Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Blaðsíða 49
Gluggað í glögg rit
réttabréf SPOEX 3.lbl.
þessa árs í hinni traustu rit-
stjórnarhendi Helgu Ingólfsdóttur er
sem fyrr hið fjölbreyttasta. For-
mannsspjallið hjá Helga Jóhannessyni
er frá Namibíu. Minnir hann á bar-
áttumálið mikla: áframhald loftslags-
meðferðar psoriasissjúklinga. Minnir
og á 25 ára afmæli samtakanna 1997.
Segir Margreti Ingólfsdóttur vara-
formann hafa tekið nú við for-
mennsku í SPOEX. Ritstjórinn hvetur
til verðugs átaks í félagasöfnun um
leið og hún skorar á félaga að láta til
sín heyraíblaðinu og læturþaðkunn-
uglega í eyrum þess sem hér heldur á
penna. Sagt er ljóslega frá aðalfundi
Öryrkjabandalagsins, en einnig frá því
hve áætlunarferðir í Bláa lónið hafa
gengið illa.
Séra Baldur Vilhelmsson ritar
fallegajólahugvekju. Hanna Jóhann-
esdóttir húðsjúkdómalæknir skrifar
um barnaexem, útdráttur raunar úr
erindi sem hún hafði flutt. Þar kemur
fram að u.þ.b. 15% barna fá exem um
lengri eða skemmri tíma, sem astmi
og ofnæmi fylgja oft. Ástæðan
trúlega veikleiki í ónæmiskerfinu.
Einstaklingum með barnaexem er
hættara við ýmsum sýkingum í húð-
inni. Fer svo yfir áhrifaþættina og
meðferðina en segir í lokin að 85-90%
barna verði góð fyrir 20 ára aldur.
Jón Þrándur Steinsson húðsjúk-
dómalæknir svarar spumingum les-
enda. Þar kemur m.a. fram að hætta
er á að psoriasissjúkdómurinn verði
erfiðari hjá þeim sem hann byrjar
snemma hjá svo og segir hann að afar
erfitt sé að meðhöndla sjúkdóminn í
nöglurn fólks.
Heilræði eru um notkun UBV
ljósa, þ.e. hvaða áburð má eða
má ekki bera á húðina í slíkri meðferð.
Þar er vitnað í víðtæka rannsókn á
þessu sviði, þar sem tjara og
salícylsýra geta útilokað UBV
geislana. Fróðleikur er um psoriasis
gigt, en um 5% þeirra sem eru með
húðsjúkdóm fá psoriasis gigt, aðallega
liðbólgur í fingur- og fótaliði. í þeim
tilfellum skaðast bæði brjósk og bein.
Margir stakir fróðleikspunktar eru í
ritinu héðan og þaðan og má þar af
mikla fræðslu hafa um hin fjölþætt-
ustu atriði. M.a. er lýst áhrifum
ýmissa smyrsla og lyfja. Sagt er frá
exemi og fæðuofnæmi og hversu
mikilvægt geti verið að finna rétt
mataræði en auðhlaupið er ekki að
því. Eftirtektarverð er frásögn af
sjúkrasögu verkakonu hátt á níræðis-
aldri. Hún lýsir áralangri baráttu við
psoriasis, upphafi sjúkdómsins og
endalokum fyrir 10 árum. M.a. lýsir
hún mikilli minnimáttarkennd gagn-
vart fólki, en hún varð að hætta að
vinna af þessum sökum, en fékk
heimavinnu, “því fingurgómarnir
stóðu jú út úr umbúðunum”.
Sagt er frá nýju starfsfólki
Göngudeildar SPOEX - þeim
Herdísi Halldórsdóttur sjúkraliða sem
er umsjónarmaður deildarinnar og
Birki Sveinssyni húðsjúkdómalækni
sem er ráðinn læknir deildarinnar.
Fjallað er um psoriasis hjá börnum en
fram kemurm.a. að hjá 10% sjúklinga
greinist sjúkdómurinn fyrir 10 ára
aldur, en 30-40% tilfella á aldrinum
10-25 ára. Aðeins 5% versnar með
aldrinum en hjá 85% breytist sjúk-
dómurinn lítið. Enn halda áfram fróð-
leiksmolar um psoriasis í nöglum,
afleiðingar streptokokkasýkingar,
mataræði exemsjúklinga, vísbend-
ingar um notkun Daivoner, græðandi
áhrif af saltvatnsböðum, leiðbeiningar
um fótsnyrtingu og svo mætti áfram
telja. Er greinilegt að vel er fylgzl
með erlendis frá, því mikið er af
þýddu fræðsluefni í blaðinu. Fréttir
eru af landsbyggðinni frá Suðurnesja-
deild, Húnvetningadeild, Vestfjarða-
deild, Suðurlandsdeild og Stykkis-
hólmsdeild, starfið misjafnt en víða
líflegt. Greint er frá sænskum
fræðslubæklingi um illkynja æxli í
húð. Grundvöllur aukinnar tíðni
slíkra æxla rakinn til sólbaða og ljósa-
notkunar. Greind eru hin ýmsu af-
brigði æxla þessara og fólk í lokin
beðið að gæta hófs í sólböðum. Fjöl-
margt fleira efni er í ritinu, sem er hið
fjölbreyttasta s.s. áður sagði.
Velferð - málgagn Landssamtaka
hjartasjúklinga4.tbl. 1996hefur
hingað borizt með ærinni efnisgnótt
sem ætíð áður. Ritstjóri Sigurjón Jó-
hannsson.
Engin ládeyða nefnist ritstjórnar-
greinin þar sem frá því er greint að
máske hafi liðið ár verið það starfs-
samasta og árangursríkasta í sögu
LHS. Minnt er á gjöfina til tækja-
kaupa á hjartadeild ásamt með RKÍ,
merkilegt framtak Suðurlandsdeildar
LHS, 11. deildina í LHS sem var
Neistinn og Sigurjón endar svo á
umfjöllun um skipulagsmál, sem í
deiglu eru.
Jóla- og áramótahugvekju ritar
okkar ágæti stjórnarmaður, Magnús
Þorgrímsson. Hann biður menn að
staldra við og leyfa Ijósinu að koma
til okkar, jólin séu tíma ástar, fegurðar
og gleði. Hann leggur áherzlu á að
fólk opni sig meir og betur. dylji ekki
og byrgi allt af hið innra með sér.
Skorar í lokin á fólk að nota áramótin
lil að opna fyrir lífið og taka það í sínar
hendur. Gefast ekki upp, halda í
löngunina.
Elín Viðarsdóttir form. Neistans,
styrktarfélags hjartveikra barna, segir
frá félaginu sem verður tveggja ára í
maí n.k.
Fimm mætir félagar LHS svara
spurningum um störf og stefnumál
LHS. Þar kemur margt fróðlegt fram
en þau sem svara eru: Hallur Her-
mannsson, Gísli J.Eyland, Haraldur
Steinþórsson, Jón Júlíusson og Sig-
urður Helgason en með Halli svarar
eiginkonan Sigurveig einnig. Allt
þetta fólk sem í eldlínu hefur verið hjá
samtökunum telur samtökin hafa náð
mjög verulegum árangri bæði félags-
lega sem og í baráttumálum er snúa
að hinu opinbera og varða hag og heill
hjartasjúklinga. Bjartsýni einkennir
öll þeirra svör. Sagt er frá 2 millj.kr.
gjöf LHS og Landsbankans til
Reykjalundar til kaupa á nýjum
þolprófunartækjum.
Minningarorð eru frá Ingibjörgu
Magnúsdóttur um Önnu
Cronin, vin og velgjörðarmann
fjölmargra Islendinga er fóru til
49
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS