Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Blaðsíða 4
hins vegar sú að á þeim tímum
atvinnuleysis, sem hér hafa ríkt lengi,
þá bíða engin störf fatlaðra á hinum
opna vinnumarkaði. Það myndu
margir sitja heima, sem nú ganga til
starfa á vemduðum vinnustað og þess
vegna er það álit okkar að full þörf sé
fyrir þennan þátt í atvinnumark-
aðnum.
✓
Arið 1966 var Hússjóður Öryrkja-
bandalagsins stofnaður með það
að markmiði að byggja aðgengilegt
húsnæði fyrir öryrkja, sem mikil þörf
var fyrir.
Eins og nærri má geta var þetta
mikið basl fyrir fjárvana samtök, en
fyrir harðfylgi Odds Ólafssonar,
Guðmundar Löve og fleiri góðra
manna, tókst á nokkrum árum að
koma upp húsunum þremur við Hátún
10 í Reykjavík og Fannborg 1 í Kópa-
vogi. I þessum húsum em samtals 284
íbúðir.
Það var þröngt í búi hjá banda-
laginu á þeim árum. En mikil urðu
umskiptin með tilkomu íslenskrar
Getspár árið 1986. Samkvæmt lögun-
um um hana skyldi Öryrkjabanda-
lagið verja ágóðahluta sínum til kaupa
á húsnæði fyrir öryrkja, svo og til
félagslegrar starfsemi. Á þeim tíu
árum sem liðin eru frá stofnun
Islenskrar Getspár, hefur Hússjóð-
urinn fest kaup á 250 íbúðum, sem
dreifðar eru víðsvegar um landið.
Viðvíkjandi félagslegu hliðinni þá
hefur Öryrkjabandalagið getað veitt
meiri og víðtækari þjónustu en áður
og vegur þar þungt útgáfa Fréttabréfs
Öryrkjabandalagsins. Það kemur út
fjórum sinnum á ári í yfir 15000 ein-
tökum, flytur fréttir af starfsemi aðild-
arfélaganna og fjallar um önnur hags-
munamál öryrkja.
✓
Aþessu ári eru liðin tíu ár síðan
Starfsþjálfun fatlaðra tók til
starfa. Öryrkjabandalagið er rekstr-
araðili hennar ásamt félagsmálaráðu-
neyti, sem leggur fram rekstrarfé að
mestum hluta.
Starfsþjálfunin var til húsa í
Hátúni lOa, þar til fyrir hálfu öðru
ári að hún flutti í nýtt, rúmgott og
fallegt hús á lóð bandalagsins, Hátúni
lOd. Húsið hefur hlotið nafnið
Hringsjá og er reist fyrir fé úr
Framkvæmdasjóði fatlaðra.
Fljótlega kom í ljós að þörfin fyrir
starfshæfingu af þessu tagi er mikil,
aðsókn hefur aukist jafnt og þétt og
starfsemin fest sig í sessi. Uppistaða
starfsins er kennsla. Kennd er tölvu-
notkun, bókfærsla, reikningur, þar
með talinn verslunarreikningur,
íslenska, enska, verslunarréttur, sam-
Hlerað í hornum
Litli hnokkinn bað frænda sinn um að
gapa fyrir sig. “Til hvers í ósköp-
unum?” spurði frændinn. “Jú, ég ætla
að athuga hvort pabbi segir satt að þú
talir tungum tveim.”
**
Finnskur forsætisráðherra var í
félagsfræði og námstækni. Þessi
starfsemi er stökkpallur til fyllra og
betra lífs, tæki til blöndunar og virkrar
þátttöku í samfélaginu.
I Hringsjáereinnig til húsaTölvu-
miðstöð fatlaðra, en Öryrkjabanda-
lagið á aðild að henni ásamt fimm
öðrurn félögum fatlaðra.
Tölvumiðstöðin veitir mikilvæga
þjónustu, meðal annars með ráðgjöf
og þjálfun og einstaklingsaðlögun
tölvunnar, sem getur skipt sköpum
varðandi notkun hennarog gagnsemi.
Þá hefur Öryrkjabandalagið lengi
átt aðild að Bréfaskólanum, en þar var
kjörinn vettvangur fyrir marga til þess
að stunda fjarnám.
Eins og að framan greinir, þá
hefur hér aðeins verið getið
nokkurra veigamikilla þátta varðandi
starfsemi Öryrkjabandalagsins.
Stjóm bandalagsins hefur alla tíð
haft það að leiðarljósi að vinna í
hvívetna samkvæmt þeirri stefnu, sem
mörkuð var í upphafi, en fylgjast
jafnframt með kröfum tímans og þeim
nýju möguleikum, sem opnast hafa
öryrkjum og fötluðu fólki.
Það hefur verið lögð mikil áhersla
á kjara- og réttindamál öryrkja, hús-
næði, atvinnu og eða lífeyri, menntun
og félagsmál.
Allir þessir þættir þurfa að haldast
í hendur, svo að einstaklingurinn geti
þrifist. Lrkamleg og andleg vellíðan
verður að fylgjast að.
Á þrjátíu og fimm ára ferli
Öryrkjabandalagsins hefur aðildar-
félögum fjölgað jafnt og þétt og eru
þau nú orðin 24 talsins.
Því er óhætt að fullyrða að nú séu
flestir hópar öryrkja sameinaðir í eina
heild. Það er sterkt afl sem þarna býr
að baki og það afl er ómetanlegur
bakhjarl í baráttu Öryrkjabanda-
lagsins fyrir jafnrétti fatlaðra.
Ólöf Ríkarðsdóttir
heimsókn á sveitabæ og húsmóðirin
kallaði á börn sín til að sýna þau
forsætisráðherranum. Þau komu tvö
og tvö í einu og móðirin sagði alltaf
að þetta væru nú tvíburar. Svo komu
fjögur þau minnstu og það voru þá
tvennir tvíburar. Agndofa ráðherrann
spurði þá hvort þau fengju alltaf
tvíbura. Stutt í spuna sagði frúin:
“Oftast nær fáum við ekki neitt.”
4