Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Síða 36

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Síða 36
Jón Hlöðver Askelsson tónskáld: Kanadaferð frá sjónarhóli fatlaðs ferðalangs Inngangur. s g átti þess kost í júní sl. að ferðast þvert yfir Kanada frá Halifax á austurströndinni til Vancouver á vesturströndinni. Kór Akureyrarkirkju fór í tónleikaferð þessa leið og slóst ég í för með þeim. Bæði var það að konan mín syngur í kórnum og einn- ig að lög og út- setningar eftir mig voru fluttar á tónleikum kórs- ins. Þetta varð mér hvatning til ferðarinnar. Auk þess hafði Kanada um árabil lifað í undirmeðvitundinni sem óskaáfangastaður. Það tengist trúlega þeim örlögum ömmu minnar á Mýri í Bárðardal að sjá að baki föður og öllum systkinum sínum, tíu að tölu, er þau fluttu alfarin til Kanada í byrj- un aldarinnar. Þannig bar þessa nýju fósturjörð ættingja rninna oft á góma á mínu æskuheimili, auk þess sem frændfólk að vestan heimsótti okkur alloft. Það sem er ónefnt og er tilefni þessarar greinar var löngun mín til að nýta ferðina og kynna mér eftir föng- um málefni fatlaðra í því landi og hvernig að fötluðum er búið þar. ær móttökur hjartahlýs fólks og sú ánægja sem ég fékk notið í ferðinni gæti orðið efni í langa frásögn. En ég held mig að þessu sinni fyrst og fremst við það hvers ég varð vísari um málefni fatlaðra og hver mín persónulega reynsla varð af heim- sókninni til Kanada, jafnframt því sem ég mun reyna að miðla mínum kynnum af félagsmálum fatlaðra og af persónulegri reynslu fólks, sem ég kynntist af fötlun sinni eða sinna nánustu. Við undirbúning þessa þáttar ferðarinnar naut ég ómetanlegrar aðstoðar séra Ingþórs ísfeld, prests í Winnipeg. Hann hafði veg og vanda af skipulagi og móttöku kórsins í Win- nipeg. Mér var kunnugt um það áður, að sonur hans hafði 21 árs gamall lam- ast á mænu í mótorhjólaslysi, en Ing- þór kom mér í samband við Kristine Cowley, framkvæmdastjóra Hinna kanadísku samtaka mænu- og heila- skaddaðra í fylkinu Manitoba, en enska skammstöfunin á heiti þeirra er CPA (ég nota þá skammstöfun síðar), og eru höfustöðvar samtakanna þar staðsettar í Winnipeg. Ég fékk svo boð frá Kristine að kynna mér starfsemina undir hennar leiðsögn á meðan á dvöl minni stæði í þeirri borg og kem ég að því síðar. Ég ákvað einnig að kynna mér svo sem kostur væri aðgengi að opinberum stöðum á leið minni og hvaða aðstoð fötluðum ferðamanni stæði til boða. Þjónusta við fatlaða á ferðalagi Fyrst vík ég að hjólastólaþjónustu á flugvöllum, sem ég notfærði mér. Maður á að geta fengið hjólastól og hjálparmann út að flugvél á brott- fararstað en áður pantar maður hjóla- stólaþjónustu á áfangastað og á hún Jón Hlöðver og Lalla með þá að vera veitt allt frá því að flugvélin lendir og þar til næsti aðili ferðarinnar hefur tekið við. Mikilvægt er að aðstoðannaðurkomi með hjólastólinn að flugvélinni og fylgi hinum fatlaða skemmstu leið í gegnum afgreiðslu- leiðir, t.d. tollafgreiðslu, og veiti hon- um upplýsingar um það sem hann þarf á að halda. Fyrirkomulag þessara mála var til fyrirmyndar á ferð minni í Kanada. í þau fimm skipti sem ég pantaði hjólastól var það fyrsta sem tilkynnt var þegar flugvélin var opnuð að mín biði hjólastóll og aðstoðar- maður. En á sjötta staðnum, í Leifs- stöð við heimkomuna, brást þjónust- an; að vísu kom hjólastóll en enginn hjálparmaður, hann var sagður upp- tekinn annars staðar, en ein flugfreyj- anna var reyndar boðin og búin að aka stólnum. Þetta er því miður ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í þessu á þeim stað, því síðast þegar á það reyndi var enginn stóll tiltækur og skýringin sem mér var gefin sú „að einhver annar hefði tekið hann“. Alls staðar sem við fórum um Kanada sat greiðvikni og skjót aðstoð við mig í fyrirrúmi. í almenn- kastalann í Banf í baksýn. 36

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.