Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Blaðsíða 35
Skýrsla Blindrabóka-
safnsins 1995
Sömuleiðis út af styrkjum til félaga
okkar - rekstrarstyrkjum, sem nauð-
syn væri að hækka nokkuð. I fram-
haldi hér af sagði Haukur Þórðarson
frá frumvarpi nú fyrir þingi um breyt-
ingar á lögunum um málefni fatlaðra
þar sem fátt væri efnisatriða annað en
það að sveitarfélögin skyldu yfirtaka
málaflokkinn sem slíkan 1. jan. 1999
eða eftir tvö ár. Skipuð yrði verkefnis-
stjórn til að vinna þar að og yrði
bandalagið að koma þar inn í svo og
eiga aðild að lagasetningu um félags-
þjónustu sveitarfélaga sem myndi að
verulegu leyti taka við af eldri lögum.
Önnur mál.
a) Helgi kynnti uppkast að allítar-
legum tillögum trygginganefndar
bandalagsins, en auk hans eiga þar
sæti Sigurrós M. Sigurjónsdóttir
og Jóhannes Agústsson. Tillög-
urnar eru í 11 liðum með allnokk-
urri greinargerð og varða ýmis
meginmál sem bandalagið vill fá
breytingar eða leiðrétting á. Leitað
var heimildar stjórnar til þess að
nefndin sendi tillögur þessar til
endurskoðunarnefndar trygginga-
laga sem tillögur ÖBÍ og var það
heimilað.
b) Helgi sagði frá að á laggir væri loks
komin nefnd til að skoða samspil
félagsaðstoðar sveitarfélaga og
tryggingabóta svo og skattalega
meðferð. Tveir fundir þegar
haldnir og mál á allnokkurri ferð.
Að koma: Heilbrigðis- og trygg-
ingaráðuneyti, fjármálaráðuneyti,
embætti ríkisskattstjóra, félags-
málaráðuneyti og Trygginga-
stofnun ríkisins auk Öryrkjabanda-
lagsins, en forysta í höndum Jóns
Sæm. Sigurjónssonar.
c) Haukur Þórðarson vakti athygli á
frumvarpinu um réttindi sjúklinga
sem ætti endurskoðað að koma
fram á þessi þingi. Bandalagið yrði
þar vel að fylgjast með.
d) Þórey V. Ólafsdóttir gerði fund-
argerðir og frágang þeirra að um-
ræðuefni og vildi fá þær lesnar upp
í upphafi hvers næsta fundar á eftir
og var því fagnað og það ákveðið.
Fundi var slitið 18.40 en þá fram-
borinn léttur kvöldverður sem all-
flestir gæddu sér á með góðri lyst.
Með jólaóskum gengið frá gjöfulu
borði.
H.S.
Skýrsla Blindrabókasafnsins hefur
hingað á borð borizt, barmafull
af ýmsum fróðleik.
Fátt eitt skal fram talið hér.
Fjárveiting á fjárlögum nam 27,3
millj.kr. Þjónustudeildir safnsins eru
tvær: Utlána- og upplýsingadeild og
námsbókadeild. Síðan er svo tækni-
deildin og blindraletrið.
í árslok störfuðu 10 fastráðnir
starfsmenn á safninu. Formaður
safnsstjórnar er Þóra Óskarsdóttir
skipuð af menntamálaráðherra. Aðrir
eru: Þórdís Þorvaldsdóttir. Ragn-
hildur Björnsdóttir, Brynja Arth-
úrsdóttir og Sigtryggur Eyþórsson.
Bókvalsnefnd er ætlað að móta
stefnu í bókavali og gæta jafnvægis
milli fræðslu- og skemmtiefnis.
Styrktarsjóður er starfandi við
safnið frá 1989 og á að stuðla að
framförum í starfseminni og var
fjárframlag sjóðsins til safnsins nær
750 þús.kr. á árinu.
Vinafélag Blindrabókasafnsins
lagði því til rúmlega 300 þús.kr.
I safninu voru hljóðritaðar 169
bækurtil útláns. Ein jólabók til sölu.
Skrá yfir námsefni á snældum kom
út á árinu sem og hljóðbókaskrá.
Góðar gjafir eru þakkaðar - Kvenna-
deild Rauða kross Islands, Hjalta
Rögnvaldssyni og menntamála-
ráðuneytinu og sjálfboðaliða er getið
með góðum þökkum.
Eintakafjöldi útlána hjá Útláns-
og upplýsingadeild var 40.276
til alls 1038 einstaklinga og 118
stofnana. Rétt til að fá hljóðbækur
að láni í Blindrabókasafninu hafa
blindir og sjónskertir og aðrir sem
ekki geta fært sér venjulegt prentað
letur í nyt.
A árinu nutu 233 framhaldsskóla-
nemendur þjónustu námsbókadeild-
ar. Auk þeirra fengu a.m.k. 15skólar
afþreyingarefni á snældum fyrir les-
trega nemendur. Þjónustan beinist að
blindum og sjónskertum annars veg-
ar og svo nemendum með sértæka
lestrarörðugleika (dyslexíu). Fer sá
hópur mjög vaxandi.
Framleiðsla blindraleturs: 15
námsbækur, biblían, ein ævisaga, ein
ljóðabók og fjögur skáldrit voru búin
til prentunar á árinu. Prentuð voru
148 eintök bóka á 23.288 blindralet-
urssíðum. í þessum kafla kemur
fram að þeir eru ekki margir blindir
hér á landi sem lesa blindraletur.
Frá tæknideild koma þær upplýs-
ingar að titlum hafi fjölgað um 169 á
árinu eða um 1157 bandstundir.
Hljóðritanir í tæknideild drógust
saman um 27 titla eða 17% vegna
fjárhagsörðugleika safnsins.
Blindrabókasafn Islands er s.s. hér
hefur oft komið fram til húsa á 1 .hæð
Digranesvegar 5 í Kópavogi og
forstöðumaður er Helga Ólafsdóttir.
Þar er mikið starf og mæta gott unnið.
H.S.
Veiðisaga
Einu sinni var lítill strákur sem hét Guðni. Guðni átti heima í litlu þorpi
sem hét Vík. í Vík var stór hundur sem Gutti hét. Þeir Gutti og Guðni
voru miklir vinir, þeir leiku sér alltaf saman og þá var gaman. Einu sinni
komu þeir að stórri á. Guðni var með stöng með sér og renndi fyrir lax.
Laxinn var stór sem beit á svo Guðni togaði og togaði í. Það sá hundurinn
og fór að hjálpa strák. Það endaði þannig að báðir fóru í ána og blotnuðu
en komust samt heim báðir glaðir og ánægðir eftir góðan dag.
Eygló Ebba Hreinsdóttir, 1995.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
35