Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Qupperneq 27

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Qupperneq 27
Kristján og ritstjóri raska vinnu fólks. lítur svo sérstakega til með að rétt vinnubrögð séu viðhöfð og hugar að stellingum fólks og vinnuaðstöðu almennt. Elín Heiður Kristjánsdóttir fulltrúi annast útsendingu reikninga og greiðir út laun til skjólstæðinga og sér um að allt fari rétta boðleið niður í ríkisbókhald og hefur sér til aðstoðar einhvern í starfsþjálfun að hluta til en létt skrifstofustörf eru meðal þess sem starfsþjálfun gengur út á. Svo er þúsundþjalasmiðurinn Örn Jónsson verkstjóri þarna, en hann annast einn- ig hvers konar viðgerðir og nýsmíði ásamt gerð móta og skurðarhnífa vegnaplastframleiðslu Örva. Gaman var að sjá vél sem ætluð er til svuntu- framleiðslu, en hún var hönnuð og teiknuð af Erni. Einn starfsleiðbein- anda hittum við svo Þóru Hrönn Óðinsdóttur sem önnum kafin var að hafa umsjón með plastverkefnum m.a. fyrir verksmiðju á Hvammstanga og Ostahúsið í Hafnarfirði. Starfsfólk lét vel af sér og fór liprum höndum um verkin, vel og hratt var unnið og afköst greinilega góð. Launagreiðslur til starfsfólks eru um 69% af taxta Iðju - um 200 kr. á tímann. Aðspurður um helztu verkefni sagði Kristján að reynt væri að hafa nokkra fjölbreytni í fram- leiðslu. Þar gegnir plastið veigamiklu hlutverki. Framleiddar eru plast- umbúðir og þar eru helztu kaupendur: Nói-Síríus, Góa-Linda, Osta- og smjörsalan og Ostahúsið í Hafnarfirði. Síðan eru það einnota plastsvuntur fyrir Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Ríkisspítala og Sjúkrahús Reykja- víkur. Svo er pökkunar- og sam- setningaþjónusta við fyrirtæki og stofnanir, unnið við ýmislegt tengt rafmagni, einn starfsmaður annast eldhússtörf þ.m.t. innkaup á hvorri vakt, starfsmenn skiptast á um dag- lega ræstingu og svo er áðurnefnd þjálfun í einföldum skrifstofustörfum. Til gamans má geta þess að salan á árinu 1990 var upp á tæpar 8 millj.kr., en í fyrra var hún rúmar 15,5 millj.kr. Kristján sagði að vegna aukinna sértekna Örva hefðu þau ver- ið nær tveim millj.kr. undir framlagi ríkisins í fyrra sem verið hefði 13,9 millj.kr. Kristján veitti mér svo nokkrar tölulegar upplýsingar. 1 fyrra nýttu alls 45 einstaklingar sér reglubundna þjónustu Örva og til viðbótar voru 6 í sumarvinnu. Flestir voru úr Kópavogi eða 18, þá 10 úr Reykjavík, 7 úr Hafnarfirði og hinir frá Mosfellsbæ, Garðabæ og Seltjarnarnesi. Flestir voru á aldursbilinu 31 -40 ára eða 17 og þá 21 -30 ára eða 14. Flestir voru með greindarskerðingu eða 24 og þá væga greindarskerðingu eða mis- þroska 17. 4 voru útskrifaðir í atvinnu, 4 fóru í skóla eða fluttust búferlum og 3 hættu að eigin ósk, 10% af hópnum komnir til að vera. Við minntumst í byrjun á söguna, en þó ríkið greiði allan rekstur að fullu og Kópavogsbær komi þar í engu inn í myndina, þá eiga þeir meirihluta stjómar, svo undarlegt sem það nú er. Kristján segir að stjórnin hafi á árum áður haft ærið hlutverk meðan starf Örva var að mótast. Stóð dyggan vörð þar um og fékk verkefni til staðarins. Lögin um málefni fatlaðra gera ekki ráð fyrir stjórnum verndaðra vinnu- staða eða staða eins og Örva, enda á það bent og athugasemdir gerðar af opinberum stjórnsýsluaðilum, sem telja fyrirkomulag þetta óeðlilegt. Faglegt og rekstrarlegt eftirlit alfarið hjá Svæðisskrifstofu Reykjaness og félagsmálaráðuneyti, enda Örvi kom- inn í afar fast form. Örvi er þjónustu- stofnun fyrir Reykjaneskjördæmi og raunar við Reykjavrk einnig s.s. tölur sanna og því óeðlilegt að eitt sveitar- félag sé með séraðstöðu s.s. stjórn. Kristján benti á að þetta yrði að gera klárt fyrir yfirfærsluna frá ríki til sveitarfélaga. Hann sagðist sjá ýmsar leiðir mögulegar: þjónustustofnun fyrir Reykjanessvæðið, sértæk þjónustustofnun á landsvísu beint undir félagsmálaráðuneytið, stofnun fyrir Reykjanes með þjónustusamning við Reykjavík. Hugsanlega mætti einnig mynda byggðasamlag. Hann kvað unnt að fjölga skjólstæðingum, ef verkefni væru betur tryggð og þá með einhverri fjölgun stöðugilda, en fjöldi þeirra óbreyttur lengi. En vissulega væru þróunarmöguleikar á staðnum. Hann kvað samstarf við Svæðisskrifstofu Reykjaness hið ágætasta og skilaði vissulega miklu. Kristján sagðist raunar hafa ýmsar hugmyndir um framtíð Örva. í því sambandi sagði hann frá komu sinni á svipaðan stað úti á Norður- írlandi þar sem 70 manns voru á staðnum við störf en um 400 í vinnu úti í fyrirtækjunum, voru á launaskrá vinnustaðarins en með samningi milli hans og fyrirtækjanna um greiðslu- hlut. Kristján sagðist vel geta séð eitthvað slíkt fyrir sér þ.e. að gerðir yrðu samningar við fyrirtæki um greiðslu á hluta launa t.d. skv. öryrkjavinnureglugerðinni. Frá Örva yrði þá leitað eftir störfum og síðan fylgzt með og komið til hjálpar, ef einhverjir örðugleikar kæmu upp. Margt fleira ræddum við Kristján sem ekki var þó blaðfest, en greini- legt, þegar þarna er um garða gengið, að þar fer fram þörf starfsemi, vel skipulögð og notalegt andrúmsloft leynir sér ekki. Við árnum Örva alls góðs og vonum svo sannarlega að í þessu umróti í málefnum fatlaðra megi finna staðnum farsælan farveg til framtíðar, svo fái hann gegnt sínu mikilvæga hlutverki sem bezt. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 27

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.