Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Blaðsíða 3
Ingólfur H. Ingólfsson framkv.stj.
Geðhjálpar:
BREYTTIR TÍMAR,
BREYTTIR SIÐIR
að hefur margt breyst í 35 ára sögu Öryrkja-
bandalags íslands. Margt hefur áunnist frá
því að frumkvöðlarnir hófu baráttu sína fyrir
auknum réttindum og ruddu brautina með uppbyggingu
og rekstri á sjúkrastofnunum, endurhæf-
ingarstöðvum, vinnustofum og heimilum
fyrir sjúka og fatlaða. Þjóðfélagið hefur líka
breyst á þessum árum. Það kallar á breyttar
áherslur og nýjar leiðir í baráttu öryrkja fyrir
framgangi hagsmunamála sinna.
Það voru sex félög sem stofnuðu
Öryrkjabandalag Islands árið 1961 en í dag
eru þau orðin tuttugu og tvö með um 15-20
þúsund félagsmenn. Öryrkjabandalagið er
því ein stærstu frjálsu félagasamtökin í
Iandinu. Bandalagið gegnir því gríðarlega
miklu hlutverki í þjóðfélaginu. Ekki aðeins
í hagsmunahlutverki sínu og réttindabaráttu
fyrir félagsmenn sína heldur einnig fyrir
lýðræðið sjálft í landinu.
í grundvallaratriðum eru baráttumál Öryrkjabanda-
lagsins þau sömu og í árdaga samtakanna. Ekki endilega
vegna þess að svo hægt miði áfram heldur miklu fremur
vegna þess að þau eru hluti af daglegu lífi stórs hluta
þjóðarinnar, hugsjónum hennar og framtíð.
Afkoma margra öryrkja er háð bótum almannatrygginga
sem eru enn þann dag í dag nánast ofurseldar duttlungum
stjórnvalda. Aðgengismál fatlaðra eru enn víða í molum
þrátt fyrir lagaboð og reglugerðir og mannréttindi
geðsjúkra svo bágborin að kallað er á sérlög til úrbóta. A
sumum sviðum í málefnum sjúkra og fatlaðra er enn verið
að berjast fyrir grundvallarmannréttindu, á öðrum sviðum
er barist fyrir meiri lífsgæðum.
En það er ekki aðeins Öryrkjabandalagið sem hefur
tekið breytingum. Þjóðfélagið allt hefur verið að
breytast og hugsanlega hraðar og meira en margan grunar.
Hagvaxtar- og uppgangsárunum er löngu lokið og
ríkissjóður glímir við minni tekjur og allar framkvæmdir
eru gerðar fyrir lánsfé. Auknar tekjur þjóðfélagsins skila
sér í minna mæli til ríkissjóðs en áður, en safnast þeim
mun hraðar upp í kringum stórfyrirtæki og einstaklinga.
Það hefur dregið úr áhrifum stjórnmálamanna og ríkisvalds
til þess að deila út fjármunum til framkvæmda eða
tekjujöfnunar. Frumkvæðið hefur í auknum mæli færst
frá hinu opinbera og stjórnmálamönnunum út í þjóðfélagið
til markaðarins, einstaklinga og samtaka þeirra. Þetta þýðir
m.a. að leita þart' nýrra tækifæra og fara ótroðnar slóðir til
þess að koma hagsmunamálum sínum í höfn.
í þessu ljósi er áhugavert að skoða hvernig hug-
myndafræðin í baráttusögu fatlaðra hefur tekið stakka-
skiptum. Allt fram á síðasta áratug var megináherslan á
jöfnun lífsgæða. Opinbert fjármagn var notað til þess að
jafna tekjur fólks og aðstöðu í gegnum
almannatryggingar og skattakerfið eða til
uppbyggingar á heilbrigðis- og menntakerfi
allra þegna landsins. Þetta féll vel að hug-
myndakerfi jafnaðarmanna, sem voru í póli-
tískri forystu fyrir þessum málum. í dag hafa
áherslurnarfærst á jöfnun tækifæra eins og
yfirskrift samþykkta Sameinuðu þjóðanna
urn málefni fatlaða frá 1994 hljóðar. Rétt-
lætið felst í því að hið opinbera á að tryggja
jafnan aðgang allra að lífsgæðunum en á ekki
að útdeila þeim. Það er því í höndurn og á
ábyrgð einstaklingsins og samtaka hans að
nýta sér tækifærin. Þessar áherslur eru vel
þekktar úr hugmyndasmiðju frjálshyggj-
unnar.
✓
Eg er ekki að leggja dóm á hvort þessar breytingar séu
til góðs eða ills heldur aðeins að vekja athygli á því
hvemig breytt þjóðfélag kallar fram breytt viðhorf og getur
haft endaskipti á góðum og gömlum gildum, oft án þess
að við tökum eftir því. Við þurfum stöðugt að endurskoða
hugmyndir okkar, átta okkur á eigin fordómum og leita
nýrra leiða og baráttuaðferða. Það væri verðugt verkefni
fyrir Öryrkjabandalagið að taka saman hugmyndasögu
bandalagsins og aðildarfélaga til þess að sjá hvemig tíminn
hefur leikið hugsjónirnar og baráttumálin svo læra megi
af þeirri sögu fyrir átök framtíðarinnar.
Öryrkjabandalagið verður einnig að huga að því að
fjöldi samtaka sjúklinga og fatlaðra hefur aukist mjög á
síðustu árum. Öll þurfa þau að keppa innbyrðis um athygli
og fjármagn, áhrif og frumkvæði í baráttunni fyrir hags-
munum sínum en um leið vilja þau njóta þjónustu og
samtakamáttar Öryrkjabandalagsins.
Öryrkjabandalag Islands þarf að vera vakandi yfirþeim
breytingum sem eru að verða á þjóðfélaginu og nýta sér
þær fordómalaust hagsmunamálum sínum til framdráttar.
Bandalagið verður að vera óhrætt við að fara inn á nýjar
brautir og styðja frumkvæði þeirra fjölmörgu utan banda-
lagsins sem sjá hag sinn í því að vinna að framgangi mál-
efna fatlaðra. Öryrkjabandalag Islands þarf að taka að sér
stóraukið hlutverk með breyttu þjóðfélagi og beita sam-
takamætti sínum jafnt sem fjármagni af enn meira afli í
hagsmuna- og réttindabaráttu öryrkja.
Ingólfur H. Ingólfsson.
Ingólfur H. Ingólfsson.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
3