Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Blaðsíða 42

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Blaðsíða 42
skyldumeðlimir eða stuðn- ingsaðilar. Lifandi ljóst og skemmtilegt viðtal er við hjónin Svein H. Blomster- berg og Arndísi Kristjáns- dóttur sem fengu sjúk- dómsgreiningu um svipað leyti, hann með MS, hún með liðagigt. Þau lýsa vel aðdragandanum að veik- indum og greiningu, erfið- leikum og baráttu, sem og viðbrögðum m.a. í lífs- háttabreytingum, vist á Spáni o.s.frv. Sveinn er nú á Interferon beta. M.a. velt- ir hann því fyrir sér hvort ástæða þess að bæði hann og vinnufélagi hans fengu MS - gæti stafað af vinnu- umhverfi, á mjög háspennt- um stað með mikinn rafstraum unnu þeir báðir. Bæði eiga ærna lífsgleði og bjartsýni. Þá eru þrjú gull- falleg ljóð eftir séra Rögn- vald Finnbogason úr ljóðabókinni - Að heilsa og kveðja, síðustu ljóð og hér tilfært titilljóðið að lokum: Að heilsa og kveðja Þegar ég kom hingað var þess beðið í ofvæni að ég léti í mér heyra og gréti. Nú að leiðarlokum bíð ég þess einn án eftirvæntingar að aðrir gráti. *** á er að minnast á 2.tbl. Fréttaþjálfans, blaðs nemenda í Starfsþjálfun fatlaðra þar sem kennir margra grasa. Það er út- skriftaraðall sem að stend- ur. Sesselja Osk Kristjáns- dóttir segir frá tilurð og rekur nokkuð sögu Starfs- þjálfunar fatlaðra í greinar- góðu máli. Þú og þinn bíll - hefur inni að halda heilræði Guð- mundar Kristjánssonar til bíleigenda. Viðtal er við Eirík Líndal, skólasálfræðinginn hjá Starfsþjálfun, fróðleik- ur um námsbraut hans og námsval fært í letur af Ægi Ágústssyni. Heilræði hans til nemenda varðandi vandamál eru: Að taka strax á vandamálunum eins mikið og hægt er þegar þau koma upp og að fresta ekki afgreiðslu á þeim. Ljóm- andi skemmtileg smásaga eftir Hörð Magnússon með allskrautlegum endalokum. Fleyg orð úr fortíð (en fáránleg) geyma m.a. þessi orð forstöðumanns einka- leyfaskrifstofu Bandaríkj- anna 1899 - fyrir öld sem sagt: Búið er að finna upp allt sem hægt er að upp- götva. Páll Birgir Pálsson sá um samantekt. Erling Ragnarsson á þrjú snotur ljóðbrot þar sem m.a. stendur: Opnaðu sálina upp á gátt og láttu hjartað ráða. Við skulum til framtíðar sátt styrkja okkar ást til dáða. Sigurjón Ingi Gunnars- son segir frá upphafi fyrstu PC vélarinnar. Alexander Örn Árnason sem bjó í Ameríku í 12 ár segir ann- ars vegar frá velheppnuðu ástarævintýri sínu og af- bragðsgóðri reynslu af Starfsþjálfun fatlaðra. Húsmóðir er ljóð þýtt úr sænsku og lýsir vel hinni þrotlausu önn húsmæðra. Guðrún Gísladóttir minnir okkur á nokkur orðtök s.s. þetta: að búa í bosið sem merkir að draga saman í bú. Signður Davíðsdóttir segir örstutt frá þeirri merku skáldkonu Ástu Sigurðar- dóttur og birt er ljóðið And- vakaeftirÁstu. RegínaJúl- íusdóttir skrifar um ein- hvern Brad Pitt sem reynd- ar er uppáhaldsleikarinn hennar og eflaust fjarska frægur, þó ritstjóri sé engu nær. Og Árni slær botn í blaðið með hugleiðingu sem endar svo: Vertu hress í haust og taktu slátur. Og mundi hér hæfa amen eftir efninu. *** Klifur - fréttablað Sjálfsbjargar lands- sambands fatlaðra 4.tbl. liðins árs hefur að geyma greinaskrif og fróðleik frá Akureyri, en þar er eitt öflugasta Sjálfsbjargar- félagið. Formaðurinn þar, Snæbjöm Þórðarson, gerir réttinda- og kjaraskerðingu undangenginna ára að um- talsefni mitt í öllu góðær- inu. Hann leggur áherzlu á menntunina sem lykil að því að hreyfihamlaðir verði sjálfbjarga. Baldur Bragason er í yfirheyrslu um ævihlaup og störf, en hann vinnur á Bjargi, skrif- stofu Sjálfsbjargar á Akur- eyri. Hann hvetur fatlaða til að standa vörð um rétt- indi sín, það sé meginmál. Valdimar Pétursson fram- kvæmdastjóri segir svo frá starfinu að Bjargi, en þar er velbúin endurhæfingar- stöð og íþróttahús sem leigt er út. Talið er að um 450 einstaklingar á dag komi í þá þjónustu sem veitt er að Bjargi en hjá Sjálfsbjörg starfa rúmlega 20 manns í 17 stöðugild- um. ragi Halldórsson á þarna skilmerkilega og skelegga grein þar sem hann rekur raunasögu síð- ustu ára í skerðingarátt: Aftenging launa og bóta, fjármagnstekjuskatt, stór- fækkun bifreiðakaupa- styrkja, stórskerðingu Framkvæmdasjóðs fatl- aðra, skerðingu ein- greiðslna svo verstu dæm- in séu tekin. Bragi rekur baráttu Sjálfsbjargar varð- andi lyftuleysið í Hótel Norðurlandi, svo og reglu- gerð umferðarþjónustu á Akureyri sem tók ríkulegt mið af sjónarmiðum Sjálfsbjargar. Bragi tekur einnig enn einu sinni í gegn ranglætið í tekjuteng- ingu bóta öryrkja við tekj- ur maka. Þá er horfið suð- ur yfir heiðar og sagt m.a. frá gestarýmum í Sjálfs- bjargarhúsinu Hátúni 12, þrjú herbergi og tvær íbúðir og er mikið nýtt. Kringluhátíðin 3.desember sl. er tíunduð vel, enda tókst hún afbragðsvel. Söngkraftar góðir settu þar á svip sinn svo og Hala- leikhópurinn að sjálf- sögðu. Aðgengisviður- kenningu Sjálfsbjargar hlutu: Eimskip, McDon- alds og Kringlan í Reykja- 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.