Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 29

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 29
ábyrgð alls hópsins er um leið búið að afnema þessa samtryggingu. Verði komið á vali á milli sjóða er þess skammt að bíða að sjóðirnir velji sér sjóðfélaga, hvort sem það er gert með því að velja ”vænlega tryggingakosti” eða með því að verðleggja hina sem lakar eru metnir hærra svo þeir þurfi að greiða fleiri krónur fyrir minni réttindi. Þeir sem halda því fram að hægt sé að innleiða markaðslögmál og gera lífeyrisréttindi fólks að verslun- arvöru með samkeppni sjóða um sjóð- félaga án þess að með því sé um leið verið að tefla samtryggingunni í núverandi mynd í tvísýnu eru einfald- lega að segja fólki ósatt. Fyrir utan það afturhvarf frá sjón- armiðum samábyrgðar sem í þessu felst er sá kostur einfaldlega óskyn- samlegur því hann er óhagkvæmur og verður lífeyrisþegum framtíðarinnar dýrkeyptur. Til að gefa ykkur hugmynd um muninn á þeim réttindum sem sameignarformið skapar fólki og því sem býðst með séreignarforminu er nærtækt að taka dæmi sem virt ráð- gjafarfyrirtæki hefur reiknað fyrir þá nefnd sem nú fer yfir drögin að lögunum um lífeyrissjóðina: Þar er gefin sú forsenda að fólk þurfi aðeins að tryggja sér lágmarks- lífeyrisréttindi sem nema helmingi launatekna og geti svo valið um að greiða það sem er umfram þessa lág- markstryggingu og upp að 10% iðgjaldinu annað hvort til séreignar- sjóðs eða samtryggingarsjóðs. Þegar litið er á það sem viðkomandi fengi að lokinni starfsævinni fyrstu 10 árin sést munurinn glöggt. Karlmaður með 100.000 króna mánaðarlaun hefði samtals tæplega 60 þúsund krónur í lífeyri samanlagt úr blönduðu leiðinni. En með séreignar- leiðinni fengi hann ríflega 80 þúsund krónur fyrstu tíu árin. Með því að reikna dæmið út frá starfsævi frá þrítugu til sjötugs er munurinn enn meiri eða um 36 þús- und krónur á mánuði. Það er þessi styrkur samtrygg- ingarinnar sem gerir lífeyrissjóðunum kleift að ábyrgjast örorkulífeyri, makalífeyri, barnalífeyri og lífeyri til æviloka. Lífeyrisréttindin eru einhver mikilvægasti þátturinn í kjörum fólks og ekki síst öryrkja. Það ætla ég að vona að fólk hafi ætíð hugfast þegar fengist er við þennan málaflokk. Grétar Þorsteinsson Erindi flutt á kjararáðstefnu ÖBÍ 17.okt.sl. Létt hurð - greið leið Asíðsumardögum barst okkur hinn fallegasti fjórblöðungur norðan frá Akureyri með nafninu: Létt hurð - greið leið. Útgefandi þessa litskrýdda fjórblöðungs er Sjálfsbjörg á Akureyri og nágrenni en umsjón og ábyrgð hafa Snæ- björn Þórðarson og Jón Hlöðver Áskelsson. Á forsíðunni kemur fram að 30.ágúst sl. var opið hús og veitingar á Bjargi þar sem félagið er til húsa. í leiðara segja umsjónarmenn að með þessu blaði sé hrundið af stað átaki til að sjálfvirkur opnunarbún- aður hurða verði sem víðast, en blaðið fór út í 6500 eintökum á Eyjafjarðarsvæðinu. “Sá sem auðveldar fólki leiðina til sín eignast fleiri vini”, segja þeir kumpánar. Félagsmálastjórinn á Akureyri, Valgerður Magnúsdóttir, skrifar pistil m.a. í tilefni þess að rúmlega ár er liðið frá yfirtöku Akureyrarbæjar á málefnum fatl- aðra sem reynsluverkefni, stærsta nýja verkefnið segir hún vera rekstur þjónustuíbúða fyrir geð- fatlaða. Sagterfrástarfseminniað Bjargi hjá Sjálfsbjörg þar: end- urhæfingarstöð, göngudeild fyrir psoriasis- og exemsjúklinga, líkamsrækt, ljósabekkir, gufuböð, vatnsnuddpottur, íþróttasalur, vegg- boltasalur, salir fyrir hópþjálfun o.fl. Endurhæfingastöðin er opin frá kl. 8-16 alla virka daga, 9 sjúkraþjálfarar og 2 aðstoðarstúlkur starfaþar. Hóparnireru: Vefjagigt- arhópur, ófrískar konur og mæðra- leikfimi, gigtarhópur, Parkinson- og helftarlömunarhópur, hjarta- og lungnahópar og bakskóli sem er nýjung nú. Á baksíðunni er Jón Hlöðver svo með fróðlegt yfirlit um starfsemi Sjálfsbjargar fyrr og nú. Félagið er 40 ára á næsta ári og rekur Jón Hlöðver söguna nokkuð: húsbygg- inguna, verndaða vinnustaðinn o.fl. Minnir á spilakvöldin, jóla- skemmtun að undangengnu nám- skeiði og vorhátíð. Hópferðalög tvisvar á ári og skrifstofan sinnir félögumvel. Einnig segir hann frá Akri, íþróttafélagi fatlaðra og vetrardagskránni nú sem lofar góðu. Þetta er vel unnið blað og vandað og vonandi að árangri skili sem um muni. Hlýjar kveðjur héðan norður yfir heiðar. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.