Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 52

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 52
Sigurður Jónsson: UM FEGRUN ARTANN - LÆKNINGAR OG FLEIRA ✓ Anýafstöðnu ársþingi Tannlækna- félags íslands var aðalumræðu- efni “Fegrunartannlækningar’'. Eftir býsna langa bið brosum við, íslendingar. I framtíðinni fáum við fegrunartannlækningar. Hinir góðkunnu Alftagerðisbræður héldu söngskemmtun á Hótel íslandi fyrir skömmu. Aftur sækja okkur heim Alftagerðisbræður. Bestu þakkir hverjum þeim, sem þeirra ferðum ræður. Árvisst er að vandræði hljótist í umferðinni, þegar fyrsti snjór fellur á haustin. Ökumanna byrjar böl í borgarumferðinni, þegar haustsins fyrsta föl fellur hverju sinni. Þung orð féllu m.a. á Alþingi í garð Pósts og síma vegna gjaldskrárhækk- ana. Talað var t.d. um hroka og fyrir- litningu. Hver skal fyrstur hrópa hér: “Hroki og fyrirlitning?” “Sá yðar, sem syndlaus er,” segir heilög ritning. Enn hafa komið fram fyrirspumir um launakjör æðstu manna hjá Pósti og síma, en slíkar upplýsingar hafa ekki legið á lausu. Reynst getur erfið hin árlega glíma við íslensku fjárlögin, ef neita þeir sumir hjá Pósti og síma að sýna í umslögin. Á mikilli kvennaráðstefnu austur í Lettlandi var sr. Auði Eir meinað að messa í kirkju. Bannað var séra Auði Eir eystra að syngja messu. Varla hefur það verið Geir Waage, sem réði þessu. Sigurður Jónsson Norður í Eyjafirði er fyrirtæki, sem heitir Jólagarðurinn ehf. Höfundur kom þar í júlímánuði, og þótti með ólíkindum að hitta þar fyrir jólasvein í fullurn skrúða og allt eftir því. Aldrei hefur heims um ból heyrst nein þvílík saga: Það eru haldin heilög jól hér um sumardaga. Sagt var frá því, að hús Veðurstofu héldi hvorki vatni né vindi. Innan veggja Veðurstofunnar vindar blása, þar til úti lygnir. Starfsmenn ganga þurrum fótum þar, þegar - og þá sjaldan ekki rignir. Flokkur “Snigla” austur á Héraði fékk lögreglu í vinsamlega heimsókn. Fengu laganna verðir bestu móttökur, m.a. heitt kakó sem reyndist fyrir mistök í sterkara lagi! Löggunni sýna oft Sniglarnir natni og samkomulagið þeir vona að batni. Vandaða vel þeirra veislu ég tel þótt ruglast þeir hafi á vodka og vatni! Ein reynslusaga höfundar úr vinn- unni: Kona sat í tannlæknastólnum, og við borun rann óvart vatnstaumur niður um hálsmál hennar. “Guð minn góður, þetta fór alveg niður á nafla, eða jafnvel lengra,” sagði hún. Víða þarf ég atvinnu að afla einhvers staðar verð ég hana að fá. En ef ég leita niður fyrir nafla, nóg er komið - best að hætta þá! 5. nóvember ’96 bar þrennt hæst í heimsfréttum: Hjartaaðgerð Jeltsins, Skeiðarárhlaup og endurkjör Clintons B andaríkj aforseta. Þeir skáru Jeltsin í skyndi í gær, er Skeiðarár birtist þeim kraftur og Clinton gamla kontorinn fær í Hvíta húsinu aftur. I forsetakosningum sl. sumar upphófst deila austur í Landeyjum, því oddvit- inn Eggert Haukdal, notaði búr sam- komuhússins sem kjörklefa. Landeyjaoddvitinn gestrisinn er Eggerti verð ég að hrósa. Kjósendum býður í búrið hjá sér að borða um leið og þeir kjósa. Fréttir af láti Deng Xiao Pings hins kínverska voru mjög fyrirferðarmikl- ar, komst fátt annað að á skjánum. “Enginn grætur fslending einan sér og dáinn,” en nú er dauður Deng Xiao Ping og “dóminerar” skjáinn. I júní sl. var kosið um sameiningu í sveitum Eyjafjarðar, en Hríseyingar felldu. Hratt fer yfir hér um land hugur sameiningar. Við Eyjafjörð hann fór í strand er felldu Hríseyingar. Fyrir rúmu ári var Elínu Hirst sagt upp sem fréttastjóra á Stöð 2. Sama dag, austur í Rússlandi leysti Jeltsin Lebed frá störfum sem yfirmann öryggis- mála. Ut var rekin Elín Hirst engu fékk að Ijúka. Jeltsin af því lærði list og Lebed mátti fjúka. Með kveðju Sigurður Jónsson tannlæknir 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.