Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 20

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 20
millj.kr. Laun og launatengd gjöld voru upp á 25,8 millj.kr. Eigið fé er upp á 10,1 millj.kr. Framlög samtals upp á 12,5 millj.kr. þar af frá ÖBÍ 4 millj.kr. Húsaleigutekjur hjá Hússjóði nema um 126,6 millj.kr. Hluti Hús- sjóðs af lottóhagnaði var nær 93,9 millj.kr. Eignir eru samtals upp á rúmlega 1.8 milljarð króna en á móti eru skuldir upp á um 935 millj.kr. Heildartekjur Öryrkjabandalagsins af Islenzkri getspá voru 140 millj.kr. á móti 147 millj.kr. árið áður. Til bandalagsins sjálfs fóru nær 46 millj.kr. Rekstrargjöld bandalagsins voru samtals um 17,6 millj.kr. þar af voru laun og launatengd gjöld rúmar 9 millj.kr. Fréttabréfið tók til sín 5,4 millj.kr. Styrkir til aðildarfélaga námu 8.7 millj .kr. Til annarra rúmlega 8,2 millj. kr. Þar eru hæstu liðir: Til Vinnustaða 4 millj.kr., til íþróttasambands fatlaðra 1 millj.kr. og 750 þús.kr. til Starfs- þjálfunar fatlaðra. Eftir fáeinar fyrirspurnir sem svarað var voru reikningamir bornir undir atkvæði og samþykktir sam- hljóða. Helgi Hróðmarsson var svo næstur skýrsluhöfunda. Helgi flutti ítarlega skýrslu um Helios II verkefnið og virka þátttöku okkar þar. Þar hefðum við víða verið virkir þátttakendur í samstarfsnefndum um hin ýmsu mál er okkur varða miklu. Hann taldi ávinninginn ólíkt meiri en þann kostnað sem af hefði hlotizt. íslendingar væru með 5 1/2% kostn- aðar af heildarkostnaði Efta ríkja sem greiddu þó ekki nema tæp 1,6% heild- arkostnaðar. Helgi taldi atvinnumála- verkefni brýnast nú. Hann gjörðist þjóðlegur og líkti þessum þætti Evrópusambandsins við mjólkurkú sem teygði spena sinn allt hingað til lands. Þann spena ættum við að mjólka okkur til gagns. Helgi vakti athygli á því að þó okkur þætti margt hér öðmvísi en vera skyldi, þá væri staðreyndin sú að víða í löndum Evrópu væri aðstaða og aðstæður fatlaðra mun lakari en hér. Megin- málið væri það að hvarvetna ætti að gildareglanumfólkífyrirrúmi. Helgi kvaddi svo Ólöfu með fallegum, vel völdum orðum og gat m.a. um þátt hennar í Helios verkefninu þar sem hún hefði tvímælalaust verið fremst meðal jafningja. Nokkrar umræður urðu um fyrir- komulag aðalfunda, menn vildu draga úr skýrslugjöf, verja meiri tíma í almennar umræður; senda ályktanir, skýrslur og reikninga fyrirfram til aðalfundarfulltrúa. Vísast þar til til- lögu Guðmundar Magnússonar sem samþykkt var síðar á fundinum. Næsti dagskrárliður var kjör í framkvæmdastjórn. Kjósa skyldi nú skv. lögum bandalagsins formann og gjaldkera. Aðeins ein tillaga kom um formann, Haukur Þórðarson því sjálfkjörinn í það embætti. Sömuleiðis kom aðeins ein tillaga fram um gjaldkera og var Hafliði Hjartarson sjálfkjörinn í það embætti. Kjósa varð varaformann til eins árs þar sem Haukur Þórðarson var varaformaður áður. Fram komu tillögur um tvo: Garðar Sverrisson og Ólaf H. Sigurjónsson. Fram fór leynileg kosning og var Garðar kjörinn með 39 atkv. Ólafur H. fékk 21. Til vara í framkvæmdastjóm voru kjörnar þær: Elísabet Á Möller, Dagfríður Halldórsdóttir og Valgerður Auðunsdóttir. Endurskoðendur vom þeir kjömir: Vigfús Gunnarsson og Tómas Sturlaugsson. Skýrsla skipulagsnefndar banda- lagsins var svo þessu næst tekin fyrir en framsögu fyrir henni hafði Bjöm Hermannsson. Bjöm sagði að stefnu- skráin væri vegvísir Öryrkjabanda- lagsins, nú væri verkefnið að leggja vegina. Samvinnu félaga þyrfti að auka og bæta enn tengsl bandalags og félaga. Bjöm rifjaði upp jafnréttis- markmið stefnuskrárinnar, lífsgæðin væru það meginmál sem öllu skipti. Hann benti á margvíslegar breytingar á innra og ytra umhverfi bandalagsins m.a. væri þörf á hagfræðilegum ráð- leggingum og upplýsingum. Starfs- kraftar félaganna dreifðir og sum félög innan bandalagsins með veikan starfsgrundvöll. Nefndin hefði reynt að skilgreina hlutverk bandalagsins til framtíðar, en eftir þessa 15 fundi nefndarinnar væri nú lögð fram áfangaskýrsla og 3 tillögur til ályktunar fyrir aðalfundinn. Kynnti bæði ýmsar hugmyndir á umræðustigi svo og tillögumar sjálfar. Þeim var vel tekið og að loknum talsverðum umræðum voru þær sam- þykktarsamhljóða. Þær eru birtar sér hér í blaðinu. á var komið að ályktunum aðalfundar. Helgi Seljan kynnti drög að ályktunum sem lagðar höfðu verið fyrir framkvæmdastjórn og hún lagt blessun sína yfir. Smávægilegar breytingartillögur komu fram og til þeirra tekið fullt tillit. Ályktanimar síðan bornar undir atkvæði og samþykktarsamhljóða. Þærembirtar hér í blaðinu nú. Einar Aðalsteinsson flutti þessu næst fróðlega yfirlitsræðu um vefsíðu bandalagsins, hvað þar yrði helzt að hafa og hvemig að gagni kæmi. Einar 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.