Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 9
sú, að hjólastólanotendur þar hafa
verið miklu lengur úti á meðal
almennings. Islendingar þurfa sann-
arlega að taka sig á.”
í framhaldi af þessu ræðir Ólöf um
misrétti vegna aldurs. “Hér á landi
er eins og allt eigi að víkja fyrir unga
fólkinu. Það er sett á stall og margir
fá fyrir vikið óeðlilegt sjálfstraust og
finna ekki til ábyrgðar. Oft er fólk
rétt um sextugt látið víkja fyrir sér
yngra fólki, eingöngu vegna aldurs -
ekki verðleika. Þetta tel ég hættuleg
sjónarmið.”
Dýrmœtasta lífsstarfið
Ólöf er ekki í vafa þegar hún er
spurð, hvað hún telji sig hafa gert best
í lífinu? “Að ég gat verið stoð pabba
og mömmu síðustu árin í lífi þeirra.
Asdís systir tekur örugglega undir þau
orð. Hún hugsaði um heimilið í tólf
ár til að þau gætu verið á sínu heimili
alla tíð. Pabbi var að vinna fram að
áttræðu og dó 88 ára. Mamma varð
83ja ára.
Við eigum margt eftir að gera í
sambandi við verk pabba,” segir Ólöf,
“þó að homsteinn að minningu hans
hafi verið lagður í sumar.” Hún réttir
fram rauðbrúnt kynningarrit. Teikning
af gömlu verslunarhúsi skreytir
kápuna, undirskriftin “Langabúð” eða
“Menningarmiðstöð Djúpavogs-
hrepps”. I þessu elsta húsi Djúpavogs
var opnað safn í sumar um Ríkarð
Jónsson myndhöggvara.
“Ég er mjög ánægð með safnið um
pabba á æskuslóðum hans. Borgar-
stjórnin gerði á sínum tíma tillögu um
að gera Grundarstígshúsið að safni, en
aldrei varð úr framkvæmdum. Trú-
lega hefði safn um hann hér ekki feng-
ið eins mikla athygli og það fær fyrir
austan - þar á það heima.”
Vitað er að áhugi á tréskurði er mikill
á Austfjörðum. “Pabbi gæti hafa
vakið þennan áhuga,” segir Ólöf.
“Myndskerinn Halldór Sigurðsson á
Egilsstöðum sagði mér eitt sinn, að
bækumar hans pabba væru biblían
sín.”
Víst er að safnið um Ríkarð dreg-
urmargatilDjúpavogs. Einsernokk-
uð ömggt, að dóttir myndhöggvarans
á eftir að styrkja enn minningu hans.
Ólöf mun ekki sitja með hendur í
skauti, hvorki í sambandi við arfleifð,
né málefni fatlaðra sem er stór hluti
af henni sjálfri.
Oddný Sv. Björgvins.
Séð yfir salinn á afmælisfundinum.
SPOEX 25 ára
✓
Itilefni 25 ára afmælis SPOEX
- Samtaka psoriasis- og exem-
sjúklinga var haldinn afmælis-
fundurlaugardaginn 15.nóvember
sl. á Grand Hótel Reykjavík, en
hann var fjölsóttur, á annað hundr-
að gesta mætti á fundinn.
Formaður félagsins, Margret
Ingólfsdóttir flutti stutt ávarp,
bauð fólk velkomið til fundarins
og minntist tímamótanna.
Ávörp sem ámaðaróskir fluttu
fulltrúi heilbrigðisráðherra,
Kristján Erlendsson skrifstofu-
stjóri og Ólafur Ólafsson land-
læknir. Helgi Valdimarsson læknir
og prófessor í ónæmisfræðum
flutti erindi sem hann nefndi:
Rannsóknir á psoriasis. Hvar
stöndum við í dag?
I máli hans kom fram mikil
bjartsýni á mögulega lausn, en
Helgi stendur fyrir miklu rann-
sóknarverkefni á sóra ásamt fleir-
um, innanlands sem utan. Sóri vill
hann að heitið sé.
Haukur Guðlaugsson söng-
málastjórilékápíanóljúfverk. Þá
sýndi Sesselja Karlsdóttir hjúkr-
unarfræðingur og jógaleiðbein-
andi okkur inn í heim jógans og
kynnti okkur Kripalujóga og lét
okkur reyna á eigin skrokk létta
æfingu.
Eftir kaffihlé flutti Þorsteinn
Skúlason húðsjúkdómafræðingur
erindi: Psoriasis. Meðferð í nútíð
og framtíð. Lýsti hann glögglega
hinum margvíslegu meðferðar-
úrræðum og hvers væri að vænta í
framtíðinni. Mataræði og exem og
psoriasis hét erindi Brynhildar
Briem næringarfræðings sem
leiddi okkur í allan sannleika um
hollustu og óhollustu svo og
möguleg ofnæmisáhrif af vissum
fæðutegundum.
Kveðja barst frá Húsavík frá
Önnu Ragnarsdóttur for-
manni SPOEX - deildarinnar þar:
Tímamótin fylla tugi,
tvo og fimm má leggja
saman.
Hefjum alla vora hugi
hærra, stærra, það er
gaman.
Aftur lék Haukur á als oddi svo
unun var á að hlýða.
Hafliði Vilhelmsson flutti
afburðaskemmtilegt erindi sem
hann nefndi: Yfirborðsmennska.
Væntir ritstjóri þess að fá þetta
erindi síðar birt í heild sinni.
Geta jurtir, mataræði og lífsstíll
haft áhrif á psoriasis? var svo loka-
erindið sem Kolbrún Björnsdóttir
grasalæknir flutti. Hún rakti nota-
gildi hinna ýmsu jurta og nefndi
m.a. arfabað sem ágætt ráð.
Fundinum stjómaði undirritað-
ur. Um kvöldið var svo fagnaður
góður þar sem gestir voru frá
systrafélögum á Norðurlöndum
sem færðu félaginu hér góðar
gjafir.
Mikil og almenn ánægja var
með fundinn og fagnaðinn.
Öryrkjabandalagið sendi blóma-
kveðju með hlýjum heillaóskum
og þær eru hér ítrekaðar.
Vonandi fæst framtíðarlausn
sem fyrst, svo bót megi sem bezta
finna á meinlegu meini.
H.S.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
9