Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Blaðsíða 37

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Blaðsíða 37
Jón Hlöðver og Lúlli hitta elskuleg vestur-íslenzk hjón frá Winnipeg úti á Vancouver-eyju. ingsgörðum og stórverslunum voru víðast hjólastólar staðsettir á áberandi stöðum við innganginn. Sömu sögu er að segja um aðgengi að opinberum stöðum, jafnt hótelum sem og öðrum, alls staðar skábrautir og lyftur. Einnig virtist mér að gangbrautir og stéttir væru vel frágengnar fyrir fatlaða, fláar á gangstéttum jafnir og lausir við stalla. Kristine Cowley, sem fyrr var getið, telur að árangur í að bæta að- gengi og lífsskilyrði fatlaða í Kanada ráðist fyrst og fremst af því ákvæði stjómarskrár þeirra, sem kveður á um jafnrétti þegna óháð kyni, litarhætti og líkamlegu ástandi. Og þetta sé almennt virt sem frum- réttur hvers þjóðfélagsþegns, og skylda framkvæmdavaldsins að taka til greina. Heimsókn í miðstöð heila- og mænuskaddaðra Laugardaginn 22. júní mætti ég að morgni dags í miðstöð CPA í Winni- peg, á fund við Kristine Cowley, framkvæmdastjóra samtakanna. Kristine er sjálf í hjólastól, og gjör- þekkir málefni fatlaðra bæði af eigin reynslu og í gegnum nám sitt og störf fyrir samtökin. Hún upplýsti mig fyrst um samtökin og ætla ég að reyna að gera smáúrdrátt á því hér á eftir: Samtök mænu- og heilaskaddaðra í Kanada. CPA, voru stofnuð að stríði loknu, árið 1945. Fyrir þann tíma höfðu flestir sem urðu fyrir slysum er ollu lömun á mænu dáið, en með auk- inni þekkingu og tækni í bæklun- arlækningum á tímum stríðins varð til hópur þegna í Kanada sem lamast höfðu á mænu í stríðinu og lifðu af, en áttu sér ekki aðra framtíð en að vera vistaðir á sjúkrastofnunum. Hópur ungra og viljugra mænuskaddaðra manna stofnaði fyrstu CPA samtökin í Toronto árið 1945. 26 ára gamall maður, að nafni Tony Mann, sem lam- ast hafði á mænu í skotárás 20 dögum fyrir stríðslok, varð helsti baráttu- inaður fatlaðra í Kanada og fram- kvæmdastjóri CPA um áratugaskeið frá árinu 1946, en Tony Mann lést á þessu ári, 76 ára gamall. Eftir hann var mælt, að með lífi og starfi hefði hann stuðlað að betri heimi fyrir alla. Takmark CPA er að skjólstæðingar þeirra öðlist fullan þáttökurétt í samfélaginu. Baráttumálum CPA má lýsa í þremur málsgreinum: 1) Að styðja fatlaða í að geta lifað sjálfstæðu og hamingjusömu lífi í opnu samfélagi. 2) Að aðstoða stjórn samfélagsins við að skilgreina. draga úr og ein- angra þröskulda sem hindra fatlaða í að lifa óháð og sjálfstætt. 3) Að hvetja til og stuðla að úrræðum til að koma í veg fyrir mænu- sköddun og um leið að örva fram- farir í lækningum og umönnun mænuskaddaðra. Kristine Cowley lamaðist á mænu í slysi árið 1987. Hún hóf há- skólanám í taugalíffræði árið 1990, og stefnir að doktorsprófi í þeirri grein á næstu árum. Hennar sérsvið eru rann- sóknir á mænunni og sérstaklega á þeim taugafrumum sem tengjast hreyfingaþætti líkamans. M.a. er þekking á því sviði undirstaða fyrir þeirri þróun læknavísinda að gera við og byggja upp nýjar tengingar á mænusvæði sem vonir eru til að geti í framtíðinni læknað að einhverju leyti lömun í mænu. Það sem mér þótti merkast af því sem ég kynntist af verkum CPA er að samtökin hafa allt frá upphafi lagt áherslu á markvissa og skipulagða ráðgjöf fyrir þá sem lamast hafa á mænu, eins konar áfalla- og lífsendurhæfingarhjálp, í samráði við lækna. Reynslan af ráðgjöfinni hefur verið svo góð að hún hefur nú verið tekin upp sem háskólagrein í Winni- peg og víðar. Sá sem námið stundar verður að hafa kynnst lömun af eigin raun og geta miðlað af eigin reynslu, bæði líkamlega og tilfinningalega. Þarna afla svo nemendur sér þekkingar í undirstöðuþáttum læknis-, félags-, hjúkrunar- og sálfræði til að verða enn hæfari til að miðla ráðgjöf og einnig að stuðla að betri árangri í samvinnu við þá mörgu aðila sem að máli hins lamaða koma. Eg læt hér með lokið að greina frá kynnum mín- um af starfi CPA, enda þótt af miklu fleiru sé að taka. Mér finnst engin spuming um það að félagið okkar ætti að koma sér í samband við þessi sam- tök í Kanada, því svo margt virtist mér eftirsóknarvert fyrir okkur að kynnast og læra af. T.d. er mikil útgáfustarf- semi á vegum samtakanna, alls konar bæklingar til að fræða félaga um fjölmargt sem eykur möguleika þeirra til sjálfstæðs lífs, auk margra rita sem CPA ýmist gefur út eða dreifir. Lömun ungs manns í mótorhjólaslysi Daginn eftir átti ég fund með séra Ingþóri ísfeld, sem ég greindi frá í byrjun. Og skráði ég hjá mér eftir- farandi frásögn frá þeim fundi. Sonur Ingþórs, Stefán var 21 árs gamall þegar hann varð fyrir slysi sem umturnaði öllum hans lífsáform- um og umbreytti heimilisaðstæðum hans og foreldranna. 30. apríl árið 1982 velti Stefán mótorhjóli, sem hann hafði aðeins átt í 8 daga, með þeim afleiðingum að mænan fór í sundur. Á þessum tíma nam Stefán díselvélvirkjun, en hann hafði ekið 800 km norður frá Winnipeg til að afla sér aukatekna við vinnu hjá námu- félagi. Enginn er til frásagnar um það hvernig slysið gerðist né hve langur FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.