Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 9

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 9
sú, að hjólastólanotendur þar hafa verið miklu lengur úti á meðal almennings. Islendingar þurfa sann- arlega að taka sig á.” í framhaldi af þessu ræðir Ólöf um misrétti vegna aldurs. “Hér á landi er eins og allt eigi að víkja fyrir unga fólkinu. Það er sett á stall og margir fá fyrir vikið óeðlilegt sjálfstraust og finna ekki til ábyrgðar. Oft er fólk rétt um sextugt látið víkja fyrir sér yngra fólki, eingöngu vegna aldurs - ekki verðleika. Þetta tel ég hættuleg sjónarmið.” Dýrmœtasta lífsstarfið Ólöf er ekki í vafa þegar hún er spurð, hvað hún telji sig hafa gert best í lífinu? “Að ég gat verið stoð pabba og mömmu síðustu árin í lífi þeirra. Asdís systir tekur örugglega undir þau orð. Hún hugsaði um heimilið í tólf ár til að þau gætu verið á sínu heimili alla tíð. Pabbi var að vinna fram að áttræðu og dó 88 ára. Mamma varð 83ja ára. Við eigum margt eftir að gera í sambandi við verk pabba,” segir Ólöf, “þó að homsteinn að minningu hans hafi verið lagður í sumar.” Hún réttir fram rauðbrúnt kynningarrit. Teikning af gömlu verslunarhúsi skreytir kápuna, undirskriftin “Langabúð” eða “Menningarmiðstöð Djúpavogs- hrepps”. I þessu elsta húsi Djúpavogs var opnað safn í sumar um Ríkarð Jónsson myndhöggvara. “Ég er mjög ánægð með safnið um pabba á æskuslóðum hans. Borgar- stjórnin gerði á sínum tíma tillögu um að gera Grundarstígshúsið að safni, en aldrei varð úr framkvæmdum. Trú- lega hefði safn um hann hér ekki feng- ið eins mikla athygli og það fær fyrir austan - þar á það heima.” Vitað er að áhugi á tréskurði er mikill á Austfjörðum. “Pabbi gæti hafa vakið þennan áhuga,” segir Ólöf. “Myndskerinn Halldór Sigurðsson á Egilsstöðum sagði mér eitt sinn, að bækumar hans pabba væru biblían sín.” Víst er að safnið um Ríkarð dreg- urmargatilDjúpavogs. Einsernokk- uð ömggt, að dóttir myndhöggvarans á eftir að styrkja enn minningu hans. Ólöf mun ekki sitja með hendur í skauti, hvorki í sambandi við arfleifð, né málefni fatlaðra sem er stór hluti af henni sjálfri. Oddný Sv. Björgvins. Séð yfir salinn á afmælisfundinum. SPOEX 25 ára ✓ Itilefni 25 ára afmælis SPOEX - Samtaka psoriasis- og exem- sjúklinga var haldinn afmælis- fundurlaugardaginn 15.nóvember sl. á Grand Hótel Reykjavík, en hann var fjölsóttur, á annað hundr- að gesta mætti á fundinn. Formaður félagsins, Margret Ingólfsdóttir flutti stutt ávarp, bauð fólk velkomið til fundarins og minntist tímamótanna. Ávörp sem ámaðaróskir fluttu fulltrúi heilbrigðisráðherra, Kristján Erlendsson skrifstofu- stjóri og Ólafur Ólafsson land- læknir. Helgi Valdimarsson læknir og prófessor í ónæmisfræðum flutti erindi sem hann nefndi: Rannsóknir á psoriasis. Hvar stöndum við í dag? I máli hans kom fram mikil bjartsýni á mögulega lausn, en Helgi stendur fyrir miklu rann- sóknarverkefni á sóra ásamt fleir- um, innanlands sem utan. Sóri vill hann að heitið sé. Haukur Guðlaugsson söng- málastjórilékápíanóljúfverk. Þá sýndi Sesselja Karlsdóttir hjúkr- unarfræðingur og jógaleiðbein- andi okkur inn í heim jógans og kynnti okkur Kripalujóga og lét okkur reyna á eigin skrokk létta æfingu. Eftir kaffihlé flutti Þorsteinn Skúlason húðsjúkdómafræðingur erindi: Psoriasis. Meðferð í nútíð og framtíð. Lýsti hann glögglega hinum margvíslegu meðferðar- úrræðum og hvers væri að vænta í framtíðinni. Mataræði og exem og psoriasis hét erindi Brynhildar Briem næringarfræðings sem leiddi okkur í allan sannleika um hollustu og óhollustu svo og möguleg ofnæmisáhrif af vissum fæðutegundum. Kveðja barst frá Húsavík frá Önnu Ragnarsdóttur for- manni SPOEX - deildarinnar þar: Tímamótin fylla tugi, tvo og fimm má leggja saman. Hefjum alla vora hugi hærra, stærra, það er gaman. Aftur lék Haukur á als oddi svo unun var á að hlýða. Hafliði Vilhelmsson flutti afburðaskemmtilegt erindi sem hann nefndi: Yfirborðsmennska. Væntir ritstjóri þess að fá þetta erindi síðar birt í heild sinni. Geta jurtir, mataræði og lífsstíll haft áhrif á psoriasis? var svo loka- erindið sem Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir flutti. Hún rakti nota- gildi hinna ýmsu jurta og nefndi m.a. arfabað sem ágætt ráð. Fundinum stjómaði undirritað- ur. Um kvöldið var svo fagnaður góður þar sem gestir voru frá systrafélögum á Norðurlöndum sem færðu félaginu hér góðar gjafir. Mikil og almenn ánægja var með fundinn og fagnaðinn. Öryrkjabandalagið sendi blóma- kveðju með hlýjum heillaóskum og þær eru hér ítrekaðar. Vonandi fæst framtíðarlausn sem fyrst, svo bót megi sem bezta finna á meinlegu meini. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.