Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Blaðsíða 5
Margmiðlun ryður sér til rúms í
námsgagnagerð fyrir heyrnarlausa
Margmiðlun af ýmsu tagi á
sífellt meiru brautargengi
að fagna. f auknum mæli
gerir fólk sér far um að tileinka sér þá
möguleika sem tölvur hafa upp á að
bjóða. Þetta á einnig við um heyrnar-
lausa. Nú hafa for-
ráðamenn Sam-
skiptamiðstöðvar
heyrnarlausra og
heyrnarskertra
ásamt Trausta Þór
Kristjánssyni raf-
magnsverkfræðingi
lokið þróun á
kennsluforriti á
tölvutæku formi
sem ætlað er
heyrnarlausum til að læra ritaða
íslensku og heyrandi til að læra
táknmál. Kennsluforritið heitir Spilari
og er forvitnilegt fyrir margra hluta
sakir.
Spilari
Spilarinn virkar eins og horft sé á
þýdda myndbandsupptöku í tölvu. Á
tölvuskjánum birtast tveir gluggar,
annarsvegar textagluggi og hinsvegar
myndagluggi.
í myndaglugga birtist hreyfimynd
af sögu eða frásögn á íslensku tákn-
máli, í textaglugga er þýðing á hreyfi-
myndinni á ritaðri íslensku. Til að
notfæra sér samspil þessara tveggja
glugga býður Spilarinn upp á ýmsa
möguleika. í myndaglugga getur
notandinn til dæmis ”spólað” fram og
tilbaka, ”ýtt á” hvíld, sýnt einstök tákn
hægt eða sýnt sama táknið eða setn-
ingu aftur og aftur. Auk þess
getur hann stjórnað hraða frá-
sagnarinnar í myndaglugg-
anum. Á milli texta- og
myndaglugga er tenging sem
gerir það að verkum að hægt
er að fylgja hreyfimyndinni
eftir í textaglugganum, þannig
"uppljómast” samsvarandi orð
í textaglugga um leið og það er
táknað í myndaglugga.
Heyrnarlausir einstaklingar
læra ritaða íslensku
Ef notandinn er heyrn-
arlaus getur hann með hjálp
Spilarans öðlast betri skilning á ritaðri
íslensku. Hann getur smellt á orð í
textaglugga og fengið samsvarandi
tákn í myndaglugga. Kosturinn við
þessa aðferð er að í textaglugganum
má sjá ritaða íslensku í samhengi en
oft hefur viljað brenna við að heyrn-
arlausir hafi lent í vandræðum með að
læra merkingu einstakra orða, orða-
sambanda eða málshátta í íslensku.
Auk þess býður Spilarinn heyrnar-
lausum einstaklingum upp á auðvelda
og aðgengilega leið til að sjá notkun
falla, sagnbeyginga og forsetninga í
ritaðri íslensku með hliðsjón af
íslenska táknmálinu. Að síðustu má
nefna að textinn í textaglugganum er
ágætur vitnisburður um íslenska
réttritun, því getur það verið góð æfing
í íslenskri réttritun að lesa textann og
hafa táknmálið til hliðsjónar.
Heyrandi einstaklingar læra
íslenskt táknmál
Ef notandinn er heyrandi og hefur
hug á að læra táknmál velur hann í
upphafi sögu eða frásögn til að vinna
með. Sagan eða frásögnin birtist í
texta- og myndaglugga. Notandinn
horfir á hreyfimyndina og fylgir
textanum í textaglugganum. Til að
læra einstök tákn eða einstakar setn-
ingar nýtir hann sér það að geta spilað
tákn eða setningar aftur og aftur, hægt
á spiluninni og birt þýðingu undir
hreyfimyndinni. Táknmálið lærir hann
stig af stigi með því að horfa á söguna
eða frásögnina. Seinna getur not-
andinn bætt fleiri þáttum í tákn-
málsnámið. Á tölvuskjánum í þar til
gerðum athugasemdadálki getur hann
fengið ýmsar upplýsingar um málfræði
íslenska táknmálsins. Hér er átt við
þætti eins og munnhreyfingar, augn-
hreyfingar, staðsetningar og höfuð-
hreyfingar. Þegar notandinn telur sig
hafa náð nánast því fullkomnu valdi á
sögunni eða frásögninni getur hann
valið annað verkefni, það er að segja
aðra sögu eða frásögn, sem ef til vill
er nokkuð erfiðari en sú sem fór á
undan. Svona getur lærdómsferlið
gengið eins lengi og notandinn hefur
áhuga á og gaman af.
Hagnýt atriði
Áður en hugað er að kaupum á
Spilara er rétt að ganga úr skugga um
að eftirfarandi kröfur til tölvubúnaðar
séu uppfylltar:
• Pentium tölva
• Windows 95 stýrikerfi
• Geisladrif
• 2Mb laus á hörðum diski
Bylting í námsgagnagerð
fyrir heyrnarlausa
Með Spilaranum opnast heyrnar-
lausum og heyrandi einstaklingum
auðveld og aðgengileg leið til að læra
ritaða íslensku og íslenskt táknmál. í
því sambandi er þó rétt að minna á að
Spilarinn er einungis tæki eða leið til
að framleiða námsefni, enn hefur ekk-
ert námsefni verið búið til þó að það
standi að sjálfsögðu til í nánustu fram-
tíð. Hér er því um einskonar byltingu
að ræða þar sem námsefni fyrir heyrn-
arlausa á íslensku táknmáli hefur verið
af skornum skammti fram að
þessu. Heyrnarlausir hafa
þurft að læra eigið mál og um
eigið mál á til dæmis íslensku.
Því má segja að hér sé um
einskonar vatnaskil að ræða í
sögu námsefnisgerðar fyrir
heyrnarlausa á íslandi. Þetta
eru auðvitað gleðileg tíðindi og
fyrir mestu að þróun að
einhverju marki sé hafin, þróun
sem á eftir að leiða okkur
lengra og inn á nýjar brautir í
framtíðinni.
Kristín Irene
Valdemarsdóttir
8í«a teia 0®
I & i %
tömd J Ætf’Qnr
'mkkarasaga
:Sir Aslaugu Jðnsdótíur og Sigurborgj
StefonsUóliui.
var Vcmíd haus! og v& pabbi gengum samsn í
3»mri. ég á'.ii »4 ii ný stíjeði, i sjaðinn fyrir þau
58 rn 6g týndí.
/jð bakarfið v3ið ég aiítfeinu swngui og stakk upp
i að yA koyptum Bifel Pabbi borgoðí snúðinn
og hann þmfii !ika »5 boiga kðk-una ssm ég bah í.
firum við i bðka-böð og leituðum að
afmjsfis-gjðí hsnda ðmmu. Mét datt í hug
fi! oð auka áhersluna á tákrrið PRAKKARA-
auga íckað og munnvikin f®rð ÍHilega upp.
Tákninu fylgir muotihreyfingín Hbi ddft
Tákn;
S«tnlna: 1« **■' >1 tjp! M-l |
Textagluggi og myndagluggi
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
5