Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Blaðsíða 13

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Blaðsíða 13
Ómar segir að ætla megi að það taki 2-3 ár að hasla sér almennilega völl á þessum vettvangi, láta vita af sér í hinni hörðu samkeppni sem fer vaxandi. Sem lögmannsfulltrúi í öllu mögulegu var það þó svo að hann byrjaði reksturinn með autt borð, þó vissulega hefði fulltrúastarfið verið ágætt veganesti. Eins og Ómar hefur hingað til ekki látið neina erfiðleika buga sig mun hann ótrauður halda áfram og skapa sér þann starfsvettvang sem til fram- tíðar verður. Hann kveðst að vonum afar fús að sinna málum okkar skjólstæðinga sem hann segir að oft eigi á brattann að sækjaí svomörgu. Ómari er alls góðs árnað í sem allra mestum önnum við að rétta hlut fólks í flóknu réttarkerfi okkar. Hann er eitt margra ágætra dæma um það að erfið fötlun á ýmsa lund þarf ekki þröskuldur að vera sem óyfirstíganlegur er, ef viljakraftur, dugur og vinnusemi haldast í hendur við bjartsýni og þolgæði ásamt auð- vitað þeim hæfileikum sem hollastir reynast. Ómari er þökkuð ánægjuleg stund í Hafnarstræti 20. Megi hann eiga annríki sem allra mest í lögfræði- störfum sínum, því það er víst merg- urinn málsins að mega eiga gnótt góðra verkefna. Síminn hjá honum Ómari er: 552-5590. H.S. Hlerað í hornum Kvennagullið fékk að fylgja dans- dömunni sinni heim. “Drottinn minn, hvað þú kyssir vel. Þú hlýtur að hafa æfinguna”, stundi stúlkan/'O, já, nokkuð svo, ég er trompetleikari í lúðrasveit. Amman segir við dótturdóttur sína: “Vertu ekki að toga í skottið á kett- inum, vina mín”. “Eg held bara, það er hann sem togar." Nunna ein var á ferð á bíl í útlandinu. Bfllinn varð benzínlaus, en nunnan dó ekki ráðalaus, eina ílátið í bílnum var aflóga en heilt næturgagn og með það arkaði hún heim á næsta bæ og fékk þar benzín. Sem hún var að hella úr koppnum á bflinn fór prestur einn þar fram hjá og þegar hann sá aðfarirnar varðhonumaðorði: “Mikil er trú þín kona.” Útskrift í Hringsjá Sunnudaginn 19. maí fór fram útskrift í Starfsþjálfun fatlaðra, sú fyrsta í nýja húsinu Hringsjá. Auk nemenda og kennara var allmargt gesta. Forstöðumaður, Guðrún Hannesdóttir, flutti skólaslitaræðu og kvað hér um að ræða merka stund á mildu vori. Nú voru 9 nemendur að útskiifast eftir 3 annir, en með þeim hafa 108 alls lokið öllum þrem önnum. Hún fór svo yfir skólastarfið, flutningana yfir í Hringsjá, afleiðingin m.a. einsetning sem afar mikilvæg væri. Minnti á nýja tölvubúnaðinn sem gerði Starfsþjálfun mjög samkeppnisfæra í hvívetna í tölvukennslu, gat um hinn góða hlut Dóru Páls í þessu sambandi. Lán Starfsþjálfunar mikið að hafa svo gott og staðfast kennaralið. Minnti á nokkra staksteina: jólatrésskemmtun, dag símenntunar, tyllidaga m.a. með kúrekadansi, þátttöku í spurningakeppni hjá Hemrna Gunn. í Sjónvarpinu. Keppandinn Erling Ragnarsson gefið vinningsandvirðið til kaupa á mótaldi fyrir Starfsþjálfun. Gat einnig um Fréttaþjálfann og kaffistofurekstur nemenda sem vel hefði tekizt. Guðrún sagði markmiðið hæfingu, ekki aðeins nauðsyn að stækka nemendahópinn, heldur enn frekar að sinna hverjum og einum betur. Ekki mætti staðna heldur vera hreyfiafl til framtíðar. Huga skyldi ævinlega vel að innri gróðri. Aðsókn linnir ekki að Starfsþjálfun og nú eru 50 manns á tölvunámskeiðum, sagði Guðrún. Færði útskriftaraðli árnaðaróskir góðar og kvað árangurinn persónulegan sigur fyrir hvem og einn á einhvern veg. Guðrún kvað kennara vera stolta af þeim, áfram eigið þið okkur að, sagði Guðrún. Hundraðasti útskriftarnemandinn, íris Jónsdóttir, fékk blómvönd af því tilefni. Formaður stjómar Starfsþjálfunar fatlaðra, Margrét Margeirsdóttir, færði fram hamingjuóskir stjórnarmanna. Kvað það ánægjuefni hve allir legðu sig fram sem allra bezt og nú væri dýrmætum lífsáfanga náð. Margrét sagði mesta nauðsyn nú að ná meira fjármagni, eðlilegu rekstrarfjármagni til Starfsþjálfunar, á það myndi stjórnin leggja megináherzlu. Olöf Ríkarðsdóttir, stjórnarmaður aflienti svo útskrift- arnemum fallega bók frá Starfsþjálfun í kveðjuskyni, fagurlega áritaða. Ólafur Jakobsson færði fram hlýjar þakkir og óskir f.h. útskriftarnema og kvað vistina hafa verið gagnlega vel og farsæla þeim öllum. Kennurum voru síðan af nemenda hálfu veitt blóm svo og færði forstöðumaður stjórnarmönnum blóm í þakklætisskyni. Erling Ragnarsson fulltrúi annarrar annar flutti útskriftaraðli einlægar árnaðaróskir og þakkaði fyrir sig og sína. Á eftir þessari ágætu athöfn þáði fólk veglegar veitingar. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJAB ANDALAGSINS 13

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.