Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Blaðsíða 15

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Blaðsíða 15
Formlega var svo félagsaðstaðan vígð hinn 8. des. 1996, eða sem næst á 35 ára afmæli Sjálfsbjargar suðurfrá en félagið var stofnað 10. des. 1961. Þar var veizla mikil og fjölmenni en þess má einmitt geta að félagið á allan borðbúnað fyrir 120 rnanns og borð- dúkar allir voru að sjálfsögðu saum- aðir af konunum í félaginu. egar við vorum þarna á ferð stóð einmitt fyrir dyrum veglegt þorrablót - sameiginlega haldið af Sjálfsbjörg á Suðurnesjum og Sjálfs- björg á höfuðborgarsvæðinu. Þeir félagar kváðust vonast til þess að þetta átak myndi hleypa nýju lífi í félagið, en í því munu nú vera 76 félagar. Þeim er mikið í mun að nýta húsið og þá aðstöðu sem það býður upp á af ýrnsu tagi, nefndu m.a. þrekþjálfun sem bjóða rnætti upp á. Minntust líka á að þarna gætu listamenn hugsanlega haft vinnuaðstöðu og þannig mætti áfram halda, mestu skipti þó að dórni þeirra Friðriks Arsæls og Jóns að þetta mikla sjálfboðastarf þeirra mætti skila öfl- ugra félagslífi í Sjálfsbjörg svo og til einhverrar þjónustustarfsemi í leið- inni, ef unnt væri. Að lokinni skoðun þá lá leiðin heim til hennar Lellu hans Friðriks Ársæls þ.e. Ödu Elísabetar Benjamínsdóttur sem beið okkar með kræsingum búið borð og áttum við þar öll hina indælustu stund og ástar- þakkir færðar fyrir veglegar veitingar og vermandi móttökur. Við færum þeim Friðrik Ársæli og Jóni alúðar- þakkir fyrir allan fróðleikinn og dáumst urn leið að vel unnu verki með óteljandi erfiðisstundir að baki. Fordæmi sem vert er að vekja athygli á og raunar enn ein staðfesting þess fræga orðtaks: Vilji er allt sem þarf. Árnaðaróskir eru hinu hálffertuga Sjálfsbjargarfélagi færðar frá Öryrkja- bandalagi íslands. H.S. Hússjóður á skjól í Skjóli Ekki á á þessum vettvangi að þurfa mikla upprifjan á hinu þýðingarmikla hlut- verki Hússjóðs Öryrkjabandalags- ins í búsetumálum öryrkja. Um það vitna á sjötta hundrað íbúðir Hússjóðs víðsvegar. Forystu Hús- sjóðs hefur lengi verið það ljóst að með einhverjum hætti yrði að sinna þeim öryrkjum sem væru eða yrðu það lakir til heilsu að leiguíbúð, með þeirri þjónustu sem þar þó fæst dygði ekki lengur, heldur yrði til að koma ákveðin umönnun og þá aðstöðu yrði að skapa. M.a. með þetta í huga ákvað forysta Hússjóðs að gerast aðili að sjálfs- eignarfélaginu Eir s.s. áður hefur verið getið um hér. En betur má ef duga skal og nú var á kostnað Hússjóðs Öryrkjabandalagsins innréttuð til slíkra nota 6. hæðin í Skjóli sem einmitt er umönnunar- og hjúkrunarheimili og nú um áramótin síðustu teknar þar í notkun íbúðir fyrir 7 einstaklinga. Munu þeir njóta þeirrar góðu þjón- ustu sem Skjól býður upp á, ef og þegar þörf krefur. 1. des sl. var þessu góða framtaki fagnað vel með smásamkomu í Skjóli, en gestir voru frá Skjóli og Eir svo og frá Hússjóði og Öryrkjabandalagi íslands. Séra Sigurður Guðmunds- son alfaðir Eirar og Skjóls bauð gesti velkomna, minnti fyrst á fullveldisdaginn og þýðingu hans í íslenzkri sögu. Hann kvað 9 ár frá því fyrsti hluti Skjóls hefði verið í notkun tekinn og nú hefði skrif- stofurýminu á sjöttu hæð verið breytt í 7 albúin rými með hinum ágæta tilstyrk Hússjóðs. Rekstur væri tryggður á fjárlögum svo í fulla notkun yrði tekið í janúar. Þakkaði forystu Hússjóðs fyrir þetta mikilvæga liðsinni, enda mundu báðir aðilar njóta góðs hér af, ekki sízt auðvitað fólkið sem fær sinn vanda hjá Hússjóði leystan. Tómas Helgason stjórnarfor- maður Hússjóðs kvað það vera sitt viðmið varðandi allt húsnæði fyrir aldraða sem öryrkja, hvernig hann sjálfur vildi hafa húsnæðið í veigamestu atriðum. Hann kvað tvennt mikilvægast fyrir aldraða: Góð heilsa og bærileg afkoma. Hann minnti á hina miklu og öru uppbyggingu sem verið hefði í uppbyggingu dvalar- og hjúkrunar- heimila, en ekki væri því að leyna að enn væri mikill vandi óleystur m.a. fyrir öryrkja þá sem umönnunar þyrftu með meiri en unnt væri að veita í heimahúsum. Tómas þakkaði sam- starfið og kvað báða aðila rnundu njóta góðs hér af. Séra Sigurður kvað það aldrei um of brýnt fyrir okkur að sýna öldruðum sem öryrkjum fulla virðingu, aðalatriðið að um- gangast fólk á þess eigin forsend- um. Bama- og unglingakór Víði- staðakirkju, eingöngu skipaður stúlkum, söng fallega nokkur Ijúf lög og færðu okkur helgi jólanna í hjarta. M.a. fluttu stúlkurnar hluta af helgileik. Fólk naut þarna hinna ágætustu veitinga, enda mun 1. des. haldinn hátíðlegur í Skjóli með súkkulaði, rjómapönnukökum og smákökum. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.