Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Blaðsíða 16

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Blaðsíða 16
Jólakaffið á könnunni, kræsingarnar á bak við. Guðbjörg Jóna iengst til vinstri. Innlitið í boði Blindravinafélagsins Innlitið síðla nóvembermán- aðar var hjá Blindravina- félagi íslands. Það mun vera árlegur siður þessa ágæta aðildar- félags okkar að bjóða starfsfólki og velunnurum til veizlu nokkurrar í nóvember og að þessu sinni var þetta góða boð haldið 29. nóv. og þangað lá leið okkar Ásgerðar framkvæmdastjóra þann dag, en Ólöf formaður í útlöndum, fjarri góðu gamni og veglegri veizlu. Guðbjörg Jóna, sem sæti á í stjórn Öryrkjabandalagsins og er gjald- keri og starfsmaður félagsins tók ásamt öðrum mætum starfskonum á móti okkur og við fengum nokk- urri fróðleiksfýsn svalað, þó margt hafi okkur mætakunnugt verið. En aldrei er hin góða vísa of oft kveð- in. Við hurfum á vit fortíðar og fengum svo að vita stöðuna í dag. Það var rækilega minnt á hinn ein- staklega góða hlut frumkvöðulsins og brautryðjandans Þórsteins Bjarnasonar, sem var lífið og sálin í félaginu um áratugaskeið, helgaði félaginu og blindu fólki og sjón- skertu krafta sína af fórnfýsi og hugmyndaauðgi með dáðríkan dug í farteskinu. Minnir okkur um leið á hver þörf er í raun á hverjum tíma á hugdjörfum hugsjónamönnum, sem bæði fara í fylking fremst og eftir fylgir svo framkvæmd góð. Blindravinafélag Islands er annars elzt aðildarfélaga Öryrkjabandalagsins og um leið elzt slíkra félaga. Stofnað árið 1932. Svo aðeins sé að því helzta vikið þá má segja að félagið hafi á fót komið fyrsta verndaða vinnu- staðnum og það rak lengi Blindra- skóla af miklum myndarskap. 1 þessu sem öðru var Þórsteinn sá sem bæði hugsaði upp hlutina og kom þeim svo til farsællar fram- kvæmdar. Allir viðmælendur okk- ar sögðu minningu þessa merka manns ofarlega í huga, enda órjúf- anlega tengd öllu meginstarfi fé- lagsins fyrr á tíð. Blindravina- félagið á sögu mikilla umsvifa hér áður fyrr, einkum hvað varðar atvinnu- og menntunarmál. Þegar bezt lét á vinnustaðnum voru 3 vef- stólar í gangi auk alls annars. Upp var rifjað þegar daglega var farið inn í þvottalaugar til að lita efni í dreglana og má nærri geta að ærið kaldsamt hafi verið á stundum. arna var ýmiss konar fram- leiðsla auk körfugerðar: kók- osdreglarnir alkunnu, handklæði, gólfklútar, mottur, burstar svo eitt- hvað sé nefnt. Þessi vinnahjálpaði hinum blindu í atvinnulegu, efna- legu og félagslegu tilliti og var þeim þannig afar dýrmæt. Blindra- vinafélagið á húsið að Ingólfstræti 16 þar sem eru bækistöðvar þess og auk þess á það tvær íbúðir aðrar. I Ingólfsstæti 16 eru fjórar íbúðir sem félagið leigir út sjáandi fólki sér til fjáröflunar. Félagið er með körfugerð sína í kjallara hússins en mikið er um ýmiss konar viðgerðir, körfurnar selur félagið svo sjálft, en því ekki að neita að körfusalan er treg, þó ekki hafi síðasta ár verið það versta í því efni. Þarna eru 7 á launaskrá, 3 í daglegu starfi. Blindravinafélagið lagði á sínum tíma fé sem svaraði tveim vistrým- um til Hrafnistu í Reykjavík og hefur þar af leiðandi ákveðin umráð yfir vistun í þeim rýmum. Það hefur stutt fjölmörg ágæt verkefni, veitt námsstyrki, styrkt útgáfu um hvíta stafinn og ekki má gleyma því að félagið er ásamt Blindrafélaginu aðili að sjálfseign- arstofnuninni Eir. ✓ Afélagaskrá munu nú um 100 manns. í stjórn eru nú: Helga Eysteinsdóttir form., Hannes Helgason ritari, Guðbjörg Jóna Sigurðardóttir gjaldkeri og aðrir í stjórn: Elín Pálsdóttir, Sigurður Guðjónsson og Karlotta Helga- dóttir. Til vara er Gyða Guðjóns- dóttir. Við sátum þarna drjúga dagsstund við dýrðlegt veizluborð. Blindravinafélagi íslands er þakkað fyrir veglegan viðurgern- ing og um leið og við Ásgerður þökkum fyrir okkur, árnum við Blindravinafélaginu alls hins bezta í framtíðinni um leið og áranna ágæt iðja er þökkuð. H.S. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.