Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 31
S-
Arni Salómonsson:
^Frá mínum bæjardyrum séð
Árni
Salómonsson
Eg er öryrki og ekki nóg með
það, heldur er ég einnig
piparsveinn., Nú veltið þið
eflaust fyrir ykkur af hverju ég sé að
tilkynna ykkur þetta svona hátíðlega.
Jú, það er einfaldlega vegna þess að
þið þurfið að hafa
þessi orð í huga
þegar ég segi ykk-
ur hvernig efna-
hagsástandið á
mínu heimili er.
Fyrsta hvers
mánaðar fer ég
niður í banka á
mínum fólksbíl.
Eg fæ að heyra
"■ hjá gjaldkeranum
að innistæða mín í bankanum hljóði
upp á 60.944 kr. Þetta er hæsta
upphæðin sem ég hef „náð”
út úr Tryggingastofnun rík-
isins.
Ég borga strax húsaleiguna
af minni piparsveinaíbúð sem
er í Hátúni lOa og er í eigu
Hússjóðs Öryrkjabanda-
lagsins. í hanafara 17.488 kr.
Þar slepp ég nokkuð vel því
innifalið er rafmagn, hiti og
þrif á sameign. Ég veit um
aðra einstaklinga sem eru í
sömu sporum og ég þ.e. 75%
öryrkjar og eru úti á hinum
almenna leigumarkaði og
þurfa þar af leiðandi að borga
meira en ég í hverjum mánuði,
hafið það hugfast. Þarna í
bankanum reiði ég einnig fram u.þ.b.
5000 kr sem fara í tryggingar af
mínum venjulega fólksbíl með 1600
vél og í 850 kílóa þyngdarflokki.
Þarna er um að ræða u.þ.b. 58000
króna skuld hjá mínu tryggingafélagi,
sem ég læt dreifa yfir árið. Ég borga
um það bil 7000 kr. í bensín á mánuði
og bið til guðs á hverjum degi að
bfllinn muni ekki bila, athugið bfllinn
minn er 4ra ára gamall.
Sjónvarpið fær svo 1600 krónur á
mánuði, sem innheimtist að vísu
annan hvern mánuð, en sá ógæfu-
mánuður hljóðar þá upp á 3200 kr.
Póstur og sími lætur á sér kræla
þriðja hvern mánuð. Því „miður” á
ég marga vini og ættingja sem ég þarf
að hafa samband við af og til, svona
rétt til þess að láta vita að ég sé lifandi
og halda mér þannig virkum innan
vinahópsins og í sumum tilfellum til
þess að heilla hitt kynið upp úr
skónum. Þá á ég það til að fara 1000
til I500krónumyfirfastagjaldið. En
ég vona að ég sé ekki glæpamaður
fyrir þá sök. Ég verð að láta þau orð
falla hér, að mér þykir ekki sniðugt
að bíða eftir því að stjórnvöld taki af
okkur öryrkjum fastagjaldið af sím-
anum.
Matur er mjög mikilvægur, því
komst ég að þegar ég hreinlega
gleymdi að borða í fyrra vegna ann-
rfkis og hneig niður á sjálfum Lauga-
veginum. Ég var að leysa af í sumar-
afleysingum hjá Styrktarfélagi
vegna að fara í sjúkraþjálfun á morg-
un. Þá kosta fyrstu skiptin „aðeins”
u.þ.b. 7000 krónur. Ég gæti líka orðið
alvarlega veikur á morgun, þá bætist
við einhver lyfjakostnaður þó að
einhver afsláttur sé til staðar.
A ég að fara í skóla, ein önn með
bókum og öllu saman getur kostað 30
- 40.000 krónur!!
Mig langar að geta fylgst með því
hvaðséaðgerastíheiminum. Askrift
að Morgunblaði kostar 900 krónur
með öryrkjaafslætti.
Ég þarf að fá mér föt, og því miður
þá þarf ég í mörgum tilfellum að láta
sérsauma fyrir mig, vegna þess að ég
lít ekki út eins og aðrir. Einnig geta
aðstæður verið neyðarlegar t.d. þegar
fegurra kynið, það er að segja kven-
fólkið, hefur bent mér á að ég sé í
alveg eins peysu og litli bróðir.
Svipmynd úr sal.
lamaðra og fatlaðra, var einnig í
kvöldskóla og mætti líka á æftngar á
Gullna hliðinu hjá Halaleikhópnum.
Eftir þennan atburð gæti ég þess að
borða hollan og næringarríkan mat.
Að meðaltali eyði ég 23 þúsund krón-
um í þann „munað” á mánuði. Ég tek
það fram að inn í þennan kostnað
koma hreinlætisvörur, það er að segja
sápa, uppþvottalögur, tannkrem og
fleira. Þessi kostnaðarliður getur
einnig hækkað ef maður býður hinu
kyninu heim í mat.
Þegar öllu þessu er lokið á ég eftir
að meðaltali 5.356 kr. Það er nú
ágætis upphæð, eða hvað? Gefum
okkur að ég þyrfti einhverra hluta
Síðan kemur það fyrir að
vinir mínir halda veislur af
einhverju tagi, má þar nefna
afmælisveislur, skírnarveislur,
fermingarveislur og fleira í
þessum dúr. Þá, eins og allir
vita þarf maður að koma með
gjafir. Einnig kemur það fyrir
að maður reynir að heilla hið
fagra kvenkyn með blómum og
fleiru, (já förum nú ekkert nán-
ar út í það!!).
Þegar hér er komið sögu vil
ég benda á að ég reyki hvorki
né drekk. Ég sést sjaldan á
skemmtistöðum. En reyni,
athugið reyni, að láta sjá mig í
leikhúsum og kvikmyndahúsum. Þá
hljótið þið að sjá að þessar 5.356 kr
eru löngu flognar veg allrar veraldar.
Einnig langar mig til að þið hugsið út
í það að EF ég myndi hitta mína
draumadís þá skerðast bætur mínar að
verulegu marki! Eftir þessar vanga-
veltur mínar er ég búinn að komast
að því að stjórnvöld verði að hækka
okkar bætur, að minnsta kosti að leyfa
okkur að fylgja lágmarks-launum,
annars sé ég fram á að verða pipar-
sveinn í nokkur ár í viðbót!!!!!!
Arni Salómonsson
Erindi flutt á kjararáðstefnu ÖBI
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
31