Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Blaðsíða 29
þeirra stuðning til vænna
verka.
Það er mikið í húfi fyrir
marga að svo megi áfram
skipast mál og fólkið í
landinu fái áfram sitt tæki-
færi til að rétta fórnfúsa
hjálparhönd að öllum þeim
óloknu störfum sem víst er
þörf að vinna.
Hingað leit inn góð-
kunningi ritstjóra og
sagði sínar farir ekki sléttar.
Hann er haldinn alvarleg-
um sjúkdómi sem veldur
mjög spastískum hreyfing-
um, en hann er þrátt fyrir
þessa erfiðu fötlun ævin-
lega reiðubúinn til þátttöku
í hverju því sem hann
mögulega getur m.a. geng-
ur hann mjög mikið og er
ótrúlega frár á fæti þrátt
fyrir það að spasminn geri
honum ómældan óleik. En
í vor sem leið hugðist hann
taka þátt í Jónsmessuhlaupi
hér í borg, enda fullfær um
slrkt og í góðri æfingu. Þá
kom hið óvænta upp, hon-
um var neitað um að láta
skrá sig, neitað um þátt-
töku. Honum var þetta
vissulega áfall og skýringar
voru fáar aðrar en þær að
viðkomandi þóttist greini-
lega vita meir um mögu-
leika hans og getu en hann
sjálfur. Hann útskýrði sitt
mál þó ljóslega eins og
hans var von og vísa, enda
hinn greinarbezti maður.
En þvert nei var uppskeran
ein.
Nú komst þetta alla leið
til þeirra er í forystu voru
fyrir hlaupinu og góðkunn-
inginn varbeðinn afsökun-
ar á þessum leiðu mistök-
um og harmað að svona
nokkuð hefði gerzt. Allra
góðra gjalda vert að sjálf-
sögðu og skal metið, en
skaðinn þó skeður. For-
dómar og hrokafull fram-
koma eiga enn sína fulltrúa
alltof víða og þetta aðeins
nefnt hér sem víti til varn-
aðar. Vonandi dæmafá
framkoma þó.
Hingað hefur eðlilega
verið stríður straumur
fólks sem verið hefur að fá
tilkynningar frá Trygginga-
stofnun ríkisins um niður-
fellingu frekari uppbótarog
auðvitað skal svo gert frá
og með næstu mánaða-
mótum. Þessi launalækkun
svo skyndilega og óvænt
fyrir allan þorra fólks hefur
raskað alvarlega tjárhags-
grundvelli þess og afkomu
allri, að ekki sé nú talað um
skuldbindingar allar, þar
sem viðmiðunin hefur verið
óskertar tekjur.
En svo hafa einnig verið
að berast önnur bréf þ.e. til
þeirra sem ekki hefur tekizt
að fella niður uppbótina hjá
vegna ofurlágra tekna. Enn
einu sinni er þetta fólk beð-
ið um vottorð til rökstuðn-
ings frekari uppbótar-
greiðslu og á hásumri í
læknaverkfalli og sumar-
fríum er þessu fólki gert að
senda inn læknisvottorð að
nýju og það innan hálfs
mánaðar, annars fellur frek-
ari uppbót niður um næstu
mánaðamót hverjar svo
sem aðstæður fólks kunna
að vera. Hér er fram gengið
af þvílíku tillitsleysi að
ótrúlegt er því hlutaðeig-
endum hlýtur að vera full-
Ijóst að mörgum mun afar
erfiðlega ganga að uppfylla
þessi ströngu skilyrði innan
tímamarka og öðrum er það
ómögulegt.
I raun eru þessi vinnu-
brögð einnig í hróplegu
ósamræmi við annars góða
starfshætti Trygginga-
stofnunar ríkisins gagnvart
því fólki er þarf á þjónustu
þeirrar stofnunar að halda.
Oneitanlega spyr maður sig
að því hvort ráðuneyti
tryggingamála eigi hér hlut
að í harðri kröfugerð sinni
á hendur stofnunar með
refsivönd fjármálaráðu-
neytis yfir sér og kröfuna
um skerðingu bóta í ljósi
fjárlagatalna.
Öryrkjabandalagið tók á
þessu við TR og á fékkst
leiðrétting enda fólk þar
sanngjamt vel.
H.S.
Hlerað í hornum
Maður einn hafði orðið fyrir slysi og
meitt sig á fæti. Nokkru seinna var
hann spurður um ástandið og hann
svaraði: “Ég sting nú ennþá við stúf’.
**
Björn heitinn Pálsson var frábær
fundamaður. Einu sinni var hann að
gera lítið úr lögfræðingum á fram-
boðsfundi nyrðra, en þeir voru þar þá
í framboði Eyjólfur Konráð og Ragnar
Amalds - báðir lögfræðingar. Björn
fór um þá mörgum háðulegum orðum
þar til Eyjólfur Konráð stóðst ekki
mátið og kallaði fram í: “En Ólafur
Jóhannesson, er hann ekki lögfræð-
ingur?” Þá svaraði Björn að bragði:
“Ólafur, hann er prófessor”. Og
vandlætingin leyndi sér ekki.
**
Dýralæknir í framhaldsnámi í Noregi
hitti gamla vinkonu sína sem var þar í
framhaldsnámi í kennslu- og upp-
eldisfræðum, en hún kvaðst enn vera
ólofuð og barnlaus. Þá sagði dýra-
læknirinn: “Ekkert skil ég í þér að vera
að læra kennslu- og uppeldisfræði sem
hvorki átt mann eða böm”. “Ekki skil
ég í þér að vera að læra dýralækningar
sem ekki hefur einu sinni fengið
júgurbólgu, hvað þá meir”.
**
Lögfræðingur einn var að reka erfitt
mál fyrir viðskiptajöfur einn. Þegar
dómur féll var jöfur í utanlandsreisu
svo lögfræðingur sendi honum skeyti
svohljóðandi: “Réttlætið sigraði”.
Um hæl kom svar viðskiptajöfursins:
“Afrýjaðu málinu undir eins”.
**
5 ára dótturdóttir ritstjóra fer ævinlega
að leika sér að hárlýjum hans þegar
hún situr í fangi hans. A dögunum
sagði hún við afann: “Afi minn, ég
ætla að verða klippingadama þegar ég
verð stór”, og bætti svo við afar
áhyggjufull, “en ég get ekki klippt þig
afi minn”. Afinn spurði eðlilega: “Af
hverju ekki?” Þá brosti sú litla sínu
samúðarfyllsta brosi og sagði undur-
blíðlega: “Af því, afi minn, að þá
verður þú löngu dáinn”.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
29