Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Blaðsíða 9

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Blaðsíða 9
Kristín Jónsdóttir daufblindraráðgjafi: Daufblindrafélag íslands Daufblindrafélag íslands DBFÍ var stofnað 15. mars 1994. Fé- lagið var stofnað í framhaldi af nám- skeiði sem haldið var sérstaklega fyrir daufblinda. Námskeiðið var sam- starfsverkefni Blindra- félagsins, Samskipta- miðstöðvar heyrnarlausra og Sjónstöðvar Islands. Þá gerðist það í fyrsta sinn að daufblindir komu sam- an og ræddu um það sem þeir áttu sameiginlegt. Þessi fötlun er svo sérstök í eðli sínu að hver ein- staklingur er einstakur. En það að hafa alvarleg vandamál með sjón og heyrn er það sem allir í félaginu eiga sameiginlegt. Tilgangurinn með stofnun félags- ins var að vinna að hagsmunum og menningarmálum daufblindra. Önnur mikilvæg ástæða fyrir stofnun félagsins var að enginn einn aðili í stjómkerfinu ber ábyrgð á mál- efnum daufblindra. I félaginu er fimm manna stjórn, þar af er einn fulltrúi frá Blindra- félaginu, einn fulltrúi frá Félagi heyrnarlausra og þrír daufblindir. Samkvæmt lögum félagsins er það opið öllum daufblindum, sama á hvaða aldri þeir eru. Þeir sem ekki eru daufblindir geta gerst styrkt- arfélagar. í október 1995 náðist sá árangur að ráðinn var starfsmaður í hálfa stöðu og aðstaða fyrir skrifstofu var fengin hjá Blindrafélaginu. Markmiðið með að hafa starfs- mann og skrifstofu em m.a. að vera miðstöð fyrir upplýs- ingar og aðstoð varðandi daufblindramál. Styðja félagsstarfið al- mennt. Kynna daufblindu, t.d. í skólum og á vinnustöð- um, ekki síst þar sem dauf- blindir einstaklingar dvelja t.d. á sambýlum. Styðja nemendur sem eru að kynna sér og læra um daufblindramál. Styðja starfsfólk sem vinnur með daufblindum og hjálpa þeim að finna lausnir. Leita að daufblindum einstakling- um sem ekki fá þjónustu við sitt hæfi. Vinna að bættri þjónustu við eldra fólk sem hefur orðið skerta sjón og heyrn. Taka þátt í þróun á þjónustu við daufblinda, t.d. varðandi menntun og endurhæfingu með það fyrir augum að gefa þeim aukna möguleika í lífinu og aukin lífsgæði. Vinna að auknum réttindum dauf- blindra eins og t.d. í sambandi við túlkaþjónustu. Þrátt fyrir að í mörgum tilfellum geti daufblindir nýtt sér þá þjónustu sem er í boði fyrir blinda og/eða heyrnarlausa, þá þarf miklu oftar að útbúa rétt tilboð fyrir daufblinda þar sem tekið er tillit til sérstöðu hvers einstaklings. Félagið er háð velvilja samfé- lagsins varðandi rekstrarstyrki og hafa ríki og borg styrkt félagið. En þar sem það hefur ekki nægt til reksturs félagsins, hefur verið leitað til ýmissa aðila varðandi sérstök verk- efni. Þau mál sem mest eru aðkallandi er að útvega þann tæknibúnað sem þarf til að reka skrifstofuna og til að hafa samskipti við daufblinda ein- staklinga sem hafa tölvubúnað. í dag eru tölvur orðin mikilvæg samskipta- tæki fyrir daufblinda. Til þess að daufblindir hér á landi hafi möguleika á að þroskast félags- lega er nauðsynlegt að þeir fái tæki- færi til að taka þátt í starfi félagsins í Reykjavík og einnig þurfa félagsmenn í Dautblindrafélaginu að kynnast því sem er að gerast í daufblindramálum annarsstaðar eins og t.d. á Norður- löndum. Með tilkomu félagsins hafa dauf- blindir fengið nýjan tilgang í lífinu, ekki aðeins að taka ábyrgð á sínu eigin lífi og fara í gegnum endurhæfingu og þjálfun til þess, heldur einnig að taka þátt í þeirri þróun sem nú er að hefjast þar sem daufblindir styðja hvem annan til aukinna lífsgæða og taka þátt í upp- byggingu síns eigin félags. Kristín Jónsdóttir daufbl indraráðgj afi. Kristín Jónsdóttir. Norræn skilgreining á daufblindu Einstaklingur er daufblindur þegar hann er haldinn af samsettum sjón- og heyrnarskaða í alvarlegum mæli. Þó nokkrir daufblindir eru alger- lega heyrnarlausir og blindir. Aðrir hafa einhverja sjón og heyrnarleifar. Samsetning fötlunarinnar tak- markar möguleikana á að notfæra það sem vera má eftir af sjón og/eða heyrn. Af þessu leiðir, að daufblindir geta ekki beint notfært sér tilboð fyrir sjón- og heyrnarskerta. Daufblinda veldur því mjög miklum vandkvæð- um hvað varðar skólagöngu, fram- haldsnám, vinnu, fjölskyldu og félags- líf og útilokar einstaklinginn frá því að taka á móti upplýsingum og hafa eðlileg samskipti við umhverfi sitt. Fyrir þá sem em fæddir daufblindir eða hafa orðið það á unga aldri, verða aðstæðurnar enn erfiðari við að þeir hafa oft viðbótarvandamál hvað snertir persónuleika eða atferli. Slík vandamál rýra enn frekar mögu- leikana á að nota það sem væntanlega er eftir af sjón og heyrn og gerir erfiðara að þroska aðra eiginleika. Það verður því að líta á daufblindu sem sjálfstæða fötlun, sem krefst sérstakra aðferða til þess að hafa samband við aðra og bjarga sér í daglega lífinu. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 9

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.