Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Qupperneq 20

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Qupperneq 20
UNDIR ALOGUM PARKINSON í ÞRJÁTÍU ÁR - Rætt við hjónin séra Magnús Guðmundsson og Áslaugu Sigurbjörnsdóttur hjúkrunarfræðing ann var í fullu starfsfjöri, rúmlega fertugur, prestur í Grundarfirði og kennari, þegar sjúkdómurinn vitjaði hans. Magnús Guðmundsson gafst ekki strax upp, hann ætlaði sér að yfir- vinna fjötra Park- inson. “Ég þurfti að hafa auga með honum frá orgel- inu,” segir konan hans Aslaug Sig- urbjörnsdóttir, fyrrum kirkju- organisti, söng- kennari og hjúkr- unarkona Grundfirðinga. “Það var erfitt að hætta,” segir Magnús. “Við værum trúlega enn í Grundarfirði, ef Parkinsonsjúkdómurinn hefði ekki lagt Magnús í fjötra,” bætir Aslaug við. Nú búa þau á Grandavegi, með spegil hafsins, Snæfellsjökul og skipaferðir til og frá Reykjavík í eld- húsglugganum. Kirkjufellið er samt “fjallið eina” hjá Magnúsi og Áslaugu, “íslenski pýramídinn” er ríkjandi í málverki stofunnar. Hár og afar grannur maður heilsar. Skörp augun vekja mesta athygli, svo dökk og fögur og tregaþrungin. I augum þessa manns má skynja, að hann hefur beygt sig undir sína líkamsfjötra með trúarlegri festu og reisn. Veikbyggður líkaminn titrar af ósjálfráðum hreyfingum. Maðurinn á erfitt með að sitja uppréttur í stóln- um. ítrekað rennur líkaminn niður, en Magnús vegur sig jafnóðum upp. Aðdáunarvert, hvað hann getur ein- beitt sér að því lyfta kaffibolla, vatns- glasi, sem hvorutveggja hlýtur að teljast þrekvirki. Konan við hlið hans er alltaf í við- bragðsstöðuaðreisahannupp. Kraft- mikil kona, Áslaug, glæsileg kona. Magnús og Áslaug fyrir framan fyrsta bílinn. Kirkjan sést í baksýn. “Við berjumst saman í þessu,” segir hún, “það þýðir ekki að gefast upp.” Við sitjum við gluggann, horfum út yfir sundin, drekkum úr skærgulu bollastelli sem Áslaug erfði frá for- eldrum sínum, Unni og Sigurbirni kaupmanni í Vísi á Laugaveginum, þekktu andliti í Reykjavík á sínum tíma. "Páskalitur,” segir Magnús, enda páskarnir að nálgast, sem minna okk- ur á Krist á krossinum, upprisu sálar yfir líkama. Vígður til prests í Ögurþingum Magnús varð stúdent frá MR árið 1945, þá tvítugur. Hann lýkur guð- fræðiprófi frá Háskóla íslands vorið 1950 og vígist um sumarið til Ögur- þinga. - Nú ertu Reykvíkingur, Magnús, fæddur og uppalinn í danska sendi- ráðinu á Hverfisgötu, þar sem faðir þinn Guðmundur Magnússon var umsjónarmaðurí41 ár. Var ekki erfitt að vígjast til afskekktrar sóknar á Vestfjörðum? “Þá var ekkert annað laust, öll prestaköll setin.” “Hann vildi byrja strax,” skýtur Áslaug inn í. “Jú, það var að ýmsu leyti erfitt, sóknarbörnin dreifð á smábýlum og engin kirkja í Súðavík þar sem ég bjó.” “Magnús notaði samkomuhúsið, byrjaði með barnamessur í Súðavík og var alltaf með sunnudagaskóla, nema hann þyrfti að messa annars- staðar,” segir Áslaug. Kirkja Súðvíkinga var á Eyri við Seyðisfjörð. Presturinn fór á litlum mótorbáti til messu, enginn Djúpveg- ur þá. Ögurþing voru víðáttumikil, náðu yfir Álftafjörð, Seyðisfjörð, Hestfjörð, Skötufjörð og Ögurvík, þar stóð aðalkirkjan - Ögurkirkja - “falleg, gömul kirkja,” segirMagnús. “Messuferðir voru alltaf bátsferðir. Ég húsvitjaði líka í Vigur, sem heyrir undir Ögurkirkju.” Stundum ýfði öldu í Djúpinu, þá messaði presturinn rassblautur, skellti sér bara í hempuna utan yfir. Stórfengleg náttúra umvafði prest- inn á þessum sjóleiðum til kirkju. “í Skötufirði sýndust bæimir eins og málverk hangandi uppi á vegg, þama er svo bratt,” segir Magnús, sem átti síðan eftir að klífa á milli bæjanna. “Nú er Skötufjörður kominn í eyði, nema Hvítanes.” ómantík í náttúru og einkalífi vitjaði prestsins í Ögurþingum. Örlög hans voru í hendi unga hjúkr- unarnemans frá Reykjavík, sem réðst til Sjúkrahúss Isafjarðar árið 1952. “Ég reyndi alltaf að fá helgarfrí til að sækja messur með Magnúsi,” segir Áslaug. Og þau segja frá kirkjuferð- um vorsins í lífi sínu, með báti yfir í fjöru handan fjarðarins, göngu yfir grýtta Kirkjumannaurð, þar sem þjóð- sagan segir að skriða hafi fallið yfir kirkjugesti. Þá var stefnan á Eyrar- kirkju, yfir Folafót, með svipfegursta fjallið við Djúp í sjónmáli. 20

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.