Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Blaðsíða 19
einstaklingur býr einn í íbúð. Frekari
liðveisla kemur svo til þegar um mikið
fatlaða einstaklinga er að ræða. Það
sem gerir hlutina flóknari er það að
bæjarfélögin halda utan um og greiða
liðveisluna en ríkið og þar með
svæðisskrifstofur um málefni fatlaðra
halda utan um frekari liðveisluna.
Sjálfsagt væri léttara í vöfum ef þetta
væri á einni hendi. En þá verður líka
að sjá til þess að fjármagn fylgi með.
ví miður gerist ekkert án fjár-
magns. Það er sama hvað hug-
sjónirnar eru miklar og þær eru miklar
í þessum málaflokki, án fjármagns
gerist ekkert. Það er svo einfalt mál.
Ef hugsjónamennirnir hefðu meiri
peninga og peningamennirnir meiri
hugsjónir kæmumst við kannski nær
raunveruleikanum.
Flér hefur að sjálfsögðu verið mik-
ið rætt um menntun. I okkar röðum
hefur verið rætt um að í raun og veru
sé nauðsynlegt að efna til námskeiða
fyrir það fólk sem fer í liðveisluna.
Það er svo margt sem kemur til greina
þegar þú ætlar að fara að vera aðstoð-
armaður fatlaðra og er þá sama hver
fötlunin er. Sumum er áskapað að
eiga gott með að umgangast aðra og
skiptir þá ekki máli hvort viðkomandi
er fatlaður eða ófatlaður. En það er
ýmislegt sem er gott og gagnlegt að
vita þegar þú gerist sérstakur liðsmað-
ur fatlaðra - allt að því lífsakkeri
viðkomandi.
Vitneskja um hvernig best sé að
bregðast við hlutunum er alltaf af
hinu góða.
Og það að sækja góð námskeið hjá
völdu fólki er nauðsynlegt og sjálfsagt
að bjóða því fólki, sem hyggst hafa
þessa liðveislu að atvinnu. Sú tíð mun
sjálfsagt koma að t.d. fjölbrauta-
skólarnir bjóði upp á sérstakt nám
fyrir þá sem ætla að snúa sér að því
að vinna hjá fötluðu fólki.
Og nú stendur fyrir dyrum innan
fárra ára að málatlokkur fatlaðra
flytjist frá ríki til sveitarfélaga. Það
hefur sína kosti og sína ókosti.
Kostirnir eru nálægðin við fólkið. Það
fær meiri þjónustu í sinni heima-
byggð. Ókostirnir eru þeir að lítil
sveitarfélög hafa e.t.v. ekki efni á að
veita þá þjónustu sem til þarf. Það er
svo margt sem þarf að athuga í þessu
samhengi og það má ekki flana að
neinu. Það verður að hugsa málið
alveg til enda. Ekki skiljast við neitt
á miðri leið. í upphafi skal endirinn
skoða.
Góðir ráðstefnugestir. Eg vil að
lokum segja það að hvernig sem allar
stefnur og straumar eru og verða í
málefnum fatlaðs fólks skulum við
aldrei gleyma því að við erum fyrst
og fremst að vinna að því að allir eigi
jafnan rétt til þeirra lífsgæða sem í
boði eru og þó við fæðumst öll á sama
veg fáum við því miður ekki öll sömu
tækifærin í lífinu. Þess vegna verðum
við öll að standa vörð um það velferð-
arkerfi sem hér hefur verið byggt upp
og berjast gegn því að á það verði
hallað meira en orðið er.
Asgerður Ingimarsdóttir
Asgerður flutti erindi þetta á
fjölmennri ráðstefnu Sjúkraliða-
félags Islands sl. haust. Að því var
gerður einkar góður rómur og
ritstjóra þykir einsýnt að fleiri eigi
aðfá að njóta.
Úr snilliyrðum
um konur og ástir
Konan er unaðsveig, guðum sæmandi, ef djöfullinn laumar ekki
beizkju í bikarinn.
*
Konurnar gefa upp vörn, en falla ekki að velli.
*
Eftir því sem við höfum minna saman við konur að sælda eigum við
náðugri daga.
*
Hjákonan er nauðbeygð til að reynast eiginmanninum betri heldur en
kona hans.
*
Varir konunnar eru hið undurfagra hlið að aldingarði sálar hennar.
*
Fegurðin er fyrsta gjöfin sem konunni er gefin, og hin fyrsta sem frá
henni er tekin.
*
Ekkert hæfir fögru konuandliti betur en koss.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
19