Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Blaðsíða 51

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Blaðsíða 51
ráðgjafa í viku hverri og sagt frá mikilli ráðstefnu 17.marz á þessu ári. Sigurður Tr.Kjartansson er með skemmtilega ferðasögu frá Finnlandi segir frá léttri dagskrá - sem kölluð er Camudec í tengslum við Evrópuráð- stefnu flogaveikra. Segir þar m.a. frá háskólasjúkrahúsi einu þar sem 40 aðgerðir eru gerðar á ári á fullorðnum flogaveikum. Frá Evrópuráðstefnunni sjálfri segir félagsráðgjafinn, Jónína Björg Guðmundsdóttir. Þar varumákveðin efni fjallað s.s. lífsgæði (flogaveiki hvað með það!), sjálfsstjórn, endur- hæfingu og atvinnumöguleika svo og áhrif flogaveiki á lífið almennt. Formaður Umhyggju segir frá félagsskapnum, en foreldrafélag LAUF er þar innan dyra. Alls eru 17 foreldrahópar eða félög innan Umhyggju. Þær Bergrún og Jónína Björg eru með bráðfjörugt viðtal við Sigurð Tr.Kjartansson, sem rekur lífshlaup sitt og erfiða en sigursæla baráttu við flogaveikina. Hann rekur m.a. náms- og starfsferil og alveg sérstaklega rannsóknaferil sinn sem er orðinn tjölbreyttur og skýrir frá væntanlegri stóraðgerð úti í Bandaríkjunum. Bjartsýni Sigurðar um árangur hennar er aðdáunarverð. Fjallað er um flogafár sem er alvar- legasta ástand flogaveikinnar - flogin bæði altæk og sértæk. Hjá flestum eru undirliggjandi heilasjúkdómar. Krampaflogafár er lífshættulegt með- an það stendur yfir. Farið er yfir með- ferðarmöguleika sem mest felast í lyfjum. Fleira fróðlegt efni er í þessu mjög svo læsilega blaði. *** Að lokum verður hér greint frá afar myndarlegu riti Gigtar- félags íslands 2.tbl. 1996 sem auð- vitað ber nafnið Gigtin. Sækjum fram nefnist forystugrein formanns, Árna Jónssonar. Árni telur gigtarsjúkdóma hafa verið um of vanrækta, en gigtarsjúkdómar munu algengasti sjúkdómaflokkur í V- Evrópu, dýrastur og mest vanræktur. Nú er sá draumur að rætast að gigt- rannsóknarstofa verði starfrækt. Afar vönduð úttekt er svo á bein- þynningu, þar sem margir sérfræð- ingar koma að. Sjá næstu síðu Stökur úr lausu lofti gripnar Vetrarmynd Vefjast fönnum fjöllin há fólk í önnum víða. Liggur mönnum ósköp á oft með sönnum kvíða. Um áramót Um fátæktina fræddu þeir fjarska misjafnt pundið. Annar sagði: Ekki meir. Enga hinn gat fundið. Vellíðan Öll mín ræða er í sátt yndisþræði bundin. Efli og glæði andans mátt ekki mæðir lundin. Maður ársins í vinsældakosninga villtum dansi vissulega er glatt með sann. Soffía og Ástþór með elegansi yfirbuguðu forsetann. Kveðið á þorra Þegar hríðin þreyta kann þá menn tíðum gleyma. Að vetur líður víst með sann vorið bíður heima. Á þorrablóti Átsins braut er ærið hál einhver fylgir væta. En söngsins ylhýr unaðsmál alla hugi kæta. Endurfundir Þig ég roskna leit og lúna liðið höfðu fjölmörg ár. í augum þínum aðeins núna ergelsi og kvíðafár. Á útmánuðum Enn þó herði frost að fold fönn og klaki hylji mold. Lengir daginn, léttast spor lít ég bráðum ylríkt vor. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.