Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Blaðsíða 47

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Blaðsíða 47
Tveir baráttumenn í brennidepli. Halldór afhendir Helga lyklana. Sjá bls. 4. 10 þús. kr. á mánuði og ekki tekur betra við þegar hugað er að réttinda- málum. 65% öryrkinn, örorkustyrk- þeginn getur fengið benzínstyrk sé viðkomandi hreyfihamlaður og hann erundanþeginn bifreiðagjaldi ef hann á bifreið. Hér á bæ hefur því verið haldið fram og að ég hygg með býsna hald- bærum rökum að hin ofurrýru kjör sem 65% öryrkjum eru ætluð valdi afar þungri ásókn í 75% mat, enda ekki svo mikill munur þar á í pró- sentum talið, sem svo aftur veldur aukningu útgjalda langt umfram það sem væri, ef kjaragrunnur 65% öryrkja væri annar en hann nú er. Eitt brýnna mála endurskoðunar snýr einmitt að því að rétta sem bezt hlut 65% öryrkjans sem er í engu öfundsverður, hefur misst svo mikið af vinnufærni sem prósentan segir til um, en býr við bætur sem eru ósæmi- lega lágar. ** lltaf öðru hvoru lesum við eða heyrum um aukinn vanda lífeyr- issjóðanna vegna síaukinna útgjalda þeirra af völdum örorkulífeyris- greiðslna. Er þá gjarnan tíundað hversu öryrkjum hefur fjölgað á um- liðnum árum, þeir eðlilega leitað til sinna lífeyrissjóða og skilja má að fyrir þær sakir séu útgjöld öll meira og minna farin úr böndunum. Það er vissulega ærið áhyggjuefni okkar sem annarra hversu tölur allar sýna síaukinn fjölda öryrkja í landinu og ekki ljóst með öllu um orsakir. A vegum Háskóla íslands fer nú fram rannsókn á því hvemig á þessu standi, en rannsóknin er kostuð af Trygg- ingastofnun ríkisins og er afar eðlilegt að sú ágæta stofnun leggi fram fé í þessu skyni, svo miklu sem þetta skiptir þá stofnun og öll útgjöld hennar. Veigamikill orsakaþáttur hlýtur að vera atvinnuástand undan- genginna ára með sínu viðvarandi atvinnuleysi, þar sem enginn vafi er á að mörgum með skerta starfsorku reynist erfiðara en áður um alla vinnuöflun. Engu að síður spyr maður sig að því hvað annað komi inn í myndina því atvinnuleysið er engan veginn einhlít skýring. Vonandi leiðir rann- sóknin eitthvað það í ljós sem er þess eðlis að úr megi bæta með réttum ráð- stöfunum. Hér á bæ Öryrkjabandalags íslands hefur fólk áhyggjur af þessari þróun, enda meginmál að sem allra flestir öryrkjar megi finna starf við hæfi, bæði sér til tekjuöflunar sem sáluhjálpar ekki síður. Því færri öryrkjar því betra, því fleiri þeirra sem starfa því betra einnig. Hins vegar hefur fólk þar einnig áhyggjur af þessum röddum frá lífeyrissjóðunum og ýmsum hræringum þar sem greini- lega eru ákveðin varnarviðbrögð lífeyrissjóðanna við aukinni ásókn í örorkulífeyri. Þaðan og raunar víðar heyrast nú þær raddir að almanna- tryggingakerfið eigi alfarið að sjá um öryrkjana, lífeyrissjóðirnir geti þá á móti gert betur við aldraða og um leið létt á almannatryggingakerfinu hvað ellilífeyrisþega áhrærir. Okkur virðast líka augljós vera viðbrögð sumra líf- eyrissjóðanna nú þegar í þrengingarátt fyrir öryrkjana sem þar eiga sinn rétt. Ég sagði rétt því aðalsmerki lífeyris- sjóðanna hefur einmitt verið, er og á að vera hinn dýrmæti samtrygging- arþáttur þ.e. að veita þeim sjóðfélög- um vöm og skjól sem vegna sjúkdóma eða slysa heltast úr atvinnulestinni og eiga ekki um annað að velja en bætur almannatrygginga og lífeyrissjóða. Eg trúi að í raun sé hér um lífs- grundvöll lífeyrissjóðanna að ræða því annars mætti allt eins segja að bezt væri að gefa allt frjálst, mark- aðsvæða lífeyrissjóðakerfið og af- nema um leið lögbundin réttindi líf- eyrissjóðanna til innheimtu iðgjalda o.s.frv. Öryrkjabandalagið verður að láta þessi mál til sín taka, verja þegar feng- in réttindi síns fólks og bregðast hart við öllum áformum lífeyrissjóðanna um að þrengja réttinn til örorkulíf- eyris. Það eru vissulega blikur á lofti en von okkar sú að menn haldi sig áfram á þeirri samtryggingarlínu sem hefur gert lífeyrissjóðina í vax-andi mæli svo þýðingarmikla og dýrmæta í lífsbaráttu öryrkja á landi hér. Þar má í engu slaka á. ** ins og lesendur vita vantaði vem- lega á það að kauphækkanir síð- ustu kjarasamninga næðu að skila sér yfir í bætur lífeyrisþega. Hinir róm- uðu láglaunasamningar skiluðu sér sem sé ekki yfir til þessa láglauna- hóps sem skyldi. Ef rétt hefði verið reiknað (og þar er beint farið eftir útreikningum BSRB fyrir þess lág- launafólk) þá hefðu lífeyrisþegar átt að fá 7,2 - 7,4% hækkun á bætur almannatrygginga frá og með 1. mars 1995 og um 5% í ársbyrjun nú. en rauntölur voru allt aðrar. Þannig var bótahækkunin 4,8% í mars’95 og svo 3,5% í ársbyijun ’96 svo hér vantaði umtalsvert upp á, enda mikil undra- kúnst að baki þessari talnaleikfimi allri til þess eins að koma prósentunni sem lengst niður. Öryrkjabandalagið hafði leitað Ieiðréttinga hér á, en farið bónleitt til búðar, m.a. hafði málið að þess frum- kvæði verið tekið upp á Alþingi, en þvert nei eitt verið andsvarið. Það var því gripið til þess ráðs að snúa sér til embættis Umboðsmanns Alþingis og leggja fram formlega kvörtun eða stjórnsýslukæru og var svo gert mjög árla þessa árs. Enn er beðið úrslita þessa máls. Ráðuneytið hefur í engu svarað Umboðsmanni. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 47

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.