Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Blaðsíða 38
tími leið þar til hjálpin barst. Faðir
hans var staddur í bresku Kólumbíu,
vestur við Kyrrahaf, og tók hann tvo
daga að komast heim eftir að fréttin
barst. Móðir hans var hinsvegar heima
og fékk fyrst fréttirnar og komst fyrr
til Stefáns á sjúkrahúsið. Ingþór lýsir
því þannig að í fyrstu hafi syni hans
vart verið hugað líf og því bæði hugs-
un og tilfinningar tengdar þeirri nag-
andi óvissu. Ekki er nein opinber
áfallahjálp veitt, nema eftir henni sé
sérstaklega leitað. Opinber áfallahjálp
er fyrst og fremst veitt þegar fjölda-
slys hendir.
egar Stefán var úr lífshættu vökn-
uðu spurningar um hvað hægt
væri að gera til að laga aðstöðu og
umhverfi hans að þessum breyttu
kröfum um nýja lífshætti. Á þeim
þremur og hálfa mánuði sem endur-
hæfing fór fram á sjúkrahúsi, var
húsnæði og aðgengi lagað heima fyrir
að þörfum Stefáns og sérbúinn bíll
keyptur fyrir hann. Félagið sem
tryggði mótorhjólið lagði fram bætur
sem að mestu nægðu fyrir breyting-
unum og kaupum á sérútbúnum bíl.
Einnig lagði tryggingafélagið fram
styrk til að greiða kostnað vegna náms
til undirbúnings annars starfs. I byrjun
árs 1983 hóf Stefán nám í tölvufræði,
en síðar hélt hann til myndlistarnáms
í Vancouver, sem hann hefur þegar
lokið, eftir 4 ára nám. Og nú ætlar
hann að læra grafíska hönnun, þar sem
fyrra nám, bæði í tölvufræðum og
myndlist, er ákjósanleg undirstaða og
er áætlaður námstími 3 ár. Það skal
tekið fram að hann verður sjálfur að
standa straum af kostnaði þess náms
og þátttöku tryggingafélagsins er
lokið.
Séra Ingþór segir það vera ljósa
punktinn í þessum hremmingum að
komið hafi fram góðir hæfileikar
Stefáns í myndlist og á sviði sem
trúlega hefðu verið óuppgötvaðir í
díselvélvirkjuninni.
Niðurlagsorð
Eg hef í þessari grein reynt að
tengja saman kynni mín af: a) Per-
sónulegri reynslu fólks í Kanada af
alvarlegri fötlun og hvaða úrræði hafa
staðið því til boða b) Hvernig skipu-
lagi málefna fatlaðra er háttað og
hvernig að fötluðum er búið í sam-
félaginu.
Auðvitað verður slík úttekt ærið
ófullkomin og handahófskennd þegar
þekking mín og kynni ná jafn skammt
og raun ber vitni.
Vonandi verða þessi skrif þó til að
vekja áhuga einhverra fyrir Kanada
og málefnum fatlaðra þar.
Við Islendingar eigum þar á þriðja
hundrað þúsund frændur og frænkur,
að vísu mjög mismikið skylda okkur,
en þeir eru afkomendur 14 - 15.000
landa sem fluttu til Vesturheims í lok
síðustu aldar og í upphafi þessarar.
Ég lýk greininni með því að óska þess,
að aukið samband við fatlað fólk í
Kanada og samtök þess megi stuðla
að því að við getum enn frekar nálgast
það markmið að betra verði að búa á
landinu okkar fvrir alla.
Jón Hlöðver Áskelsson.
Úr snilliyrðum um konur og ástir
Kynni við konur fága siðina en
spilla siðgæðinu.
*
Konan fyrirgefur manninum allt ef
hann er óaðfinnanlegur elskhugi.
*
Ógiftri konu er heimilið fangelsi -
giftri konu vinnuhæli.
*
Fögur kona er aldrei einmana í
lífinu - karlmennirnir sjá um það.
*
Þær konur sem veita mönnum
mestan unað, valda þeim og sárustu
þjáningum.
*
Ef Satan gæti elskað mundi öll
illska hans hverfa.
*
Sá sem hampar fagurri konu og
fullri pyngju um of við aðra á það á
hættu að menn taki hvorttveggja að
láni.
*
Hið eina sem konan getur þagað yfir
sem leyndarmáli er aldur hennar.
*
Tárin auka fegurð fagurrar konu um
helming.
*
Ástin er eins og loginn - hún brennir
burt allan sora.
*
Þær munu ekki margar siðsömu
konurnar, sem ekki eru dauðleiðar
af að vera það.
*
Ástin er ein en eftirlíkingar hennar
skipta þúsundum.
*
Þeir sem tala vel um konur, þekkja
þær ekki til hlítar - þeir sem tala illa
um þær þekkja þær ekki svo neinu
nemi.
*
Piparsveinn er eins og fiskur á þurru
landi.
38