Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Blaðsíða 43
anir séu algengari en áður var talið.
Vitrænnar skerðingar verður vart hjá
a.m.k. 40 - 50 % MS sjúklinga - minn-
iskvartanir þar algengastar. Nauðsyn
er á því að viðurkenna að þetta sé til
staðar, þá er unnt að bregðast við
erfiðleikunum. Margt er þó óvitað enn
í þessum efnum.
á er viðtal við Kára Stefánsson
lækni og prófessor við Harvard -
háskóla um fyrirtæki hans um mann-
erfðafræðirannsóknir sem er mjög
stórt í sniðurn. Kári er einnig að vinna
mjög víðtæka MS - rannsókn, sem
miðar vel áfram. Varðandi mannerfða-
fræðirannsóknir þá bendir Kári á hve
íslenzka þjóðin sé eftirsóknarverð til
slíkra rannsókna og nefnir þrjár meg-
inástæður: Islendingar tiltölulega
einstofna. Hafsjór af upplýsingum um
ættirþeirra. íslenzka heilbrigðiskerfið
mjög gott. Guðmundur Vikar Einars-
son fjallar um stinningarvandkvæði
karla með MS og ráða til að bæta þar
úr m.a. með sprautum. Svo er hin
líflegasta frásögn af degi á vistinni og
um leið viðtöl við nokkra njótendur
og koma þar fram fjölbreytileg
sjónarmið, en meginatriði að fólk unir
þarna vistinni vel og öll þjónusta til
mikillar fyrirmyndar. Við munum
gera MS félaginu og dagvistinni
sérstök skil í næsta blaði. Viðtal er við
Þórhall Aðalsteinsson bifvélavirkja-
meistara sem greindist 1993 með MS
en kveðst sennilega hafa fundið til
þessa í 15 - 20 ár. “Lífið er ekkert búið
þótt maður sé með MS,” segir Þór-
hallur, sem segist vel geta hugsað sér
ökukennslu en með þau réttindi er
hann, en nú vinnur hann m.a. að bók-
bandi, nýjasta áhugamálinu. Hann
greinir glögglega frá umskiptunum
miklu á hreinskilinn hátt, atvinnu-
missi og skilnaði, en sjálfbjarga er
hann og mun áfram verða. Svona yrkir
hann um sjúkraliða einn:
Þetta hef ég lengi þráð
því fylgja miklir verkir.
Ester með sitt augnaráð
sem enginn veit hvað merkir.
Óskar Árni Óskarsson og Kjartan
Árnason eiga ljóð í blaðinu og síðast
er svo frásögn af aðalfundi MS fé-
lagins. Stjórn þess skipa nú: Form.:
Gyða J. Ólafsdóttir, varaform.:
Kristján E. Einarsson, gjaldk.: Elín
Þorkelsdóttir, ritari: Hrafnhildur
Hauksdóttir og meðstjórn.: Vilborg
Traustadóttir.
*
1. tbl. SLF - frétta - málgagns
Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra
er helgað 40 ára afmæli Æfingastöðv-
ar félagsins. Framsýni eða bjartsýni
nefnist leiðari formanns, Þóris Þor-
varðarsonar en þar segir að í tilefni
afmælisins hafi stjórn og fram-
kvæmdaráð ákveðið að endurbyggja
og stækka sundlaug og húsnæði
Æfingastöðvarinnar. Þar kemur einnig
fram að halli er á daglegri starfsemi
þ.e. framlög duga ekki sem skyldi.
Framkvæmdastjórinn og um leið
ábyrgðarmaður SLF - frétta er Sigrún
Benediktsdóttir. Hún segist í tveggja
ára starfi hafa lagt aðaláherzlu á að
skapa gott starfsumhverfi fyrir þá sem
þarna starfa sem og þangað leita.
Sigrún greinirfrá þrem stórkostlegum
gjöfum sem félagið hefði fengið á
liðnu ári. Þær gera félaginu einmitt
kleift að hefjast handa um frekari
uppbyggingu. Sagt er frá því að ný
sundlaug verði vígð á haustdögum í
tilefni afmælisins. JónínaGuðmunds-
dóttir, forstöðukona Æfingastöðvar
rifjar upp fjölmargt frá langri og giftu-
drjúgri sögu. Fyrst var starfsemin á
Sjafnargötu 14, en síðan var flutt að
Háaleitisbraut 11-13 þar sem enn er
verið að á fullu. Hún minnir á heima-
vistarskóla fyrir fötluð börn í Reykja-
dal 1969 - 1975. Lítinn leikskóla á
Háaleitisbraut 1972 - 1974 er hann
rann saman við starfsemi Múlaborgar.
Þjónustan alltaf miðast mest við börn.
Sigurður Ólafsson, bílstjóri og elzti
starfsmaður SLF rifjar upp sitthvað úr
starfinu m.a. það að lengi fyrst hélt
hann alltaf á farþegunum í og úr bíln-
um, en alls hefur Sigurður ekið 10 bíl-
um hjá SLF.
Unnur Guttormsdóttir sjúkra-
þjálfari segir frá hinni víðtæku
þjálfun ungbarna sem hún hefur sér-
hæft sig í. Börnin koma oft tvisvar til
þrisvar í viku og mikilvægt er að hefja
þjálfun eins fljótt og auðið er. Pétur
Eggertsson sjúkraþjálfari kveður
þarna mjög góðar aðstæður til að
sinna alhliða sjúkraþjálfun. Guðlaug
Sveinbjarnardóttir og fyrrum fram-
kvænrdastjóri SLF sér um þjálfun
Parkinson - sjúklinga senr hófst í litl-
um hópum kerfisbundið 1989. Þessu
hafði Guðlaug kynnzt í Ungverjalandi
og hrifist af. Hópþjálfun er mjög mik-
ilvæg, það gefur fólki svo mikið að
vinna í hóp, æfingar alls konar eru
gerðar, gönguæfingar og dans, söngur
og raddæfingar fyrir röddina. Áslaug
Jónsdóttir sjúkraþjálfari kynnir Petö
- þjálfunina - sem kennd er við ung-
verskan lækni og hefur það að aðal-
markmiði að auðvelda börnunum
daglegt líf. I Petö - þjálfuninni eru
notuð sérstök húsgögn sem auðvelt er
að grípa í og tónlist er til hins ítrasta
nýtt. Foreldrar einnar stúlkunnar segja
sitt álit hér á og eru ofur ánægð. Þá er
greint frá þjálfun misþroska barna, en
hjá SLF er langur biðlisti þeirra.
Hrefna Óskarsdóttir yfiriðjuþjálfi seg-
ir frá þessari þjálfun sem öll er sett
upp í leik svo barnið megi hafa gaman
af þjálfuninni. Hreyfihömluð börn eru
líka þarna í iðjuþjálfun. Móðir eins
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
43