Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Blaðsíða 48

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Blaðsíða 48
HUGVERKASMIÐJA Pjóöfclag Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra vill vekja athygli almennings á aðstæðum hreyfihamlaðra. Þrátt fyrir margskonar umbætur í þágu fatlaðra á síðustu árum þá er enn langt í land með að jafnrétti hafi verið komið á. Enn í dag er t.d. verið að hanna byggingar sem eru óaðgengilegar fyrir hreyfihamlaða þrátt fyrir byggingar- reglugerð sem kveður á um að allar opinberar byggingar og þjónustubyggingar skuli vera öllum færar. Allt of margar eldri byggingar eru með slæmu aðgengi og erfiðlega gengur að fá því breytt. Þegar talað er um slæmt aðgengi er átt við stiga, tröppur, þröskulda, dyr, handrið, og margt fleira sem hentar ekki hreyfihömluðu fólki. t>jóðfélag án þrösktiUla Það er þjóðfélag sem stuðlar að því að allir þegnar þess fái notið sín og geti lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Með því að gerast félagi í Sjálfsbjörg veitir þii hreyfihömluðum ómetanlegan stuðning. Félagsdeildir starfa í mörgum byggðalögum. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra var stofnað árið 1959 og eru aðildarfélögin 17 talsins víðsvegar um landið. Markmið Sjálfsbjargar er að berjast fyrir jafnrétti hreyfihamlaðra á öllum sviðum. SJALFSBJORG LANDSSAMBAND FATLAÐRA HATUNI 12 • SIMI 5 52 9 1 3 3

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.