Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Qupperneq 12

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Qupperneq 12
Þórunn Guðnadóttir sjónþjálfi: Könnun á atvinnumálum sjónskertra Hluti af lokaprófsritgerð Þórunnar Guðnadóttur, sjónþjálfa frá Lárarhögskolan í Stokkhólmi Sjónstöð íslands Sjónstöð Islands er ríkisrekin stofnun sem heyrir undir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. í lögum um Sjónstöð Islands segir meðal annars: Stöðinni er ætlað að annast hvers konar þjón- ustu við sjón- skerta, s.s. sjúk- dómsgreiningu, mælingu og út- hlutun sérhæfðra hj álpartækj a, Þórunn þjálfun og hvers Guðnadóttir konar endurhæf- ingu sem sjón- skertir og blindir þurfa á að halda. Allir landsmenn eiga rétt á þessari þjónustu ef þeir hafa minni sjón en 6/ 18 eða þrengra sjónsvið en 20°. Skilyrði fyrir þjónustu er að augn- læknir vísi á Sjónstöðina. Frá upphafi starfseminnar til ársloka 1996 hafa verið skráðir 2.107 sjónskertir og blindir einstaklingar. Yfirgnæfandi meirihluti skráðra er 70 ára og eldri eða 75%. Um það bil 20% eru á aldr- inum 15-69 ára og 5% eru yngri en 14 ára. Sá elsti yfir 100 ára og sá yngsti aðeins fárra vikna gamall. Líkt og í öðrum menningarlöndum hefur endurhæfing blindra og sjón- skertra á íslandi tekið miklum fram- förum síðustu áratugina. Aður en Sjónstöð Islands tók til starfa voru fá úrræði fyrir blinda og sjónskerta hvað varðar endurhæfingu og hjálpartæki. Árið 1973 hóf Blindrafélagið, félag blindra og sjónskertra á Islandi, að útvega og afhenda með skipulögðum hætti stækkunargler og önnur hjálp- artæki sem blindir og sjónskertir þurfa á að halda. Fyrir þeirra tilstuðlan fóru sex nýblindir einstaklingar á endur- hæfingarstöð í Torquay í Englandi. Sjónörvun smábarna. Ástæða könnunarinnar Könnunin gæti verið gagnleg þeim sem vinna við endurhæfingu sjón- skertra og hinum sjónskertu sjálfum hvatning til að berjast enn frekar fyrir réttindum sínum í atvinnumálum. Einnig gæti hún opnað augu atvinnu- rekenda fyrir því að sjónskertir og blindir eiga nú kost á betri menntun og þjálfun til að fást við fjölbreyttari störf en áður. Stöðug framför er í þró- un hjálpartækja og þjálfun sjón- skertra. Þörf er á frekari rannsóknum til að bæta þjónustuna eins og kostur er. Sjónskerðing Sjónin er eitt af mikilvægustu skynfærum okkar. Hún gegnir stóru hlutverki í öllum okkar athöfnum. Hún ræður miklu um lífsstíl einstakl- ings, vinnu, fjölskyldulíf og hvernig samskiptum við aðra er háttað. I alvarlegustu tilfellum getur sjón- skerðing endað með algjörri blindu. Stærsti hluti þeirra sem flokkast blindir hafa þó einhverjar sjónleifar. Fullsjáandi einstaklingur sem verður fyrir því að missa sjón þarf að horfast í augu við félagsleg, fjárhags- leg og tilfinningaleg vandamál. Rannsóknir sýna að þeir sjúkdóm- ar sem menn óttast mest eru alnæmi, krabbamein og í þriðja sæti augnsjúk- dómar sem leiða til blindu. (Bennett, 1991). Sjónskerðing er vissulega hindrun í vinnu sem krefst góðrar sjónar. í mörgum tilfellum er hægt að draga úr áhrifum sjónskerðingar með aðstoð sjónhjálpartækja, þjálfun í umferli eða með breytingu á vinnutilhögun, ásamt aðlögun vinnustaðarins að þörfum þess sjónskerta. í stöku tilfellum mætti reyna að fara í annað starf sem ekki er jafn sjónkrefjandi innan sama fyrirtækis. Þó verður ekki horft framhjá þeirri staðreynd að sum störf eru svo sjónkrefjandi að óhjákvæmi- legt er að leita á ný mið eftir sjóntap. Atvinnumál sjónskertra Áður fyrr var talið að alvarlega sjónskertir gætu aðeins unnið einhæf 12

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.