Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Page 53

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Page 53
Ljóð Þorbjarnar Magnússonar Formálsorð ritstjóra: Sá hugþekki og trausti Sjálfs- bjargarfélagi, Þorbjörn Magnússon, átti í fórum sínum mörg ágæt ljóð, ekki sízt frá æskuárum sínum. Þorbjörn bjó hér í Hátúni 12 mörg síðustu æviárin, en hafði áður búið á Reyðarfirði og á bernskuslóðum sínum í Jökulsárhlíð á Héraði. Ritstjóra var falin varðveizla þessara ljóða og lítur oft í þau sér til hugarhægðar. Þorbjörn orti bæði alvarleg kvæði, þar sem stundum gætir bölsýni, þó brosað sé í gegnum tárin, en honum lét líka einkar vel að slá á létta strengi, gamankvæði hans listilega gerð, en því miður flest gley md og glötuð. Þorbjörn hélt þeim alls ekki saman sjálfur, sagði þau ætluð ákveðinni stund og stað og ekki til varðveizlu. Sama er raunar að segja um fjölmörg önnur ljóð Þor- bjarnar. Ritstjóri fékk á sínum tíma naumt leyfi Þorbjarnar til að mega birta ljóð hans í þessu blaði Öryrkjabandalagsins og það leyfi nýtt nú okkur til ununar. Hér korna tvö Ijómandi góð sýnishorn ljóða hans, bæði frá yngri árum Þorbjarnar og trúlega mun ljóðið Frelsi ort í kringum lýðveldisstofnunina 1944. Vorið og þú Hjartkæra vina mín veistu að vorið er sama og þú, að þú hefir huga minn heillað og hjarta mitt áttu nú. Frelsi Dögg var á stráum, drúpandi höfði dreymdi hin ungu blóm. Blátæran vafði blíðum faðmi bernskunnar helgidóm. Þú hefir grætt mig og gefið gleðinnar dýrasta hnoss, boðið mér brosandi varir í brennandi ástarkoss. Léku við ströndu lognværar öldur Ijóðrænan tónaseið. Loftið var þrungið af Ijúfri angan, landið í draumi beið. Þú hefir vina mín vakið vorið í hjarta mér. Nú dreymir mig daga og nætur um dýrðina í faðmi þér. Nú yrki ég aðeins um vorið ástina, lífið og þig. Litla Ijóshærða vina. Ljóðið um þig og mig. Draumsvanir flugu drifhvítum vængjum djúpt í heiðanna ró. Handan við fjöllin og himinblámann hamingja þeirra bjó. Á hljómkviðu vorsins, heit af gleði, hlustaði þjóðin öll. ísland er vaknað af aldanna svefni, ómaði um byggð og fjöll. Sigur var unninn, sólvefjum slunginn söngur hjartnanna steig. Heimkomin þjóðin, hljómþyrst bergði hamingju sinnar veig. Þorbjörn Magnússon Hlerað í hornum Prestur einn fyrr á öldinni sendi vinnumann sinn til Davíðs nokkurs, bónda í annarri sveit og skyldi vinnu- maður fala hest af Davíð þessum. í miðri messugjörð kom vinnumaður til baka og fór þegar til kirkju. Rétt er hann varkominn í sæti þá spyrprestur í ræðu sinni: “Og hvað segir svo sjálfur Davíð um þetta?” Þá svaraði vinnumaður hátt og skýrt: “Hann segist senda hestinn ef þú sendir peningana”. Maður einn eystra var alkunnur fyrir málfar sitt og mismæli. Hann átti hryssu eina sem var afar dettin, en þó reið hann henni oftast milli bæja. Hann var spurður hvers vegna. „Ja hún Skjóna er svo sem ágæt, en það er verst að hún er alltaf á fjórum fótum undir mér.“ FRÉTTABRÉF ÖRYRKJAB ANDALAGS1NS 53

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.