Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Blaðsíða 45

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Blaðsíða 45
“Það er olía á Rangárvöllum, í sveitinni minni, veistu að olíuæðin sem brauðfæðir eldfjöllin, sérstaklega Heklu, rennur þarna undir. Hvernig ætti eldur að vera í jörðinni nema að eldsneyti væri til staðar’’. Hann varð ákafur og hélt áfram. “Þegar eldur kemst í olíuna verður eldgos en ef eldur fer í gas verður jarðskjálfti, þetta er augljóst, það þarf ekki að segja mér annað, mér er alveg sama hvað þessir vísindamenn segja og kalli mig ruglukoll”. Við horfðumst í augu, það var ákveðni í augnaráði hans en hun vék strax fyrir smitandi hlátri. “Er þetta hægt Matthías?” spurði hann. “Hvað áttu við?” “Æi, þetta er að vestan, ekki meir um það”. “Jæja kannski ég drífi mig”. Hann stóð á fætur. “Takk fyrir kaff- ið”. Hann rétti mér höndina og kvaddi. Nokkrum dögum seinna sá ég að hann var eitthvað að stússa við bílinnsinnoggekkþvítilhans. Hann var í sömu fötunum og alltaf, svartar buxur, blá skyrta og grágræn úlpa. Hann notaði axlabönd. “Hvað stendur nú til?” “Ég var að vinna í happ- drætti”, hann hló en rétti mér strax höndina og sagði hress í bragði: “Komdu sæll og blessaður og hvað segirðu í fréttum”, hann hló aftur. “Allt ágætt takk fyrir”, svaraði ég hlæjandi. “Ég er voðalega hræddur við Hafnarfjörð og Vestmannaeyjar”. Hann var grafalvarlegur. “Nú”. “Það fer bráðum að gjósa þar”. “Jæja”. “Það hlýtur að fara að koma að þessu því það er svo langt síðan mig dreymdi þetta”. “Hvað kemur þetta happdrættisvinningi við?” “Æ, ég veit það svosem ekki”. Hann nuddaði saman stórum höndum og var drjúgur með sig. “Vannstu stórt?” “Ég vann nokkrar milljónir”. Það lifnaði yfir honum aftur og hann hélt áfram: “Það var búið að hvísla því að mér að ég myndi vinna í des- ember”. “Hver?” Hann skellihló. “Nú það er ekki allt sem sýnist! Hef- urðu séð huldufólk?” Nú fékk hann hláturskast. “Ja þú hefur nú sagt mér sitt af hverju um það”. “Já mér var sagt þetta”. Hann brosti. “Ég býð í kaffi”. “Ja ég get svosem kjaftað við þig”. Yið gengum frá bílnum og tókum lyftuna upp að íbúðinni minni. Ég hellti uppá og hann settist í sófann. “Ég veit hvar gullskipið er”. Hann talaði ákveðið. Ég rétti honum kaffibolla og settist. “Jæja, það var svosem auðvitað”, tautaði ég. Hann saup á kaffinu og þessi litli, knái en aldraði maður hresstist til muna. “Mér hefur margsinnis verið sýnt það fullbúið seglum. Hvernig ætti það að geta byggt sig upp nema það væri þarna undir”. Hann saup aftur á kaff- inu. “Það er svona 50 km. frá staðnum sem þeir leituðu. Það rak nefnilega þarna upp því þarna var fjörður áður fyrri. Ég segi ekkert strax en þú mátt vita að Skaftá rennur þarna nálægt. “Jæja, það er margt skrýtið”. Mér var öllum lokið. “Já það er margt skrýtið í maga á Ingibjörgu”. “Það er eins gott að henni verði ekki óglatt”. Við hlógum. “Núna förum við þangað og finnum það og þá hætta þeir að hlæja að mér”. Hann var grafalvarlegur. “Núna á ég nefnilega pening og ég er búinn að kaupa málmleitartæki”. “Ég er til í það”, tautaði ég ringlaður. Yið keyrðum í blíðu austur og við tókum með okkur allskyns tæki og tól. Þetta var heimasveitin hans þ.e. Rangárvellir og ég heyrði margar sögur við hvern hól og klett sem við bar, enda hneigði hann sig hvað eftir annað þannig að það leit út fyrir að hann væri að kinka kolli til ábúenda grjótsins. Loks komum við á staðinn og hann rauk út með málmleitartæki og það pípti af ákafa. “Það var lóðið Þórkatla”, hrópaði gamli maðurinn og hoppaði og hló. “Hvert þó í þreif- andi”, sagði ég og horfði á. Hann gekk í kringum staðinn með tækið og það pípti án afláts. “Nú vantar bara skurðgröfu, ég skalbarasegjaþérþað!” Hann hafði yngst um mörg ár í andlitinu. “Nú hætta þeir að hlæja að mér, meira að segja prestfjandinn í sveitinni, honum var nær að borga mér ekki kaupið”. Hann tók upp skítugan vasaklút og snýtti sér hressilega. Ég var hálf utan við mig af undrun. Skúmar steyptu sér yfir okkur en við vorum ekki í þannig hættu. Við keyrðum niður í Kirkjubæjarklaustur til að leigja skurðgröfu. “Það skal ég segja þér að það voru þrjú hundruð manns sem fórust með þessu skipi, það er heldur ekki laust við að við höfum félagsskap margra þeirra”, hann hló, “núna eru þeir reiðir”. Mér var öllum lokið og ákvað að hlæja með honum til að gera eitthvað. Gullskipið varfundið. Þeir hlæja ekki lengur að Guðmundi gamla. Magnús Einarsson Stökur Eldar kólna, endar stríð orða hljóðnar bjalla. Oss mun “tími” á hverri tíð til sín einnig kalla. xxx Nótt þú sem læðist um lönd lýkur í faðmi þér strönd. Nótt þú ert dulúðg og djúp dimmunnar umvafin hjúp. Andvaka, ert þú hjá mér angur mitt fel ég hjá þér. Nótt hjá þér hugsvölun finn í hjarta mitt læðist þú inn. Björn G. Eiríksson sérkennari. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.