Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Blaðsíða 31

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Blaðsíða 31
Fróðleiksmolar af fjölbreyttu tagi eru á víð og dreif í blaðinu og upplýsa vel um margbreytilegustu mál. Þá á Helgi Seljan grein um fyrr- um forustumann SPOEX - Baldvin Sigurðsson og vaska baráttu hans m.a. fyrir sólarlandaferðum psoriasis - sjúklinga. 23. marz sl. var stofnfundur SPOEX - deildar á Siglufirði - for- maður er Egill Rögnvaldsson. Skemmtileg hugleiðing er um kínversk læknavísindi og vestræn, en á þeim er grundvallarmunur sem vænta mátti. I þessari hugleiðingu kemur hins vegar fram að vega þurfi og meta hin kínversku sem bezt og nýta þau þar sem það er ótvírætt til bóta. í smápistli er rætt um ótvíræð tengsl milli reykinga og vissra teg- unda psoriasis. Frá aðalfundi SPOEX er mikill fróðleikur um starfsemina, sem er fjölbreytt og mikil. Formaður var endurkjörinn Helgi Jóhannesson, og í stað Jörundar Guðmundssonar var Inga Amardóttir kjörin meðstjórn- andi. Aðalefni fundarins var hins vegar um lok sólarlandaferða psoria- sis - fólks með stuðningi T.R. og samþykkt í lokin einörð áskorun til heilbrigðisráðherra um að taka ákvörðun tryggingaráðs um lok ferð- anna aftur. Ritstjóri er Helga Ingólfs- dóttir og er félaginu sannur sómi að fréttabréfinu svo myndarlegu. * á hefur hingað borizt maíblað SIBS - frétta þar sem margt ber á góma s.s. þar er venjulega. Þar er frá því greint að Norðurlöndin séu að undirbúa stuðning við Eystrasalts- löndin í baráttu þeirra við berkla- veikina og hafði Haukur Þórðarson yfirlæknir sótt fund í Kaupmannahöfn um málefni þetta. Þá er grein um skipulagsmál SÍBS, en að SÍBS standa þrjár félagsheildir: SÍBS- deildirnar, Astma og ofnæmisfélagið og Landssamtök hjartasjúklinga. Nefnd hugar að þessu undir forystu Hauks Þórðarsonar og birtar em hug- myndir Davíðs Gíslasonar, eins nefndarmanna um deildafyrir- komulag innan SÍBS. Davíð upplýsir að SÍBS nái ekki tengslum við þúsundir lungnasjúklinga og úr því verði að bæta. Fréttir em frá Reykja- víkurdeild SIBS sem Rannveig Löve veitir formennsku og þar er margt á döfinni og hefur verið. Minningar- grein er um þá mætu konu Ragnheiði Jóhannesdóttur eftir Hauk Þórðarson, sönn lýsing á sannri mannkostakonu. Þá er sagt frá kaffisamsæti á Reykja- lundi til heiðurs nokkrum aðilum sem sýnt hafa Reykjalundi ræktarsemi á margvíslegan máta. Ljóð eftir Jón úr Vör og Unni Sólrúnu Bragadóttur eru þarna, en Ijóðin eru sýnishorn úr bók- inni “Lífið sjálft” sem allir miðaeig- endur Happdrættis SIBS fengu í ágúst. Sagt er frá heimsókn heilbrigð- isráðherra á HL - stöðina í Reykjavík og um leið er rakin þjálfun þar og greint frá HL - stöðvunum á landinu. ítarleg umfjöllun er um frumvarpið um réttindi sjúklinga og kynnir Hauk- ur Þórðarson helztu athugasemdir samtakanna við það og kennir þar margra mætra grasa. Minningabrot Sigríðar Þórarinsdóttur um Reykja- hæli í Ölfusi eru afar athyglisverð og hugnæm lesning og verulega holl til umhugsunar okkur í dag, en það er hinn mæti ritstjóri SÍBS frétta Sigur- jón Jóhannsson sem færir þessi minn- ingabrot í hinn ágætasta búning. * Málbjörg - félag um stam gefur út málgagn gott sem nefnist því skemmtilega nafni Málpípan. í Málpípunni er á fræðandi hátt fjallað um ýmislegt sem viðkemur þeirri alvarlegu hömlun sem stam óneitan- lega getur orðið. í aprílblaði Málpíp- Hlerað í hornum Ræðumaður í afmæli fimmtugs vinar síns hóf ræðuna svo: “Það er svo undarlegt að nú á dögum verða menn alltaf yngri og yngri fimmtugir”. ** Eystra var maður einn sem félagarnir voru alltaf að biðja um svör við alls konar gátum, sem hann átti erfitt með að svara, en loks lagði hann fyrir félagana gátu sem enginn þeirra treystist til að svara eins og maðurinn vildi. Sjómaðurinn spurði sem sé: “Hvað er hvítara en skíturinn í Skrúðnum?” Allartilgáturkvaðhann rangar þar til hann sagði félögunum svarið: “Það er þegar brýtur á Brök- unum”. ** Maður einn fékk sér smábíl og er menn voru að undrast smæð bílsins þá sagði hann: “Já, hann er ósköp lítill, en hann er góður í snöktið”. unnar er sagt frá útgáfu tveggja bækl- inga um stam barna sem hefur verið dreift í alla grunnskóla landsins, á allar heilsugæzlustöðvar, í leikskóla í Reykjavík og víðar og á ýmsa aðra staði. Þar er einnig sagt frá upplýs- ingaviku félagsins þar sem upplýsing- um um stam var komið á framfæri í fjölmiðlum. Ymsir skemmtilega skrifaðir pistlar eru í Málpípunni og þar er sagt allnáið frá fjórðu heimsráð- stefnu um stam í Svíþjóð þar sem menn fengu m.a. það hlutverk að halda framboðsræðu til embættis í hvaða borg sem þeir vildu og á hvaða máli sem þeir vildu og þá var lítið um stam í ræðunum, enda alþekkt áhrif þess að skipta um hlutverk þegar talað er. Greinilegt er af fréttum í Málpíp- unni að félagsstarf Málbjargar er með ágætum en skilgreining félagsins er þessi: Málbjörg er félag sem beitir sér fyrir bættum hag þeirra sem stama. Félagið stuðlar að aukinni fræðslu um stam fyrir fólk sem stamar og eins til hinna sem ekki stama. Félagið vill auka möguleika þeirra sem stama á að fá meðferð við hæfi og á þetta sér- staklega við börn sem stama. Félagið vill bjóða þeim sem stama vettvang til að vinna að sínum málum. Ritstjóri Málpípunnar er formaður Málbjargar, Benedikt Benediktsson. ** Kona ein var innt eftir heilsufari eigin- manns síns sem hafði verið veikur. “Ja, það er nú að bráðna af honum”. ** Prestur einn þótti afskaplega klaufsk- ur í allri framgöngu sinni, einkanlega við ýmsar hátíðlegar athafnir. Einu sinni var hann að jarða og sem hann er að kasta rekunum og mælir orðin: “Og af jörðu skaltu aftur upp rísa”, þá rekur hann rekuna óþyrmilega í einn viðstaddra og bætir þá við: “En ekki samt þú”. ** Ekkjan var að koma frá jarðarför eiginmannsins og kom að máli við prestsfrúna. “Alveg var nú ræðan hjá manninum þínum dásamlega sönn og falleg. Mér þótti bara sárast að ég heyrði ekki eitt einasta orð af því sem hann sagði”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 31

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.