Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Blaðsíða 14

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Blaðsíða 14
28. ÞING SJÁLFSBJARGAR Hinn 7. - 9. júní sl. var 28. þing Sjálfsbjargar - landssambands fatlaðra haldið. Þingsetning fór fram 7. júní kl. 15 á Grand Hótel Reykja- vík. I upphafi var fluttur: Söngur Sjálfsbjargar, lag Sigursveins D. Kristinssonar við ljóð Asgeirs Ingv- arssonar, en ljóðið einmitt birt hér í blaðinu. Sigrún V. Gestsdóttir söng við undirleik Sigursveins Magnús- sonar. Formaður Sjálfsbjargar, Guð- ríður Olafsdóttir, flutti því næst þing- setningarræðu. Hún minntist í upphafí Jóhanns Péturs Sveinssonar form. Sjálfsbjargar sem sýnt hefði fram á að meðalmennskan væri ekki nauðsyn- leg örlög fatlaðra. Meginmál þessa þings yrðu lífeyris- og tryggingamál og þær skerðingar sem þar hefðu á orðið. Einkum nefndi hún hið ört minnkandi vægi örorkulífeyris og nauðsyn þess að rétta þar við, svo og yrði samfélagið að viðurkenna um- framkostnað þann sem af fötlun hlyt- ist. Guðríður benti á hve margir öryrkjar sæktu um félagslega aðstoð Reykjavíkurborgar en þeir væru um 23% þeirra sem sækja. Heilbrigðis- og tryggingaráðherra Ingibjörg Pálma- dóttir ávarpaði þingið. Kvað ákvarð- anir ýmsar sem á öryrkjum hefðu bitn- að hafa verið sér afar erfiðar. Ræddi m.a. um forgangsröðun í heilbrigðis- kerfinu og knýjandi nauðsyn þess að þar væri grunnþjónustan traust. Ráð- herra lagði áherzlu á að leita þyrfti haldbærra skýringa á því hvers vegna örorkulífeyrisþegum hefði fjölgað svo mjög að undanförnu. Árnaði þinginu allra heilla í störfum sínum sem verða mættu sem gifturíkust. á flutti formaður Öryrkja- bandalags íslands, Ólöf Ríkarðs- dóttir, ávarp. Hún greindi m.a. frá framkvæmdaáætlun fyrir fatlaða hjá Evrópusambandinu - Helios II, en Öryrkjabandalagið er aðili þar að. Sömuleiðis sagði Ólöf frá fyrirhug- aðri ráðstefnu á hausti komanda sem haldin yrði í samstarfi við Þroskahjálp með yfirskriftinni: Ferðalög fyrir alla. Færði Sjálfsbjörg hlýjar óskir og kveðjur frá Öryrkjabandalaginu. Milli atriða sungu Borgardætur og glöddu með því hug og hjörtu fólks, en þessari athöfn stýrði Sigurður Einarsson framkv.stj. af mikilli rögg- semi. Þingið var svo haldið í salar- kynnum Sjálfsbjargar og skal hér að- eins á örfáu tæpt sem á þinginu gerð- ist, en það var málefnalegt og tók á mörgu. I fyrsta lagi bættist landssam- bandinu nýtt félag, Félag heilablóð- fallsskaðaðra, og var aðild þess ein- róma samþykkt og formaður félags- ins, Hjalti Ragnarsson, þakkaði hinar ágætu móttökur. I skýrslu stjórnar kom fjölmargt fram um starfið á und- angengnum tveim árum og ýmislegt Söngur Sjálfsbjargar Lag: Sigursveinn D.Kristinsson Ljóð: Ásgeir Ingvarsson Rofin er hula húms og skugga hafinn dagur nýr, dagur lífs og Ijúfra anna langur, bjartur, hlýr. Förum saman fram til starfa fyllum hópinn stóra, djarfa. Vaknandi lífstrú einn og alla að einu marki knýr. Er ekki líkt og haltur hafi hækju á eldinn fleygt, eða blindur gæfugull í götu sinni eygt. Við að skapa verk til þarfa vinna, nema, lifa, starfa. Við að hafa í vinarbrjósti vonarloga kveikt. af því vissulega komið fram hér á síðum Fréttabréfsins áður. Þar er m.a. getið um stofnun minningarsjóðs um Jóhann Pétur Sveinsson, en í skipu- lagsskrá sjóðsins er kveðið á um að styrki skuli veita: a) til að styrkja hreyfihamlaða til náms og b) að styrkja einstök málefni með aðgengi fyrir hreyfihamlaða í huga. Langur kafli er um vamarbaráttu liðinna ára fyrir lífskjörum líf- eyrisþega, en Sjálfsbjörg verið þar sem alltaf áður hinn vökuli vamaraðili og oft orðið af árangur nokkur sem betur fer. Þar hefur Sjálfsbjörg verið samstíga Öryrkjabandalagi Islands og þess vegna hafa mál þessi verið ræki- lega talin upp og tíunduð hér á hverj- um tíma. Sagt er frá leikritasam- keppninni á alþjóðadegi fatlaðra svo og viðurkenningum þá fyrir gott aðgengi. Vikið er að heimsóknum til félagsdeilda og hugmyndasamkeppni skólabama, ljóðum þeirra og myndum og þá getur ritstjóri ekki stillt sig um að birta hér þetta ljóð Elísu Kristínar Amarsdóttur, Húnavallaskóla. Hjólastóllinn er hækja fóta minna. Hjólastóllinn er styrkur handa minna. Hjólastóllinn er hafskip vona minna. „l Hjólastóllinn er heimild tilveru minnar. 14

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.