Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Qupperneq 54

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Qupperneq 54
• IBRENNIDEPLI Fjárlagaafgreiðsla hvers árs kemur óneitanlega við ærið marga þætti þjóðlífsins, nið- urstöðutölur segja jafnvel til um afkomu fjölmennra þjóðfélagshópa, svo miklu skiptir hverju sinni hversu um tölur þessar fer. Fjárlögin mynda heildarramma um útgjöld til trygg- ingamála s.s. menn vita og þar af ræðst því hagur lífeyrisþega í afar ríkum mæli, allt yfir í það að skipta þar hreinlega sköpum. Liðið fjár- lagaár fól í sér þrengri ramma en áður og afleiðing þess birtist okkur í til- finnanlegum skerðingum frekari upp- bótar svo og skerðingum vegna fjár- magnstekna. Við það bættist svo að launahækkun kjarasaminganna 1995 var hvergi nærri að fullu skilað inn í bótatölur trygginganna. Hér var ekki um að ræða neinar stórtölur á fjár- lagamælikvarða, en þegar til þolenda var litið skiptu þær oft meginmáli um kjör öll. Fjárlagatölur þessa árs fela í sér framhald þeirra skerðinga er fyrir voru, en þær fela heldur ekki í sér neinar nýjar skerðingar og þakkað skal það þó. Hins vegar taka fyrri skerðingarákvæði nú til ársins alls og eru því tilfinnanlegri fyrir heildarkjör þessa árs. Enn er leitað lags hjá stjómvöldum að þau fáist til að draga eitthvað úr skerðingu frekari uppbótar með hækkun viðmiðunarmarka og enn skal vonað að einhver leiðrétting fáist. Nú í ársbyrjun er svo enn allt óljóst um hversu kaupbreyt- ingar kjarasamninga skila sér inn í bóta- tölur, en treyst á að launþegahreyfingin beiti afli sínu til þess að ná þeim að fullu til lífeyrisþega. * Alvarlegasta tala fjárlaganna nú fyrir málaflokk fatl- aðra er utan efa fjár- framlagið til Fram- kvæmdasjóðs fatl- aðra. Lög um málefni fatlaðra kveða skýrt á um afmarkaðan tekju- Ritstjóri stofn sem óskertur skal ganga til Framkvæmdasjóðs fatlaðra þ.e. óskertar tekjur Erfðafjársjóðs. Sam- kvæmt fjárlögum þessa árs eru tekjur Erfðafjársjóðs samtals 420 millj. kr. en Framkvæmdasjóður fatlaðra fær aðeins 165 millj. kr. eða tæp 40 % af lögboðnum tekjum sínum. Hér er um ótrúlega mikla skerðingu að ræða en raunar ekki meiri en var á síðasta ári, þegar sjóðurinn fékk 257 millj. kr. af 390 millj. kr. og þurfti þá að taka á sig afar fjárfrek rekstrarverkefni s.s. alla frekari liðveizlu. Sá er þó regin- munur þar á ráðstöfunarfé að í fyrra bættust við mjög drjúgar upphæðir bæði vegna Sólborgar og uppgjörs við Erfðafjársjóð svo framkvæmdafé lið- ins árs nálgaðist að vera um 330 millj. kr. og fannst mörgum sem útdeila skyldi að ekki veitti af. Skuldbind- ingar nú vegna framkvæmda nema nærri allri upphæðinni og er þá átt við skuldbindingar ráðuneytisins sjálfs. Því verður að segjast eins og er að ekki blæs byrlega fyrir þau fjölmörgu félög Öryrkjabandalagsins sem í framkvæmdum hafa staðið og standa, að þau fái eðlilega hlutdeild Fram- kvæmdasjóðs fatlaðra í þeim fram- kvæmdum s.s. lög segja ótvírætt til um. Eitt er alveg Ijóst: Úthlutun úr Framkvæmdasjóði fatlaðra verður ekki auðvelt verk í ár. * Ibrennidepli síðasta tölublaðs var rætt um þann mismun tekjutrygg- ingarupphæðar sem er hjá öryrkjum og ellilífeyrisþegum þ.e. að við 67 ára aldurinn lækkar upphæð tekjutrygg- ingar um nokkur hundruð krónur á mánuði. Þetta þykir mörgum öryrkj- anum hart við að búa, enda munar um svona upphæð hjá mörgum þeirra. Hins vegar fór ritstjóri rangt með til- urð þessa mismunar og er bæði ljúft og skylt að leiðrétta þá meinloku sína. Hann sagði sem sé að í tíð fyrrum heil- brigðis- og tryggingaráðherra hefði tekjutrygging ellilífeyrisþega verið lækkuð. Sá ágæti ráðuneytismaður Jón Sæmundur Sigurjónsson segir ritstjóra hér fara alrangt með. Málið hafi verið það að tekjutrygging öryrkja hafi á þessari tíð verið hækkuð duggunarlítið þeim til hagsbóta að sjálfsögðu og hefði mátt meta betur í blaði okkar en svo að túlka það nærri því á gagnstæðan veg. Það rétta hefði hins vegar verið að ellilífeyrisþegar hefðu þá ekki fengið þessa hækkun og þannig hefði umræddur mismunur myndast. Allra sízt vill ritstjóri fara rangt með þá hluti sem varða kjör öryrkja og aðgerðir allar þeim tengdar. Hann biður auðmjúklega afsökunar á þessari rangtúlkun sinni. Jón Sæmundur sagði þetta réttilega hafa verið nokkra kjarabót fyrir öryrkja sem síðan hefði haldist og sízt mætti vanþakka hana og tekur ritstjóri undir það. Hins vegar er þessi mismunur til staðar og áfram munu því öryrkjar kvarta yfir lækkun bótaupphæðar þegar ellilífeyrisaldri er náð, en það er svo allt önnur saga. * Talandi um skil á milli öryrkja og ellilífeyrisþega þá skal hérgetið um réttarbót sem ráðu- neyti tjármála kom í kring á liðnu ári og vissulega er vert að skoðar vél þúsundþjalasmiðsins Arnar í Örva. 54

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.