Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Blaðsíða 20

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Blaðsíða 20
UNDIR ALOGUM PARKINSON í ÞRJÁTÍU ÁR - Rætt við hjónin séra Magnús Guðmundsson og Áslaugu Sigurbjörnsdóttur hjúkrunarfræðing ann var í fullu starfsfjöri, rúmlega fertugur, prestur í Grundarfirði og kennari, þegar sjúkdómurinn vitjaði hans. Magnús Guðmundsson gafst ekki strax upp, hann ætlaði sér að yfir- vinna fjötra Park- inson. “Ég þurfti að hafa auga með honum frá orgel- inu,” segir konan hans Aslaug Sig- urbjörnsdóttir, fyrrum kirkju- organisti, söng- kennari og hjúkr- unarkona Grundfirðinga. “Það var erfitt að hætta,” segir Magnús. “Við værum trúlega enn í Grundarfirði, ef Parkinsonsjúkdómurinn hefði ekki lagt Magnús í fjötra,” bætir Aslaug við. Nú búa þau á Grandavegi, með spegil hafsins, Snæfellsjökul og skipaferðir til og frá Reykjavík í eld- húsglugganum. Kirkjufellið er samt “fjallið eina” hjá Magnúsi og Áslaugu, “íslenski pýramídinn” er ríkjandi í málverki stofunnar. Hár og afar grannur maður heilsar. Skörp augun vekja mesta athygli, svo dökk og fögur og tregaþrungin. I augum þessa manns má skynja, að hann hefur beygt sig undir sína líkamsfjötra með trúarlegri festu og reisn. Veikbyggður líkaminn titrar af ósjálfráðum hreyfingum. Maðurinn á erfitt með að sitja uppréttur í stóln- um. ítrekað rennur líkaminn niður, en Magnús vegur sig jafnóðum upp. Aðdáunarvert, hvað hann getur ein- beitt sér að því lyfta kaffibolla, vatns- glasi, sem hvorutveggja hlýtur að teljast þrekvirki. Konan við hlið hans er alltaf í við- bragðsstöðuaðreisahannupp. Kraft- mikil kona, Áslaug, glæsileg kona. Magnús og Áslaug fyrir framan fyrsta bílinn. Kirkjan sést í baksýn. “Við berjumst saman í þessu,” segir hún, “það þýðir ekki að gefast upp.” Við sitjum við gluggann, horfum út yfir sundin, drekkum úr skærgulu bollastelli sem Áslaug erfði frá for- eldrum sínum, Unni og Sigurbirni kaupmanni í Vísi á Laugaveginum, þekktu andliti í Reykjavík á sínum tíma. "Páskalitur,” segir Magnús, enda páskarnir að nálgast, sem minna okk- ur á Krist á krossinum, upprisu sálar yfir líkama. Vígður til prests í Ögurþingum Magnús varð stúdent frá MR árið 1945, þá tvítugur. Hann lýkur guð- fræðiprófi frá Háskóla íslands vorið 1950 og vígist um sumarið til Ögur- þinga. - Nú ertu Reykvíkingur, Magnús, fæddur og uppalinn í danska sendi- ráðinu á Hverfisgötu, þar sem faðir þinn Guðmundur Magnússon var umsjónarmaðurí41 ár. Var ekki erfitt að vígjast til afskekktrar sóknar á Vestfjörðum? “Þá var ekkert annað laust, öll prestaköll setin.” “Hann vildi byrja strax,” skýtur Áslaug inn í. “Jú, það var að ýmsu leyti erfitt, sóknarbörnin dreifð á smábýlum og engin kirkja í Súðavík þar sem ég bjó.” “Magnús notaði samkomuhúsið, byrjaði með barnamessur í Súðavík og var alltaf með sunnudagaskóla, nema hann þyrfti að messa annars- staðar,” segir Áslaug. Kirkja Súðvíkinga var á Eyri við Seyðisfjörð. Presturinn fór á litlum mótorbáti til messu, enginn Djúpveg- ur þá. Ögurþing voru víðáttumikil, náðu yfir Álftafjörð, Seyðisfjörð, Hestfjörð, Skötufjörð og Ögurvík, þar stóð aðalkirkjan - Ögurkirkja - “falleg, gömul kirkja,” segirMagnús. “Messuferðir voru alltaf bátsferðir. Ég húsvitjaði líka í Vigur, sem heyrir undir Ögurkirkju.” Stundum ýfði öldu í Djúpinu, þá messaði presturinn rassblautur, skellti sér bara í hempuna utan yfir. Stórfengleg náttúra umvafði prest- inn á þessum sjóleiðum til kirkju. “í Skötufirði sýndust bæimir eins og málverk hangandi uppi á vegg, þama er svo bratt,” segir Magnús, sem átti síðan eftir að klífa á milli bæjanna. “Nú er Skötufjörður kominn í eyði, nema Hvítanes.” ómantík í náttúru og einkalífi vitjaði prestsins í Ögurþingum. Örlög hans voru í hendi unga hjúkr- unarnemans frá Reykjavík, sem réðst til Sjúkrahúss Isafjarðar árið 1952. “Ég reyndi alltaf að fá helgarfrí til að sækja messur með Magnúsi,” segir Áslaug. Og þau segja frá kirkjuferð- um vorsins í lífi sínu, með báti yfir í fjöru handan fjarðarins, göngu yfir grýtta Kirkjumannaurð, þar sem þjóð- sagan segir að skriða hafi fallið yfir kirkjugesti. Þá var stefnan á Eyrar- kirkju, yfir Folafót, með svipfegursta fjallið við Djúp í sjónmáli. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.