Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Blaðsíða 31

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Blaðsíða 31
Frá útskriftinni nú. Frá Starfsþjálfun fatlaðra Miðvikudaginn 18.desember sl. fór fram útskrift í Hring- sjá við hátíðlega athöfn eins og alltaf þar á bæ. Guðrún Hannesdóttir forstöðu- maður flutti skólaslitaræðu. Hún sagði að nú væri tólfti hópurinn að útskrifast frá Starfsþjálfun fatlaðra, annar hópurinn frá Hringsjá. Fyrsta heila árið í Hringsjá væri nú liðið og öllum liði þar vel. Mestu varð- aði að hér snérist allt um lifandi fólk sem skipti máli, sem skipti hvert annað máli. Þarna væri sameigin- lega og auðvitað á einstaklingsvísu einnig fengist við verðug viðfangs- efni þar sem margur sigur ynnist. Veitt væri nesti á veg fram. Fólk fengi umbun erfiðis síns, leysti þrautir afhendi. Starfsfólkið styddi og léti aðstoð í té og það gleddist með nemum nú í lokin en með fylgdi ákveðinn söknuður. Hún snéri máli sínu svo til nem- enda fyrstu annar, sem miklu hefðu fengið áorkað, samstarfið við þau verið mæta gott, nú yrðu þau á nýju ári hin eldri, tækju á móti nýjum hópi nemenda sem væri að feta sig fram á veg. Þau hefðu sýnt og sann- að að enn gerðust ævintýri, sagði Guðrún um leið og hún afhenti þeim einkunnir sínar. Við útskriftaraðalinn átti hún svo lokaorð. Þau gengju nú á vit nýrra ævintýra og vongleði fylgdi þeim. Þau hefðu verið fyrsti hópurinn að hefja nám í Hringsjá og fyrst til að kveðja einnig. Hún rakti vetrarstarfið og stöðuga fram- för nemendanna. Sundurleitur og skemmtilega samheldinn hópur, sem hún óskaði alls velfarnaðar og vonaði að nestið mætti vel nýtast úti á akrinum. Af- henti síðan þeim tólf sem útskrifuð- ust nú einkunnir sínar. Formaður stjórnar Starfsþjálf- unar fatlaðra, Margrét Margeirs- dóttir, flutti ávarp og færði útskrift- arnemum hlýjar hamingjuóskir stjómarinnar. Stjómin kemur af og til saman til að ræða málefni skól- ans og ákveður m.a. formlega inntöku nemenda í skólann. Kvaðst vita að hér hefði aflast mikilvægt og dýrmætt nesti sem notadrjúgt yrði á ævileið. Hér hefðu þau vist- að margt og vísaði þar til tölvu- málsins, en þekkingarvistunin þar bezt. Skjaldborg hafði gefið 12 bæk- ur til útskriftarnemenda, bókina Eg skal - viðtöl við fimm fatlaða ein- staklinga, tileinkuð Jóhanni Pétri Sveinssyni. Þessa bók afhenti hún svo útskriftarnemum með árnaðar- óskum. Hún minnti í lokin á höfund nafnsins Hringsjá, en Asgerður Ingimarsdóttir á hugmyndina að því nafni og hyllti fólk Asgerði fyrir það lýsandi og ljómandi heiti. Fyrir hönd útskriftaraðals talaði Hörður Magnússon. Hann flutti þakkir fyrir samveruna og kennsluna. Þarna hefðu þau öðlast hinn drýgsta feng til að fara með út á lífsbrautina. Einstakt andrúmsloft og hlýtt viðmót væru ráðandi. Hann kvaðst eiga þá ósk bezta að enn fleiri fengju að njóta. Alexand- er Arnarson færði ásamt Sigríði Davíðsdóttur kennurum gjafir f.h. útskriftaraðals um leið og hann færði fram þakkir. Guðmundur Agúst færði alúðarþakkir fyrir sam- veruna og gaf f.h. fyrstu annar fólks hverjum sem útskrifaðist fallega rós. I lokin færði Guðrún svo sam- starfsfólki innilegar þakkir og stjóm dyggan stuðning. A eftir var drukkið sannkallað hátíðarkaffi með kræsingum góð- um. Starfsþjálfun fatlaðra færum við hér á bæ beztu framtíðaróskir. H.S. Hlerað í hornum Maður einn í Bandaríkjunum hugðist ganga í hjónaband, en leizt vel á þrjár konur og var í einhverjum vanda með að gera upp á milli þeirra. Hann tók það til bragðs að láta hverja þeirra þriggja hafa 5000 dollara til eigin ráðstöfunar og kanna svo hvernig færi. Sú fyrsta eyddi allri fúlgunni í sjálfa sig, önnur keypti bæði sér og honum ýmislegt þarflegt en sú þriðja ávaxtaði sitt pund á verðbréfamarkaði, græddi 10 þúsund dollara á tiltækinu, lagði þá inn og skilaði manninum 5000 dollurunum. En karlar eru svo sem samir við sig. Hann valdi þá þeirra sem var með föngulegust brjóst. 3I FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.