Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Blaðsíða 34
íþróttir og
að væri synd að segja annað en þjóðin hefði fengið
sinn vel útilátna skammt af íþróttaumfjöllun á liðnu
sumri. A tímabili var það m.a.s. svo að maður óskaði
þess innilega að sem fyrst mætti linna þessari ærandi
umfjöllun sem öllu vék til hliðar og á ég þar að sjálfsögðu
við Olympíuleikana, sem áreiðanlega hafa fyllt íþrótta-
mælinn hjá mörgum fleirum en mér. Uppskera okkar fólks
hefur ugglaust verið mörgum ærið vonbrigðaefni, því oft
vill fólki gleymast smæð okkar í þjóðahafinu og eins eru
óeðlilega miklar kiöfur gerðar til íþróttafólksins okkar. Á
móti kom svo hið einstaklega ánægjulega Ólympíumót
fatlaðra þar sem hinn sanni keppnisandi réði og ríkti, en
að baki voru ótaldar æfingastundir og alla vega tár og sviti
þó blóðinu sé nú sleppt.
Árangur okkar fólks var sannarlega fagnaðarefni og
mætti vissulega rita langt mál um allt það starf sem nú bar
svo góðan og glæstan ávöxt. Hér skal aðeins minnt á hina
frábæru frammistöðu allra þeirra er þátt tóku, enda hefur
hún blessunarlega verið tíunduð og talin fram í fjölmiðlum
okkar s.s. maklegt er.
Keppendumir á þessu Ólympíumóti þar vestra voru:
Anna Rún Kristjánsdóttir Akureyri, Bára B. Erlingsdóttir
Kópavogi, Birkir Rúnar Gunnarsson Garðabæ, Geir
Sverrisson Reykjavrk, Gunnar Þór Gunnarsson Selfossi,
Haukur Gunnarsson Kópavogi, Kristín Rós Hákonardóttir
Reykjavík, Ólafur Eiríksson Kópavogi, Pálmar Guð-
mundsson Reykjavík og Sigrún Huld Hrafnsdóttir Reykja-
vík.
✓
Ohætt er að fullyrða að þetta ágæta afreksfólk hafi
sýnt það og sannað með árangri sínum, hvers það er
megnugt þrátt fyrir fötlun sína og þannig í fararbroddi farið
og vísað öðrum verðuga leið. Hróður lands og þjóðar hefur
það aukið með sönnum sóma og öll gleðjumst við einlæg-
lega og samfögnum þeim sem öðru fötluðu íþróttafólki
með framúrskarandi árangur af eljuríkum æfingum.
Það er eðlilega ekki algengt að afreksfólk okkar vinni
til glæstra verðlauna á alþjóðavettvangi, en þeim mun
gleðilegra er það þegar svo gerist í jafnríkum mæli og raun
bar vitni á Ólympíumótinu í Atlanta.
Öryrkjabandalag íslands sendir íþróttafólkinu sem og
forystu Iþróttasambands fatlaðra og félögum þess öllum
afreksfólk
íslenzki hópurinn á Ólympíumótinu.
innilegustu árnaðaróskir með þennan ágæta árangur.
Bandalagið fagnar því um leið að hafa getað veitt þessu
góða máli ljúft og verðugt lið og þannig stuðlað að þátttöku
þessa afreksfólks okkar.
Þess er vænst að í næsta blaði fáum við fróðleik nokkurn
um Iþróttasamband fatlaðra og þá heillaríku og hollu iðkan
hinna ýmsu íþrótta sem fram fer innan vébanda þess.
Heill ykkur keppendur knáir sem komuð, sáuð og
sigruðuð.
H.S.
Es. Sem ritstjóri var að færa þetta í letur þá barst honum
þessi ágæta sending frá Sigurði Jónssyni tannlækni sem
vel fer á að komi hér í beinu framhaldi.
“Að vera með” - er Ólympíuandinn,
þótt engum tækist heiðurssæti að ná.
En segja má að það var leitt að landinn
lenda skyldi hvergi “palli” á.
En hóp við eigum heiðrinum til bjargar
og heim ‘ann kom með verðlaun ekki fá.
Hann hefur löngum þrautir þolað margar
sem þolgæði og kraftur sigrast á.
SJ.
Sautjánda
aðildarfélag
Sjálfsbjargar
Eins og annars staðar er um
getið í blaðinu hefur Félag
heilablóðfallsskaðaðra nú gengið
inn í raðir Sjálfsbjargai'félaga - gerzt
sautjánda aðildarfélag Sjálfsbjargar-
landssambands fatlaðra. Eins og
lesendur vita bera öll hin félög
Sjálfsbjargar - landssambandsins -
á víð og dreif um landið - nafn
Sjálfsbjargar. Ekki fer milli mála
að Félagi heilablóðfallsskaðaðra er
mikill styrkur að aðildinni að
Sjálfsbjörg og ber að fagna því
þegar fámenn félög finna sér
þannig samastað. Um leið er
félagið í gegnum Sjálfsbjörg orðið
innan vébanda Öryrkjabandalags
íslands sem m.a. þýðir það að allir
félagar þess fá nú þetta blað. Félag
heilablóðfallsskaðaðra hefur
fomlegt aðsetur sitt að Laugavegi
26 - er þar með skrifstofu ásamt
tveim öðrum félögum og er það
vel. Þangað inn mun einmitt litið
nú á næstunni og séð hversu um
félögin fer í hinni nýju aðstöðu.
Formaður Félags heilablóðfalls-
skaðaðra er Hjalti Ragnarsson.
H.S.
34