Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Blaðsíða 2
fréttabréf
ÖRYRKJABANDALAGS
ÍSLANDS
í. TÖLUBLAÐ
10. ÁRGANGUR 1997
Ritstióri og ábyrgðarmaður:
Helgi Seljan
Umbrot og útlit:
K. Fjóla Guðmundsdóttir.
Prentun:
Steindórsprent/
Gutenberg ehf.
Ljósmynd á forsíðu:
s
Rúna Stína Asgrímsdóttir.
Baksíða:
Kristján E. Einarsson.
Frá ritstjóra
Hér heilsar ykkur nú fyrsta tölublað tíunda árgangs og þess
því skammt að bíða að okkur takist tuginn að fylla. Ekki fer
milli mála að málgagn þetta hefur í áranna rás aukizt mjög að
umfangi og einnig óhætt að fullyrða að það hafi í mörgu náð að
dafna duglega. Um gagnsemi þess í góðri baráttu daganna má hins
vegar eflaust deila, því á þessari fjölmiðlaöld augnabliksins getur
vafi vissulega leikið á áhrifamætti málgagns sem kemur út fjórum
sinnum á ári. Nafnið eitt gefur raunar til kynna að tilgangurinn sé
fyrst og síðast að flytja fréttir af vettvangi félaga
okkar og félaga þeirra svo og hvað verið sé að
erja á akri bandalagsins sjálfs. Þó hvergi nærri
sé verið að gera lítið úr nauðsyn slíks
fréttaflutnings út á við sem inn á við, þá á þó
hlutverkið að vera metnaðarfyllra, það að blaðið
sé verðugt málgagn til að kynna og berjast fyrir
þeim málum sem hverju sinni eru efst á baugi.
Og þó sú barátta öll sé góðra gjalda verð þá hlýtur þó alltaf þegar
upp er staðið að vera um árangur spurt, hverju skilaði umræðan
og baráttan þeim sem málgagnið á að þjóna. Þar þykir þeim sem
hér heldur á penna sem ekki hafi til tekizt svo sem öll efni hefðu
átt til að standa, en þar á hann mesta sök við sjálfan sig. Hins
vegar þarf atfylgi sem allra flestra til að koma, að þetta málgagn
okkar megi verða sem beittast vopn í baráttunni, þeirri baráttu
sem ætíð þarf að heyja svo vel sé í horfi haldið og hugað að
sóknarfærum um leið. Vetur konungur hefur á veldi sitt minnt nú
um stundir, en vonglöð höldum við mót vori og sól með sóknarhug
í sinni.
Helgi Seljan.
EFNISYFIRLIT Málefni fatlaðra Ur snilliyrðum 19, 28 38, 47
Frá ritstjóra 2 Vinastaðir - vel unnið 30
Flöfum við gengið til góðs? 3 Frá Starfsþjálfun fatlaðra 31
Hlerað 4,8,9.11,31,33,46,52,53 Molar til meltingar 32
Margmiðlun ryður sér til rúms 5 Af stjórnarvettvangi 34
Það er vandi að ferðast í henni veröld .. 6 Skýrsla Blindrabókasafnsins 1995 .... 35
Formaðurinn fenginn í spjall 8 Veiðisaga 35
Heimsókn til MS félagsins ... 10 Kanadaferð 36
Samstöðuhátíð á Suðurlandi ... 12 Gluggað í glögg rit 39, 49
Ávarp Helga Seljan ... 13 Guðmundur gamli 44
Suðurnes sótt heim ... 14 Stökur 45
Hússjóður á skjól í Skjóli ... 15 Samstarf Félagsmálastofnunar 46
Innlitið ...16 Vinnustaðir ÖBI - Ræstingadeild 47
Þjónusta - Lífsgæði ... 17 Halaleikhópurinn og Gullna hliðið .... 48
Undir álögum Parkinson ...20 Stökur úr lausu lofti gripnar 51
Kynning framkvæmdastjóra ...24 Fréttir frá FAAS 52
Frá Svæðisráði Reykjaness ...25 Ljóð Þorbjarnar Magnússonar 53
Innlit hjá Örva ...26 I brennidepli 54
2