Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 43

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 43
KYNNING Formálsorð: Fram heldur kynn- ingu á framkvæmdastjórum. Nýr framkvæmdastjóri Félags heyrn- arlausra er Hafdís Gísladóttir, sem hér kynnir sig og baráttumál félagsins. Hafdís Gísladóttir er fædd á Akureyri 1961 ogólstþarupp. Hún útskrifaðist frá Fósturskóla íslands árið 1983 og frá Statens Speciallærerhög- skolen sem aud- iopedagog árið 1986. Hún kenndi við Vest- urhlíðarskóla á árunum 1989 - 1991 og við leik- Hafdís skólann Fálka- Gísladóttir borg frá 1991 - “1992enþarvann hún ásamt Heiðu Steinsson við þró- unarverkefnið “Tvítyngd leikskóla- deild”. Hafdís hóf störf við Samskipta- miðstöð heyrnarlausra og heyrnar- skertra í janúar 1994 og starfaði þar þar til hún var ráðin framkvæmda- stjóri Félags heyrnarlausra síðastliðið vor. Eitt aðalmarkmið Félags heymar- lausra er að vinna að því að táknmál verði viðurkennt í lögum sem móður- mál heymarlausra. Slík viðurkenning er nauðsynleg samfélagi heyrnar- lausra og hefði víðtæk áhrif á líf þeirra, jafnt fullorðinna sem bama. Með setningu slíkra laga gætu heym- arlausir frekar sótt rétt sinn sérstak- lega í menntunar- og túlkamálum. Rétt er að taka fram að sett hafa verið lög sem viðurkenna táknmál sem móðurmál heyrnarlausra s.s. lög um Samskiptamiðstöð og lög um réttindi sjúklinga. En þessi lög duga ekki til að tryggja aðgengi heymarlausra að samfélaginu þar sem þjónusta við heyrnarlausa er ekki nægilega skil- greind né hver beri ábyrgð á henni. Textun á íslensku efni er eitt þeirra málefna sem Félag heyrnar- lausra hefur barist lengi fyrir. I þess- um mánuði hóf Ríkissjónvarpið að texta sunnudagsleikritið og fagnar félagið þessari framkvæmd. Einnig liggur fyrir á Alþingi fmmvarp til laga um breytingu á útvarpslögunum sem er á þá leið að fréttir sem fluttar em á aðalfréttatíma sjónvarps verði textað- ar og textinn gerður aðgengilegur þeim sem svo kjósa. En eins og stað- an er í dag eru engin lög sem tryggja það að íslenskt efni verði túlkað og vinnur félagið að því að koma ákvæð- um þess efnis í lög. Félagið leggur einnig mikla áherslu á að kynna sam- félag og menningu heymarlausra og er nýlokið menningardögum sem tók- ust mjög vel. Einnig stóð félagið fyrir auglýsingaátaki sem er nýlokið undir slagorðinu “Islenskt táknmál er okkar mál” en það birtist m.a. í auglýsingum í strætisvagnaskýlum. Mjög mikil- vægt er að koma upplýsingum til almennings um heymarlausa, menn- ingu þeirra og tungumál til að fyrir- byggja fordóma og koma í veg fyrir félagslega einangrun heymarlausra. Unnist hafa margir sigrar í baráttu- málum heymarlausra en gera þarf enn betur og verður að tryggja réttindi heymarlausra í samfélaginu með setn- ingu laga. Að því markmiði mun Félag heymarlausra halda áfram að vinna í framtíðinni. Hafdís Gísladóttir Jón Þorleifsson: Annað líf Að fórna þessu lífi fyrir það næsta er heilræði sem margir hafa gefið mér. Orð þeirra eru að ég hafi ódauðlega sál og eigi eftir að fást við endalaus framtíðarmál. Að lifa eina ævi er alveg nóg fyrir mig og andi minn þráir ekki annað tilverustig. Það sem á sér upphaf endi hlýtur að fá. Þar sem ég ásamt öðru að engu verða má. Höfundur orti þetta í sumar, þá 87 ára. Fulltrúar á stofnfundi norræns MG-ráðs. íslendingarnir Þórdís Jóna önnur frá vinstri og Ólöf Steinunn yzt til hægri. Frá MG félagi íslands MG félag íslands tók á haustdögum þátt í stofnun norræns MG-ráðs. Á fundi í Árósum dagana 5. og 6. september var stofnað norrænt MG-ráð. Fyrstu tvö árin fara Finnar með formennsku í ráðinu. Áætlað er að ráðið fundi á tveggja ára fresti. Norræn MG félög hafa hittst óformlega síðan árið 1989 og var MG félag íslands með í fyrsta sinn árið 1994. Fundir þessir hafa gefist vel. Það er dýrmætt að hitta aðra með sömu reynslu, þiggja ráð og gefa. Fulltrúar MG félags Islands á fundinum vom Ólöf S. Eysteinsdóttir og Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir læknir. Með vinsemd og kveðju Ólöf S. Eysteinsdóttir form.MG félags íslands. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.