Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Blaðsíða 25
Frá Örva.
Eftirmiðdagsvaktin
í nýjum vinnusal.
Sjá næstu síðu.
Frá Svæðisráði Reykjaness
Formálsorð ritstjóra:
essi bókun úr fundargerð
Svæðisráðs Reykjaness barst
ritstjóra rétt eftir áramótin en
hún mun frá fundi ráðsins 10. des-
ember 1996. Hér er að mörgu afar
umhugsunarverðu vikið og því rétt að
birta bókun þessa. Hér er inn á mörg
þýðingarmikil mál komið, um sum
þeirra eflaust skiptar skoðanir, en því
meiri ástæða til að viðra þær og skapa
jafnvel umræðu þar um. Blaðið er
öllum opið til skoðanaskipta og færi
vel á viðbrögðum góðum. í formála
er sagt að þegar liðin eru nú 4 ár af
starfstíma ráðsins þá sé hollt að staldra
við - lýsa skoðun ráðsins og afstöðu
þess til málaflokksins almennt í dag.
Og er þá að þessari tvískiptu bókun
komið.
1. Skipan mála í dag - flutningur
málaflokksins til sveitarfélaganna
Ráðið telur að unnið sé skipulega að
málefnum fatlaðra á Reykjanesi.
Svæðisskrifstofan og aðrir sem vinna
með fatlaða vanda til vinnubragða og
reyna að nýta þá fjármuni sem ætlaðir
eru til málaflokksins með sem skyn-
samlegustum hætti.
Þær breytingar eru fyrirhugaðar í
málefnum fatlaðra að flytja þau til
sveitarfélagannaumaldamótin. Nýta
þarf vel tímann sem fer í hönd fram
að yfirtöku sveitarfélaganna og undir-
búa flutninginn vandlega.
í sveitarfélögunum þarf að brúa
bilið milli starfa Svæðisskrifstofu og
félagsþjónustu á vegum sveitarfélag-
anna og byggja upp fagleg tengsl og
samvinnu þannig að starfsfólk í
félagsþjónustunni verði betur í stakk
búið að taka virkari þátt í faglegum
rekstri málaflokksins. I þessu sam-
bandi vill Svæðisráð benda á þær til-
raunir sem gerðar eru um samstarf í
Kópavogi og hvetur til þess að fylgst
sé með framvindu þeirra. Ljóst er að
fámenn og dreifbýl sveitarfélög verða
að sameinast um þjónustu við fatlaða.
Hvernig svo sem ný lög um mál-
efni fatlaðra verða þegar þau líta dags-
ins ljós þá er það mat Svæðisráðs að
fara verði með mikilli gát við flutning
málaflokksins. Margvísleg þjónusta
við fatlaða er svo samofin og sérhæfð
að erfitt verður að skilja hana sundur
eftir bæjarfélögum. Þjónusta við fatl-
aða snýst um þjónustu við fólk fram-
kvæmda af aðilum sem hafa til þess
þekkingu og reynslu. Fagleg sjónar-
mið mega því engan veginn falla í
skuggann af beinhörðum rekstrar-
sjónarmiðum þegar málaflokkurinn
færist til sveitarfélaganna. Fagleg
þjónusta verður að fylgja og má ekki
flytjast frá einstaklingunum við breyt-
inguna. Tryggja verður að allir fatl-
aðir í kjördæminu fái notið árangurs
af þeirri öru þróun sem átt hefur sér
stað í endurhæfingu og læknisfræði
síðustu árin. Svæðisráð telur nauð-
synlegt að sveitarfélögin reki sameig-
inlega greiningar- og fagskrifstofu til
þess að tryggja fötluðum þá þjónustu
sem þeir þurfa á að halda.
2. Almennt um málefni fatlaðra vill
Svæðisráð benda á nokkur atriði
Það er bitur reynsla ráðsins og
þeirra sem í málaflokknum starfa að
margir fatlaðir fá ekki þá þjónustu
sem nauðsynleg er. Það er augljóst
að í náinni framtíð verður þjónustu-
þörf ekki fullnægt með því tjármagni
sem lagt er til málaflokksins. Það er
líka augljóst að fötluðu fólki mun ekki
fækka á næstu áratugum heldur fjölga
m.a. vegna þess að hátækniþjóð-
félagið skilar stöðugt fleiri fötluðum
og þróun læknisfræði og endurhæf-
ingar veldur því að fleiri lifa og mun
lengur en áður.
Skortur á fjármagni og fjölgun
fatlaðra leiðir hugann að þeim miklu
kröfum sem gerðar eru í ytri aðbúnaði
fyrir fatlaða. Þessar kröfur hafa leitt
til þess að aðeins fáir fatlaðir fá við-
unandi lausnir meðan aðrir sem hírast
á biðlistum við oft á tíðum ömurlegar
og mannskemmandi aðstæður fá ekki
úrlausn sinna mála sérstaklega hvað
varðar búsetu.
Svæðisráð telur ekki verjandi að
útskrifa fatlaða af sólarhringsstofn-
unum inn á þau fáu nýju sambýli sem
tekin hafa verið í notkun undanfarin
4 ár á meðan mikill fjöldi fatlaðra býr
við neyð í heimahúsum og heilu fjöl-
skyldumar sundrast vegna álagsins á
heimilum.
Svæðisráð telur að það húsnæði
sem byggt er fyrir fatlaða sé oft á tíð-
um of dýrt og íburðarmikið. Á meðan
er fjöldi fatlaðra í eins konar
“geymslu” á stofnunum sem ekki em
ætlaðar þeim, svo sem elliheimilum,
stofnunum í heilbrigðiskerfinu og
jafnvel á götunni.
Svæðisráð telur ekki réttlætanlegt
að gera upp á milli fatlaðra hvað varð-
ar aðbúnað og búsetu.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
25