Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Blaðsíða 18

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Blaðsíða 18
stað en það hefur líka sína kosti. Og í raun og veru hefur þessi búseta alls ekki gefist illa. Fólk með ólíkar fatlanir hefur oft á tíðum náð ágætlega saman og lært að umbera kosti og galla hvers annars. Og þá komum við að hluta þess sem verið er að ræða hér í dag. Nefni- lega heimaþjónustu og heimahjúkrun. Hússjóður Öryrkjabandalagsins á nú 540 íbúðir víðsvegar um landið, flestar þó hér á Reykjavíkursvæðinu. Allar eru þessar íbúðir leigðar öryrkj- um. Það sem stefnt er að í dag er að fólk eigi valkosti. Geti fengið íbúðir “úti í bæ” eins og sagt er en kjósi það að búa á stað eins og í Hátúninu sé sá möguleiki líka fyrir hendi. Og við skulum heldur ekki gleyma þætti sambýlanna. Sá þáttur er ómissandi í þessari búsetuflóru. Hússjóður Öryrkjabandalagsins rekur ekki sambýli en þó nokkur sambýli á ann- arra vegum eru rekin í húsnæði í eigu hans. í dag virðist allt stefna í þá átt að allir eigi að geta búið einir í íbúð. Það má alltaf deila um hvað er rétt og hvað er rangt í þeim efnum. Það sem er mest um vert er að einstakling- urinn sjálfur fái að ráða því hvar hann býr sé þess nokkur kostur. Og ég held að sá einstaklingur sem ekki er fær um að segja til um búsetu sína sjálfur geti ekki búið einn í íbúð hversu mikið sem aðra kannski langar að sanna að hann sé fær um það. En til þess að mikið fatlað fólk geti verið í sjálfstæðri búsetu þarf oft mikla þjónustu. Og án þessarar þjón- ustu er útilokað að viðkomandi geti látið draumana um sjálfstæða búsetu rætast. Og þá kemur inn sú ágæta þjón- usta sem heitir heimahjúkrun og heimaþjónusta. Þessir þættir hafa verið til frá örófi alda. Heimahjúkrunar er getið alls- staðarjafnvel íþjóðkvæðum: “Móðir ljáðu mér mjúka sæng - systir bittu mér síðuband”, segir Ólafur Liljurós eftir að álfkonan veitti honum bana- sárið og hann knúði hest sinn spora heim til sinnar móðurdyra. Og í sög- um okkar eru óteljandi dæmi um fólk sem lá heima og var hjúkrað þar. Munið þið ekki eftir konunni í Brekkukotsannál sem kom að Brekkukoti af því hana langaði svo aðdeyjahjáókunnugum! Ogsvovar það fólkið sem lagðist í kör. Gömul vinkona mín sagði mér frá því þegar hún sem barn flutti frá Ströndum yfirTröllatunguheiði niður í Geiradal. Og með okkur, sagði hún var flutt kona á kviktrjám. Hún lá í kör heima hjá okkur. Það vissi engin hvað var að henni en hún var nú mat- heil, bætti hún við. Mér fannst þetta afskaplega skrýtið og skemmtilegt orð. Það þýddi að sjálfsögðu að konan hefur getað borðað. En í dag liggur fólk yfirleitt ekki í heimahúsum. Og ég er heldur ekki að tala um sjúkt fólk heldur fatlað fólk, sem þarf vissa umönnun og þjón- ustu til þess að það geti búið á eigin heimili og liðið eins vel og kostur er. Og það sem farið er fram á er að þessi þjónusta sé til staðar og sem betur fer er hún það í dag. Bæði heimahjúkrun og heimaþjónusta, þessar tvær starfsgreinar sem þurfa að haldast í hendur ef dæmið á að ganga upp. Framfarirnar í þessum málum erumiklar. Þaðerekkisvoýkjalangt síðan að þessi þjónusta var ekki fyrir hendi og það var mikið meira mál að taka inn mikið fatlaða einstaklinga og í raun útilokað. En ég held það megi segja að a.m.k. á Reykjavíkursvæðinu gangi þetta nokkuð vel. Öryrkja- bandalagið hefur a.m.k. ekki þurft að kvarta yfir að heimahjúkrun og heimaþjónusta sé ekki til staðar þegar á þarf að halda. s IHátúnshúsunum er þessi þjónusta til fyrirmyndar - þar hafa ekki verið svo mikil mannaskipti í seinni tíð og ágætis fólk sem heldur utan um þessa þjónustu. Að vísu hafa helst ekki verið teknir inn aðrir en öryrkjar sem geta gengið svonaumsitt. Enöryrkjareldasteins og aðrir og þeim er ekki sagt upp þó þeir verði ellilífeyrisþegar. Fólk getur búið í sínum íbúðum meðan þess er nokkur kostur að það geti bjargað sér en oft er það svo að þeir sem gátu séð ágætlega um sig sjálfir þegar þeir fluttu inn eru þess kannski ekki umkomnir þegar aldurinn færist yfir. Nokkuð er um í seinni tíð að meira fatiaðir einstaklingar hafi fengið hús- næði á vegum Hússjóðs Öryrkja- bandalagsins og þá kemur heimilis- hjálp og heimahjúkrun í góðar þarfir og gerir þeim eldri kleift að vera lengur á sínu eigin heimili sem allir kjósa helst,og þeim yngri að reyna að spjara sig í sjálfstæðri búsetu. Ég held að rétt sé að nefna um leið þann spam- að sem af því hlýst að viðkomandi þurfi ekki að fara inn á stofnun. Því alltaf er verið að hagræða og spara eins og við vitum - ekki síst nú á dögum. Það sem hefur kannski ekki alltaf verið í nógu góðu lagi er svokölluð liðveisla og frekari liðveisla og mörkin á milli hvað er heimaþjónusta og hvað er liðveisla. Liðveislan er tiltölulega nýtt fyrirbrigði sem kom til með síðustu endurskoðun laga um málefni fatlaðra. Og hún er hluti af því ferli sem þarf þegar fatlaður 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.