Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 12

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 12
Þórunn Guðnadóttir sjónþjálfi: Könnun á atvinnumálum sjónskertra Hluti af lokaprófsritgerð Þórunnar Guðnadóttur, sjónþjálfa frá Lárarhögskolan í Stokkhólmi Sjónstöð íslands Sjónstöð Islands er ríkisrekin stofnun sem heyrir undir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. í lögum um Sjónstöð Islands segir meðal annars: Stöðinni er ætlað að annast hvers konar þjón- ustu við sjón- skerta, s.s. sjúk- dómsgreiningu, mælingu og út- hlutun sérhæfðra hj álpartækj a, Þórunn þjálfun og hvers Guðnadóttir konar endurhæf- ingu sem sjón- skertir og blindir þurfa á að halda. Allir landsmenn eiga rétt á þessari þjónustu ef þeir hafa minni sjón en 6/ 18 eða þrengra sjónsvið en 20°. Skilyrði fyrir þjónustu er að augn- læknir vísi á Sjónstöðina. Frá upphafi starfseminnar til ársloka 1996 hafa verið skráðir 2.107 sjónskertir og blindir einstaklingar. Yfirgnæfandi meirihluti skráðra er 70 ára og eldri eða 75%. Um það bil 20% eru á aldr- inum 15-69 ára og 5% eru yngri en 14 ára. Sá elsti yfir 100 ára og sá yngsti aðeins fárra vikna gamall. Líkt og í öðrum menningarlöndum hefur endurhæfing blindra og sjón- skertra á íslandi tekið miklum fram- förum síðustu áratugina. Aður en Sjónstöð Islands tók til starfa voru fá úrræði fyrir blinda og sjónskerta hvað varðar endurhæfingu og hjálpartæki. Árið 1973 hóf Blindrafélagið, félag blindra og sjónskertra á Islandi, að útvega og afhenda með skipulögðum hætti stækkunargler og önnur hjálp- artæki sem blindir og sjónskertir þurfa á að halda. Fyrir þeirra tilstuðlan fóru sex nýblindir einstaklingar á endur- hæfingarstöð í Torquay í Englandi. Sjónörvun smábarna. Ástæða könnunarinnar Könnunin gæti verið gagnleg þeim sem vinna við endurhæfingu sjón- skertra og hinum sjónskertu sjálfum hvatning til að berjast enn frekar fyrir réttindum sínum í atvinnumálum. Einnig gæti hún opnað augu atvinnu- rekenda fyrir því að sjónskertir og blindir eiga nú kost á betri menntun og þjálfun til að fást við fjölbreyttari störf en áður. Stöðug framför er í þró- un hjálpartækja og þjálfun sjón- skertra. Þörf er á frekari rannsóknum til að bæta þjónustuna eins og kostur er. Sjónskerðing Sjónin er eitt af mikilvægustu skynfærum okkar. Hún gegnir stóru hlutverki í öllum okkar athöfnum. Hún ræður miklu um lífsstíl einstakl- ings, vinnu, fjölskyldulíf og hvernig samskiptum við aðra er háttað. I alvarlegustu tilfellum getur sjón- skerðing endað með algjörri blindu. Stærsti hluti þeirra sem flokkast blindir hafa þó einhverjar sjónleifar. Fullsjáandi einstaklingur sem verður fyrir því að missa sjón þarf að horfast í augu við félagsleg, fjárhags- leg og tilfinningaleg vandamál. Rannsóknir sýna að þeir sjúkdóm- ar sem menn óttast mest eru alnæmi, krabbamein og í þriðja sæti augnsjúk- dómar sem leiða til blindu. (Bennett, 1991). Sjónskerðing er vissulega hindrun í vinnu sem krefst góðrar sjónar. í mörgum tilfellum er hægt að draga úr áhrifum sjónskerðingar með aðstoð sjónhjálpartækja, þjálfun í umferli eða með breytingu á vinnutilhögun, ásamt aðlögun vinnustaðarins að þörfum þess sjónskerta. í stöku tilfellum mætti reyna að fara í annað starf sem ekki er jafn sjónkrefjandi innan sama fyrirtækis. Þó verður ekki horft framhjá þeirri staðreynd að sum störf eru svo sjónkrefjandi að óhjákvæmi- legt er að leita á ný mið eftir sjóntap. Atvinnumál sjónskertra Áður fyrr var talið að alvarlega sjónskertir gætu aðeins unnið einhæf 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.