Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Blaðsíða 34

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Blaðsíða 34
AF STJORNARVETTVANGI Fundur var haldinn í stjórn Öryrkjabandalagsins 12. des. 1996 og hófst kl. 16.40 á Grand Hótel Reykjavík. Formaður, Ólöf Ríkarðsdóttir, setti fund og bauð sérstaklega velkomna þá Rafn R. Jóns- son fulltrúa MND félagsins, Garðar Sverrisson varafulltrúa MS félagsins og Svend Þ. Sigurðsson varafulltrúa Foreldrafélags misþroska barna. 18 stjórnarmenn af 24 voru mættir. Asgerður veik. 1. Yfirlit formanns. Ólöf greindi fyrst frá hinni ágætu ráðstefnu Þroskahjálpar og Öryrkja- bandalagsins: Ferðalög fyrir alla, sem hér hefur áður verið greint frá. Hún fór yfir dagskrána og harmaði um leið hve fáir stjórnarmenn hefðu séð sér fært að rnæta þar. Hún sagði frá ráðstefnu Norræna endurhæfingarsambandsins í Ósló síðla nóvembermánaðar en hana sóttu 6 fulltrúar héðan. Félagsleg útskúfun var umræðuefnið. Kvað land- lækni hafa á vettvangi verið og mikinn feng að erindi hans. Skipt er um for- menn á þriggja ára fresti og Finni nú formaður. Norræna nefndin um mál- efni fatlaðra fundaði seinast í nóvem- ber í Stokkhólmi, framhaldsfundur um fatlaða og hagsmunagæzlu þeirra, en þar fjallaði Ólöf um áhrif öryrkjafélaga og Margrét Margeirsdóttir um lögin um málefni fatlaðra. Ólöf greindi frá samráðsnefnd við launþegasamtökin en þar væri okkar haldreipi helzt varð- andi tengsl launa og bóta. Hún sagði einnig frá fundi um framkvæmd frekari uppbótar með aðstoðarmanni heil- brigðisráðherra Þóri Haraldssyni, Jóni Sæmundi Sigurjónssyni og Karli Stein- ari Guðnasyni ásamt fulltrúum Öryrkjabandalags og Landsambands aldraða. Leitað verður áfram eftir rýmri tekjumörkum til viðmiðunar frekari uppbót. Sömuleiðis athuguð eignamörk hjóna. Ólöf sagði frá mikilli hátíð Iþróttasambands fatlaðra þar sem Krístín Rós Hákonardóttir var valin íþróttamaður ársins og þar fékk Öryrkjabandalag Islands viðurkenn- ingarskjal sem Ólöf veitti viðtöku fyrir mikinn stuðning við sambandið. Þá sagði Ólöf frá stöðunni hjá ferli- nefnd félagsmálaráðuneytis þar sem nýr starfsmaður væri væntanlegur, en trúlegt að nefndin yrði í fram- tíðinni á vegum Sambands íslenzkra sveitarfélaga. Kvað handbók urn ferlimál korna út fyrri hluta næsta árs. Sagði og frá umræðuhópnum: Þak yfir höfuðið. Kvað ráðstefnu verða haldna í vor um húsnæðis- kostnað heimilanna. Þak yfirhöfuð- ið kæmi þar að. Verðlaunaafhend- ingin í Brússel var vel tíunduð, en áður frá henni sagt hér í blaðinu. Að lokum sagði formaður frá Sam- stöðuhátíð á Selfossi laugardaginn 14. des., en frá henni greint annars staðar. 2. Starfsþjálfun fatlaðra. Ólöf greindi frá vissum áhuga félagsmálaráðuneytis á þjónustu- samningi vegna Starfsþjálfunar fatl- aðra og þá sennilegast við Öryrkja- bandalagið sem rekstraraðila. Hún kvað það myndu ráðast af þeim fjár- munum sem til fengjust hvort ljá ætti máls á slíku. 3. Átak með Umferðarráði. Helgi greindi frá erindi Umferð- arráðs til bandalagsins um tillögu- gerð af þess hálfu til að draga úr slysum í umferðinni. Þau Ásgerður höfðu farið til Umferðarráðs til að glöggva sig betur á hversu með skyldi fara. Ákveðið að þau ásamt Hafliða Hjartarsyni, fulltrúa bandalags- ins í Umferðarráði svöruðu erindinu. Áherzla lögð á góð viðbrögð. 4. Mannréttindaskrifstofa íslands. Helgi greindi frá því að á vordögum hefði skrifstofan boðið bandalaginu að senda fulltrúa á ráðstefnu í Viðey. Ingólfur H. Ingólfsson sótt hana og í kjölfarið sagt frá henni hér í blaðinu og um leið lagt eindregið til að banda- lagið sækti um aðild. Helgi sagði 9 samtök standa hér að, stofnframlag 200 þús. kr. en ekki aðrar fjárhagslegar skuldbindingar. Hann kynnti svo til- gang skrifstofunnar. Allir sammála um að athuga bæri um aðild af fram- kvæmdastjórn. 5. Framkvæmdasjóður fatlaðra. Helgi greindi frá stöðu sjóðsins miðað við næsta árs úthlutun. 165 millj. kr. aðeins af 420 millj. kr. Erfðafjár- sjóðs skiluðu sér í sjóðinn, en rekstr- arverkefnum síðustu ára raunar aflétt. Skuldbindingar sjóðsins á næsta ári um 140 millj. kr.hið minnsta, geymt fé um 60 millj. kr. frá þessu ári en ljóst að það fé myndi eiga að fara í tiltekin verkefni í Reykjavík. Svigrúm til að veita félögum bandalagsins nauðsyn- legan stuðning nær ekkert. I tengslum við þetta hefði verið farið á fund for- manns fjárlaganefndar og félagsmála- ráðherra, en árangur er enginn þar af. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.