Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 16

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 16
y Arni Björnsson fv.yfirlæknir: Hvemig horfa málefni öryrkja við þér? Fyrir rúmum áratug hefði ég átt mjög erfitt með að svara þessari spurningu og á það raunar enn, þó það sé á annan hátt. Líkamlega og andlega heill maður, sem býr við eðlilegt fjölskyldulíf með heilbrigðum maka og börnum, veltir lífi og lífs- skilyrðum öryrkja sjaldnast fyrir sér og þar eru læknar engar undantekn- ingar. Við störf sín kynnast þó flestir læknar öryrkjum, en þau kynni eru oftast bundin ákveðnum einstaklingum og verða því hluti af einstaklingsbundnu og einstöku læknisverki. Þannig eru flest læknisstörf. Ég verð því að játa, að ég hafði næsta lítið hugleitt málefni öryrkja og hlutskipti þeirra almennt, fyrr en ég varð fyrir þeirri bitru reynslu fyrir rúmum áratug, að dóttir mín reyndist haldin alvarlegri heilabilun. A þess- um áratug hef ég fræðst um margt, en þó sú fræðsla hafi verið dýr, og ég óski engum að neyðast til að ganga í slíkan skóla, tel ég að hún hafi dýpkað og víkkað andlegan og félagslegan skiln- ing minn á hlutskipti öryrkjans í vel- ferðarþjóðfélaginu. Spurningin sem sótti fljótlega að mér var. Hvernig famast öryrkjum, sem ekki eiga sér forsvarsmenn? Þeirri spumingu hef ég enn ekki fengið svar við. Er hugs- anlegt, að í velferðarþjóðfélaginu, sem við flest erum stolt af, þó sumum ofbjóði hvað það kostar skattborgar- ana, séu einstaklingar að villast með líkamlega eða andlega örorku. Ein- staklingar, sem hafa lent utangarðs vegna einsemdar og vanmáttar og hafa enga til að leiða sig um refilstigu kerfisins? Geta einhverjir hér inni svarað þessari spurningu minni? ú er það svo að öryrkjar eru jafnmismunandi og þeir eru margir en örorkan, hver sem hún er, takmarkar líf einstaklingsins og setur hann í hóp með einstaklingum, sem hann hefur ekki endilega kosið að eiga samleið með. Þá leiðir örorka næstum óhjákvæmilega til einangrunar og ein- semdar. Svo er það umhverfi öryrkj- ans og staða hans í þjóðfélaginu. Það að verða öryrki þýðir að einstakling- urinn verður háðari umhverfi sínu, hann þarfnast hjálpar aðstandenda og vina og hann þarfnast hjálpar þjóð- félagsins. Hjálparþörfin kallar svo á viðbrögð einstaklingsins við því að verða hjálparþurfi og viðbrögð um- hverfisins og þjóðfélagsins við hjálp- arþörfinni. Viðbrögð við því að verða öðrum háður eru einstaklingsbundin auk þess sem eðli örorkunnar hefur mikil áhrif þar á. Þar á ég við hvort örorkan er andleg eða líkamleg. Oft er hún bæði andleg og líkamleg og líkamleg fötlun hefur oftast áhrif á sálarlíf einstakl- ingsins. Reiði,jafnvel ofbeldiskennd reiði, er sennilega algengasta svörun við hverskonar fötlun og oft bitnar reiðin, a.m.k. fyrst í stað á einhverjum nákomnum. Einsemd verður oft hlut- skipti fatlaðra, einkum hinna geðfötl- uðu, en einnig annarra með langvinna fötlun, sem skerðir aðgengi að sam- félaginu. Ég ætla ekki að hætta mér út á þann hála ís að skýra eða skil- greina einstaklingsbundin viðbrögð við fötlun. Þar eru geðlæknar og sál- fræðingar mér fremri, þó reynslan hafi kennt mér nokkuð. Lítum nú á viðhorf þjóðfélagsins. í orði eru það grundvallar- mannréttindi í velferðarþjóðfélaginu okkar að sérhver einstaklingur eigi rétt á að lifa mannsæmandi lífi, efna- hagslega og félagslega. Er sá réttur virtur, af stjórnmálamönnum, af embættismönnum og virðum við þennan rétt hvert gagnvart öðru? Ég læt þeirri spumingu ósvarað en vona að við getum rætt hana á eftir og svo geta menn tekið hana með sér heim og rætt hana nánar við samvisku sína. í stað þess ætla ég að segja ykkur litla sögu. Við getum sagt að hún fjalli um viðhorf. Fyrir mörgum árum síðan dvaldi ég um hríð í Addis Ababa í Ethiopíu á vegum “Hjálparsjóðs til bjargar bömum” (Save the Children Fund). Aðalhlutverk mitt þar var að gera aðgerðir á holgóma börnum og reyndar fullorðnum líka, ef þeir yrðu á vegi mínum. En það slæddist ýmislegt með, þ.á.m. að starfa á Björnsson 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.