Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 14
Aðspurðir sögðust nokkrir einstakl-
ingar ekki einu sinni hafa áttað sig á
því sjálfir að eitthvað væri að sjón
þeirra. Kennduumklaufaskapefþeir
ráku sig utan í eða duttu um hluti sem
urðu á vegi þeirra. Em það afleiðingar
sjúkdóms þeirra sem hefur þau áhrif
að sjónsviðið þrengist svo hægt að oft
líða mörg ár þar til menn átta sig á
því að ekki er allt með felldu.
Spurt var um notagildi hjálpar-
tækja sem úthlutað hefur verið á Sjón-
stöðinni.
Hópurinn hafði fengið úthlutað
samtals 67 hjálpartækjum, allt frá
einföldum stækkunarglerjum, upp í
flókinn og dýran tölvubúnað allt eftir
þörfum hvers og eins. Flestir töldu
sig hafa mikið eða mjög mikið gagn
af tækjunum, þó reyndust sum hjálp-
artækin liggja ónotuð og engum til
gagns. Notagildið virtist ekki fara eftir
umfangieðaverðmætihlutarins. Ein-
falt stækkunargler kom að miklum
notum hjá einum á meðan blindralet-
ursritvél kom að litlum notum hjá
öðrum. Þar sem lítið gagn virðist vera
af tækjunum gæti ástæðan verið
versnandi sjón þar sem hjálpartækin
koma ekki að eins miklu gagni nú og
þegar þeim var úthlutað.
Önnur ástæða gæti verið sú að
notendumir hafi ekki fengið nægjan-
lega þjálfun í notkun þeirra, því ef
hinum sjónskerta eru aðeins afhent
hjálpartækin en ekki kennd notkun
þeirra er líklegt að þau komi ekki að
tilætluðum notum. Þó er vel þekkt
meðal sjónskertra, sérstaklega yngra
fólksins að það veigrar sér við að nota
hjálpartæki svo aðrir sjái þ.e. vilja
halda fötlun sinni leyndri. Það er
regla meðal starfsfólks Sjónstöðvar-
innar að minna skjólstæðinga sína á
að koma aftur ef hjálpartækin nýtast
ekki eða þeir finna þörf fyrir ný.
Margt má eflaust læra af
niðurstöðum könnunarinnar.
A það ef til vill helst við um starfsfólk
Sjónstöðvar Islands.
Þeir einstaklingar sem verða fyrir
því áfalli að missa sjón verða að glíma
við erfið vandamál bæði andleg,
félagsleg og fjárhagsleg. Þeir eiga oft
erfitt með að leita eftir hjálp og það
virðist stundum auðveldast að gefast
upp. Þeir þurfa nauðsynlega á
endurhæfingu að halda ásamt
sálfræðilegum stuðningi. Einnig
mætti gera ráðstafanir til að gera hina
sjónskertu og blindu “sýnilegri” í
þjóðfélaginu með því að veita þeim
meiri aðstoð og hvetja þá til að sækja
um vinnu á hinum almenna markaði.
Uppástungur um tillögur til bóta
fyrir blinda og sjónskerta á vinnu-
markaðinum:
1. Fagfólk sem vinnur að endurhæf-
ingu sjónskertra mætti e.t.v. fylgja
betur eftir sínum skjólstæðingum
til að meta árangur endurhæfing-
arinnar og styðja við bakið á þeim
sem líklegir eru til að gefast upp.
2. Auglýsa betur þá endurhæfingu
sem stendur sjónskertum til boða.
3. Hvetja yfirvöld til að verja meira
Ijármagni til vinnumiðlunar fyrir
fatlaða, þ.á.m. sjónskertra.
Ahersla er lögð á það í ræðu og
riti hve mikils virði það er fyrir
alla vinnufæra menn að hafa vinnu
bæði til að sjá sér farborða og eins er
það talið mikils virði fyrir sjálfs-
traustið.
Skoðun mín er sú að það sé ekkert
kraftaverk eins og sumir vilja halda
fram að blindir og sjónskertir geti
unnið hin ýmsu störf. Það þarf aðeins
að gefa þeim tækifæri bæði með
hverskonar endurhæfingu sem og að
trúa þeim fyrir störfum við hæfi.
Hlerað í hornum
Kona ein fór í krabbameinsskoðun
sem ekki er í frásögur færandi. Þegar
hún lá svo á bekknum til skoðunar og
læknirinn kom til, þá sagði hann. “Ja
þú ert aldeilis fín. Mér þykir þú vera
fín”.
Konan ansaði þessu engu enda þóttu
henni þessi orð læknisins virkilega
óþægileg. Þegar hún kom svo heim
fór hún að kanna nánar við hvað
læknirinn hefði getað átt. Þá kom í
ljós að hún var öll út í glimmer á
versta stað en skýringuna vissi hún.
Litla dóttir hennar hafði verið í baði
með glimmer og hún svo drifið sig
beint í baðið enda orðin of sein í
skoðunina. En henni þótti nú samt
sem læknirinn hefði getað látið þetta
ósagt.
Nemandi í menntaskólanum kom
heldur hnugginn heim með hreina
falleinkunn. Móðir hans mælti til
hans þessum huggunarorðum. “Fall
Eins og málum er háttað í dag er
enginn sjónskertur á skrá hjá Vinnu-
miðlun Reykjavíkurborgar. Ómögu-
legt er að segja til um hvort það er
vegna þess að allir sjónskertir hafi
vinnu við hæfi eða hvort þeir hafi
gefist upp við allar tilraunir til að fá
vinnu. Ef þessi ályktun reynist sönn
er full þörf á uppstokkun í þessum
málum.
Vil ég hvetja alla sjónskerta og
blinda sem eru atvinnulausir eða gætu
hugsað sér að skipta um vinnustað að
stíga nú fram í dagsljósið og láta skrá
sig hjá Vinnumiðluninni og vera
jafnframt í sambandi við starfsfólk
Sjónstöðvar íslands sem er tilbúið til
að veita viðeigandi aðstoð og þjálfun
á vinnustöðum.
Þórunn Guðnadóttir
Um höfundinn
Þórunn Guðnadóttir hefur starfað á
Sjónstöð Islands frá opnun hennar
árið 1986. Skólaárið 1995-1996
dvaldi hún í Svíþjóð og lauk prófi í
sjónþjálfun frá Lárarhögskolan í
Stokkhólmi í desember 1996. Hluti
lokaprófsins fólst í að gera könnun á
högum sjónskertra. Þórunn taldi
áhugavert að vita hvernig einstakl-
ingum, sem hafa verið fullsjáandi,
reiðir af í atvinnulífinu eftir sjóntap.
er nú ekki svo afleitt. Hvað sagði ekki
karlinn þegar hann datt niður stigann
og hálsbrotnaði: Fall er fararheill, en
það var nú reyndar það síðasta sem
hann sagði”.
Ungur maður fór á skemmtistað þar
sem léttklæddar meyjar sýndu
nektardans. Heimkominn dreif hann
sig í svefnherbergið og í myrkrinu þar
var tekið á móti honum með kostum
og kynjum. A eftir brá hann sér fram
á gang en þar mætti hann, sér til
mikillar skelfingar konu sinni sem
sussaði á hann og sagði: “Uss, ekki
vekja mömmu, hún kom í kvöld og
sefur í rúminu okkar”.
Faðirinn var að fara með bílinn á
verkstæði og lítil dóttir hans hafði
áhyggjur af bílleysinu og spurði
hvernig þau færu nú að. Faðirinn
sagði þá: “Hann afi þinn getur bara
gefið okkur bflinn sinn”.
Sú litla leit hneyksluð á hann og sagði:
“Maður kaupir bfla”.
14