Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 42

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 42
Táknmálstúlkar, tindrandi af gleði. Háskólinn útskrifar táknmálstúlka Háskólahátíð var haldin laug- ardaginn 25.okt. sl. og þá voru útskrifaðir fyrstu tákn- málstúlkarnir frá Háskóla Islands, 4 útlærðir táknmálstúikar, en 2 til við- bótar eiga aðeins eftir að skila ritgerð- um sínum og bætast þá í hópinn. Hinir nýju táknmálstúlkar eru: Arný Guðmundsdóttir, Geirlaug Ottósdóttir, Gerður Ólafsdóttir og Sigrún Edda Theódórsdóttir. Af þessu tilefni bauð Samskipta- miðstöð heyrnarlausra og heyrnar- skertra til skemmtilegrar og hátíð- legrar móttöku í húsnæði stöðvarinnar í Sjómannaskólanum. Þar voru mætt- ir auk nýju táknmálstúlkanna, starfs- fólk stöðvarinnar, stjórnamefnd um háskólanámið, eldri táknmálstúlkar, fulltrúar Félags heymarlausra o.fl. Það var Valgerður Stefánsdóttir forstöðumaður, sem bauð gesti vel- komna. Hún sagði þetta vera stóran dag í sögu Samskiptamiðstöðvar, en ekki síður stóran dag í sögu Háskóla Islands. Hún rakti nokkuð söguna. 1985 hefði Félag heymarlausra staðið fyrir þjálfun í táknmálstúlkun einn vetur. Út úr þeirri þjálfun komu 4 fyrstu “gömlu” túlkamir. 1987 stóð Heyrn- leysingjaskólinn fyrir 100 stunda námskeiði, flestir þeirra sem þar vora kenndu við skólann, enda námskeiðið beinzt að því. Síðan var svo túlkanám við Þroskaþjálfaskólann þegar Júlía Hreinsdóttir var þar við nám, þetta var 700 stunda túlkanám, en enginn túlkur kom þó út úr því. Þegar Samskipta- miðstöð var komið á fót var það for- gangsverkefni hennar að koma á námi við Háskóla íslands, sjá svo um það og sinna svo rannsóknum á táknmáli. Kennslan í H.í. miðuð við B.A.próf og túlkun. Að þessu unnið með það að markmiði að fá 15 táknmálstúlka með þetta háskólanám. Víða leitað fanga við undirbúning, bæði í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum, námið sniðið að námi í heimspekideild. Samkomulag um að námið yrði tvö fræðileg ár og þriðja árið svo hagnýtt viðbótamám. 1994 hófu svo tveir hópar nám, annar hóp- urinn útskrifast því á næsta ári. Stefnt að því að námið verði áfram innan Háskólans, enda áhugi fyrir því þar, en Samskiptamiðstöð yrði áfram að sjá um kostnaðarhliðina. Enn vantar táknmálstúlka hér, en þó ber þess að geta að á næsta ári bætast 7-9 í hópinn. Vitnaði í Berglindi Stefánsdóttur form. Félags heyrnarlausra sem segði að heymarlausir byggju í eins konar glerkúlu. Þessi áfangi nú væri þó nokkuð góð sprunga í þessa glerkúlu. Samfagnaði hinum nýju táknmáls- túlkum innilega. Þórey Torfadóttir talaði fyrir “gömlu” túlkana. Langþráður dagur að fá þessa viðbót. Velkomnar til starfa, sagði Þórey og undirstrikaði það með blómum frá þeim “gömlu”. Sigrún Edda talaði fyrir hönd hinna nýútskrifuðu. Þakkaði fyrir móttök- umar. Þetta væri stór áfangi. Sagðist vonast til að þessi námsbraut yrði áfram við Háskólann. Heymarlausir og heyrandi yrðu að geta mætzt á miðri leið. Fulltrúi Félags heyrnarlausra Margareth Hartvedt færði fram ham- ingjuóskir og blóm. Fyrir hönd þeirra sem séð hafa um táknmálstúlkanámið talaði svo Svan- dís Svavarsdóttir. Hún minnti á að nú væri fyrsti vetrardagur og að sum- um setti kvíða. Þeir sem hefðu byggt sig bezt upp yfir sumarið væra bezt í stakk búnir til að taka á móti vetrinum. Nýju táknmálstúlkarnir væru þar í hóp, væru “með fulla frystikistu”. Flutti þeim nýju ámaðaróskir. Þetta var afar notaleg stund og nú taka táknmálstúlkarnir nýju til óspilltra málanna. Þeim eru heillaóskir hlýjar sendar héðan frá okkur í Öryrkja- bandalagi Islands sem og þeim sem njóta. H.S. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.