Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Blaðsíða 44

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Blaðsíða 44
misþroska drengs lætur mjög vel af og segir ótrúlegar framfarir hafa orðið eftir að hann fór í iðjuþjálfunina. * FréttabréfGeðhjálpar 1. tbl. 1. árg. kom út á hásumri. Þar er sagt frá mikilli sumarhátíð í félagsmiðstöðinni á Öldugötu 15 2. ág. sl. sem mun hafa farið hið bezta fram. Bjarni Ragnars- son segir frá sumarmóti í Finnlandi sem tókst hið bezta en sumarmótin eru haldin til skiptis á hverju Norður- landanna. Sagt er frá matarfélaginu, en nú er unnt að fá mat við vægu verði í félagsmiðstöðinni alla virka daga í hádeginu og nýta margir sér það. Framkvæmdastjóri greinir frá tveim nefndum á vegum Geðhjálpar - fræðslu - og fjáröflunamefnd og Sig- rún Edda starfsm. félagsmiðstöðvar segir fréttir þaðan, en þar er fjölbreytt dagskrá alla virka daga. Og svo hnupl- ar ritstjóri þessu til birtingar. Einveran Dagarnir ganga fram hjá húsi mínu og drúpa höfði. Djúpskyggnar eru næturnar þögnin logandi heit og máttug orðin sem stíga úr sálarfylgsnum. Leifur Jóelsson Abyrgðarmaður er framkvæmda- stjórinn Ingólfur H. Ingólfsson. H.S. Hlerað í hornum Sú litla hafði verið að læra orðtök m.a. að stökkva ekki bros og hugðist nú nýta sér þekkinguna. Hún fór í sunnu- dagaskóla og dáðist að brosmildi prestsins, sem hún orðaði svo heim- komin úr skólanum: “Það stökk ekki frá honum brosið”. ** Fyrirbænir prests eins fyrr á öldinni þóttu allsérkennilegar. Hér eru dæmi þar um. “Skundaðu Kristur og hjálp- aðu þeim, henni Kolfinnu í Jötu og henni Katrínu á bænum; en Guddu vorri sleppum vér”. Og svo þessi: “Vér viljum enn fremur biðja fyrir ekkjunni Sigríði Magnúsdóttur hérna á bænum. Hún er þjáð; hún er kross- þjáð; hana vantar allt: trúna, vonina, kærleikann og þolinmæðina. Það brakar í henni eins og uglunni hér í bæjarþilinu, þegar of þungt er hengt á hana”. Góðum bæklingi gerð skil Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur látið útbúa og dreifa afar smekklegum og skemmtilega gerðurn bæklingi sem um skal farið örfáum orðum. Fyrst er greint frá markmiði félagsins, starfsmönnum og rekstri, skjólstæðingum, og minnt er stutt- lega á forsöguna. Fjöldi meðferða í sjúkra- og iðju- þjálfun á ári er alls um 24 þúsund, en æfmgastöð félagsins er á Háa- leitisbraut 11-13 og er raunar fertug á þessu ári sem slík. Þar er í raun meg- inþungi starfseminnar enda vinna þar alls um 30 starfsmenn, þar af ellefu sjúkraþjálfarar og sex iðju- þjálfar, en 6 læknar hafa aðstöðu hjá félaginu. Þá er glöggur kafli um iðjuþjálf- un þá sem þarna fer fram, en í þjálfun koma aðallega böm - þ.e. fá þar þjálfun, ráðgjöf og fræðslu. Flest em bömin hreyfihömluð, mis- þroska eða með sértæka náms- örðugleika. Skyn- og hreyfiþroski er metinn, fínhreyfingar athugaðar o.s.frv. og meðferðaráætlun byggð upp. Metin er þörf fyrir hjálpar- tæki, þau útveguð og aðlöguð. Þjálfun er í tjáskiptum á tölvu með sérstökum búnaði sem hæfir. Sjúkraþjálfun er bæði fyrir börn og unglinga svo og fullorðna. Þjálfun barna frá upphafi verið mikilvægasta verkefni félagins. Barnasjúkraþjálfun er ætluð börnum og unglingum með skerta hreyfifærni. Flest fá einstaklings- þjálfun en einnig er hópþjálfun. Sjúkraþjálfun fullorðinna felst mest í þjónustu við þá sem hafa gigtarsjúkdóma, álagssjúkdóma, búa við afleiðingar slysa og sjúk- dóma sem skerða hreyfifærni. Mikil áherzla er á sjúkraþjálfun aldraðra. Parkinsonsjúklingar eiga kost á sérhæfðri þjálfun og sömu- leiðis er áherzla lögð á þjálfun þeirra sem hreyfihamlaðir eru eftir heila- blóðfall. Sj úkra- þjálfun í sundlaug er verulega beitt. Þá er kaflinn um hina mark- vissu upp- byggingu sumarstarfs fyrir börn í Reykjadal, en þar dveljast nú árlega um 140 börn í fimm hópum og starfsemi fjölbreytt og skemmtileg. Farið er á hestbak, bátsferðir, útilegur, fræðsla, námskeið í ein- stökum greinum og mikil áherzla á þjálfun í vatni. Alltaf er verið að við uppbygg- ingu á svæðinu, nú í lóðarfram- kvæmdum. StarfsmenníReykjadal yfir sumartímann eru 36. Þá er kafli um félagsmenn og sjálfboðaliða, en sjálfboðaliðar stofnaðilar og til styrktar alla tíð. Kvennadeildin skilaði mörgum rnætum verkum meðan hún starfaði og svo hafa félagar í Kiwanis- klúbbnum Viðey stutt uppbygg- inguna í Reykjadal með ráðum og dáð. Margar bráðskemmtilegar teikn- ingar prýða bæklinginn sem er félaginu til sóma. Formaður nú er Þórir Þorvarð- arson og framkvæmdastjóri Sigrún Benediktsdóttir. Styrktarfélaginu eru færðar hamingjuóskir í tilefni þessarar ágætu útgáfu. H.S. 44

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.