki segir í reglugerð að heim- ilt sé að fresta greiðslum um óákveð- inn tíma ef fjárhag hins fatlaða er 38

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.