Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 19

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 19
Helgi Seljan kom inn á þau megin- störf sem unnin eru á skrifstofunni: félagasamskipti, einstaklingserindi, erindrekstur við Alþingi og ráðuneyti og ýmsar stofnanir þessum málaflokki tengdar. Þá væri Fréttabréfið eðlilega fyrirferðarmikið í sínu starfi. Bað um meiri viðbrögð við þeirri miklu og dýru útgáfu. Hann rakti ítarlega hversu tryggingamál hefðu þróast á þessu ári. Hann kvaddi Olöfu með stöku: Óiöfu ég aðeins kveð einhvern veginn svona: Hefur dögum Ijóma léð, Ijúf en einörð kona. Sjálfur sagðist hann eiga ljótan grun. Um það hefi ég ærinn grun að einkunn fái slaka, ef mín iðja aðeins mun, sem illa kveðin staka. á var komið að Jóhannesi Albert Sævarssyni að greina frá lög- fræðiþjónustu bandalagsins. Hann sagði að á síðasta starfsári hefðu 212 leitað til bandalagsins með komu á skrifstofuna, þar fyrir utan mikið af símtölum. Flestir væru með allmikil uppsöfnuð vandamál og misvel væru menn undirbúnir. Hann kvaðst reyna að lágmarka gagnaöflun, svo skil- virkni yrði sem mest. Flest málanna voru tengd Tryggingastofnun rfkisins. í því sambandi minnti hann á úrskurð- arhlutverk tryggingaráðs sem ætti að hafa fyrir reglu að kalla til sérfræð- inga þegar um t.d. örorkumat væri að ræða. Innan ráðsins væri enginn sér- fræðingur á því sviði. Mörg mál væru tengd lífeyris- sjóðum, sem sumir hverjir hefðu skert réttindi öryrkja. Þá kæmu skattamálin og svo hrein persónuleg vandamál sem oft væru erfið viðfangs. Hann taldi reynsluna ótvírætt hafa sannað að lögfræðiþjónustan væri brýnt úrræði. Jón Þór Jóhannsson stjórnarform. Vinnustaða Öryrkjabandalagsins flutti skýrslu fyrir árið 1996. Reksturhefði gengið frekar vel, bætt afkoma orðið niðurstaðan og bati stöðugur. Fram- leiðsla allfjölbreytt og markaðs- setning markviss. Verkefni hefðu veriðnæg. Fjöldi starfsmanna verið í hámarki á sl. ári eða 45 þegar flest var - 40 í árslok. Gott samstarf væri við Vinnu- miðlun fatlaðra, en þar væri langur biðlisti eftir atvinnu. Hann sagði ugg í mönnum vegna flutnings frá ríki til sveitarfélaga. Hann kvartaði yfir ónógum stuðningi Framkvæmdasjóðs fatlaðra við hin umfangsmiklu tækja- kaup Vinnustaðanna á sínum tíma. Draumurinn væri um fyrirtækjaþjón- ustu í samstarfi við Starfsþjálfun fatlaðra, en til þess skorti fjármagn. Þakkaði starfsfólki öllu vel unnin störf og samstarf. s Islenzk getspá var þessu næst á dagskrá en stjórnarformaður þar flutti skýrslu en það var einmitt fund- arstjórinn Þórir Þorvarðarson. Reikn- ingsár fyrirtækisins er frá 1/7 - 30/6. A síðasta reikningsári var salan alls 1 milljarður og 100 þús.kr. sem var 5% minna en árið þar áður. Þar af væru 875 millj.kr. vegna lottós á laugardegi en 226 millj.kr. vegna víkingalottós. Kínóinu varhætt, enda tap af því um 20 millj.kr. Það sem af er nýju reikningsári hefur salan verið svipuð. Ýmislegt gert í tilefni lOára afmælisins s.s. það að ein röð hefði verið gefin með hverjum 10 raða seðli. Kynningarfulltrúi hefði verið ráðinn tímabundið og gefið góða raun. Sagði frá útvarpsþáttunum með fyrirtækjaleikjunum. Fyrirhugað væri að lottó gæti fengizt í áskrift svo og væri nýr leikur væntanlegur: Jóker. Guðrún Hannesdóttir, forstöðu- maður Starfsþjálfunar fatlaðra flutti því næst skýrslu um starfsemina. Tvö ár væru nú frá flutningi í Hringsjá, en nú um þessar mundir væri Starfsþjálf- un fatlaðra einmitt lOára. Bæklingur væri á leiðinni. Kynningarstarf út á við beindist einkum að aðilum vinnu- markaðarins. Nú hafa alls 120 lokið öllum þrem önnunum, en 183 lokið a.m.k. einni önn. Endurmenntunar- námskeiðin væru afar fjölsótt og gæfu góða raun. Umsóknum um nám í Starfsþjálfun fatlaðra fer sífjölgandi - nú hafa borizt 50 umsóknir þó ekki sé farið að auglýsa, en unnt er að taka inn 16 - 18 allra flest. á var komið að reikningum sem Eyjólfur Guðmundsson endur- skoðandi las og skýrði. Af öllu því talnaflóði er aðeins unnt að birta sýnishorn ein. Athygli skal vakin á því að reikningar eru vegna ársins 1996. Seld vinna og efni hjá Vinnustöðum var upp á rúmar 32 Tillögur skipulagsnefndar samþykktar á aðalfundi 1. Aðalfundur Öryrkjabandalags Islands 1997 beinir því til stjórnar að koma á fót eftirfarandi málefnahópum; kjara-, búsetu-, atvinnu-, mennta-, og félagsmála. Starfandi nefndir og ráð sem tengjast ofangreindum málaflokkum verði lagðar niður eða sameinaðar viðkomandi málefnahópi. 2. Aðalfundur Öryrkjabandalags íslands 1997 beinir því til fram- kvæmdastjórnar bandalagsins að taka fyrstu skref til stofnunar félagaþjónustu bandalagsins. 3. Aðalfundur Öryrkjabandalags íslands 1997 telur rétt að skipulagsnefnd haldi áfram störfum og kanni frekari þróun og uppbyggingu bandalagsins og athugi grundvöll að nánara sambandi einstakra aðildarfélaga. Skipulagsnefnd verði skipuð fimm mönnum. Tillaga Guðmundar Magnús- sonar samþykkt á aðalfundi Aðalfundur Öryrkjabandalags Islands 1997 beinir því til framkvæmdastjómar að endurskoða skipulag aðalfundar með það að markmiði að auka almennar umræður með virkri þátttöku sem flestra. M.a. verði athugað að senda skýrslur, reikninga og ályktanir til fulltrúa 10 dögum fyrir aðalfund. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.